Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 48
þeim árum, svo rétt er að athuga hvað annálar hafa til málanna að leggja: 1791: Innkom um sumarið skæð sótt með framandi hvalfangaraskipi í Helgafellssveit undir Jökli og eyðilagði þar í sókn 80 manns, en í Ballarár 30 á stuttum tíma. Lágu þeir, sem úr sótt þessari deyðu, ei stórt yfir 2 dægur. Lá hún niðri um veturinn. 1792: Sú umgetna sótt færðist nú um Suður- og Norðurland, en þess er ei getið, að hún væri mannskæð. (I. a. V.). 1791: Mannheillir að kalla sæmilegar. Þó hreyfði sér um mikinn hluta lands með hundadögum landfar- sótt með catarral feber, so fólk lagðist víða, en dó ei margt. Um sumarið gekk taksótt, sem út kom með Stykkishólmsskipi. Varð hún þar mannskæð. 1792: Mannheillir að meðallagi. Meslingasótt gengur fyrir sunnan. Á stuttum tíma deyja 17 manneskj- ur úr henni í Mýrasýslu, 30 á viku í sóknum séra Olafs prófasts á Ballará í Dalasýslu. Rauðir flekk- ir sýna sig um hörundið, og fylgja þeir lengi þeim, sem af lifa (Esp.). 1791: Mannskæð taksótt kom fyrst upp í Helgafells- sveit, sem í þeirri sömu burttók yfir 60 mann- eskjur, dreifði sér síðan yfir Snæfells-, Dala-, Hnappadals- og Mýrasýslur allt að Hvítá. I henni burtkallaðist margt fólk, flest af því í Snæfells- sýslu. Þessi sótt gekk síðan um allt landið, þó vægari, þegar á leið, en hélzt við yfir 3 ár og var mjög skæð á fólki, sem aldurshnigið var orðiö en einkum því, sem stóð upp á sitt bezta“ (V, III, innskot með hendi Hannesar biskups). Aðeins einn annálanna (Esp.) telur mislingasótt á þessum árum, en setur ranglega manndauðann í Mýra- og Dalasýslu 1792 í stað 1791. Höfundur þessa annáls segir rauða flekka koma á hörundið sem fylgi þeim lengi er af lifa, og er það í samræmi við lýsingu Sveins Pálssonar á afturbata sjúkling- anna á Ölvaldsstöðum, en hann sá að minnsta kosti á einum þeirra greinilega rauðbrúna flekki í andlitinu. Nú er það engan veginn regla við mislinga að út- brotin standi lengur en fáa daga og oft geta þau verið horfin á andliti þegar þau síðustu gera vart við sig á fótunum. Það getur þó komið fyrir að leif- ar útbrotanna sjáist í lengri tíma eftir að veikin er um garð gengin og er þá orsökin, að litarefni húðar (melanin) sest í blettina eða þá að smáblæðingar hafa komið í útbrotin og eru þá leifar blóðlitarefn- isins lengur að hverfa. Það er þetta síðar nefnda sem vert er að haga í huga, vegna þess hve almennur C-vítamínskortur var á þessum tímum. En annálarn- iri koma ekki með neitt nýtt sem Sveini Pálssyni var ekki kunnugt um, þessvegna breyta þeir engu þar eð mjög ólíklegt er að mislingar hafi verið orsök lungnabólgunnar sem ótvírætt var þá á ferðinni. Og að það er ekki með öllu útilokað að rauðir hundar hafi verið samferða henni síðara árið. Það eru því engar ótvíræðar heimildir til fyrir því að mislingar hafi gengið hér á 18 .öld, og á 19. öld er þeirra fyrst getið hér 1846. Af tilefni komu þeirra gefur Jón landlæknir Thorstensen út „Stuttan leiðarvísi um hvernig skuli fara með meslinga-sótt“ 1846. Þar segir að mislingar séu „snemma í apríl- mánuði, komnir út hingað með fyrsta skipi er kom í Hafnarfirði; höfðu sjómenn nokkrir haft þá á leið- inni út hingað, en ekki gátu þeir um það þegar þeir komu, að þeir væru veikir, enda var sóttin svo létt á þeim, að þeir gátu geingið að öllum verkum sín- um. Skömmu síðar feingu nokkrir þar í kringum kaupstaðinn kvefsótt, er þeir svo kölluðu, og sá ég leingi aungvan þeirra, fyrr en ég af tilviljun átti leið um í Hafnarfirði þann llta þessa mánaðar;1 þekki ég þá meslingasótt á einum manni, og seinna komst ég að því, að fleiri höfðu haft þar sömu veiki á und- an, þó ekki þunga, og haldið að vera mundi kvef- sótt.“ — „Seinna hefir sóttin stungið sér niður á fleiri bæum þar í firðinum, og nýlega hafa innlendir menn verið fluttir í land af fiskiskútunum, er feingið höfðu þessa sótt af þeim útlendu, er með þeim voru; enda er ei mögulegt að hindra útbreiðslu hennar, þegar þeir menn sem hafa hana, eða nýlega hafa haft, ekki fást til að halda sér inni í húsunum, og þykjast eiga frjálst að vera úti þegar þeir geta, standa í sölubúð- um og vera í samblendi með öðrum mönnum. Þar mér nú ei þykir það fjarri líkindum, að sótt þessi, ef til vill, kunni að breiða sig út, og enda víða um land, þótti mér vel til hlíða að gefa löndum mínum stuttlega ávísun um, hvornig með hana eigi að fara“ (21, 1-2). 1 Af þessu sést að prentvilla er í undirskrift leiðarvísisins, sem er „Reykjavík þann 21. maí 1849. J. Thorstensen“, en hlýtur að eiga að vera 1846. 36 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.