Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 9
menntaðs læknis, eru aðalatriðin jafnan eftir. Efteir
er að ryðja úr vegi óhemju mörgum vandamálum,
sem eru algjörlega ólæknisfræðileg, áður en hægt
er að útskrifa sjúklinginn.“
Crockett tekur nokkur dæmi. Kona er innlögð
vegna vannæringar. Nágranni hennar, sem annaðist
tnnkaup fyrir hana, lærbrotnaði. Læknisfræðilega
vandamálið er auðleyst, en . . . Sjúklingur er lagður
inn vegna rugls, sem orsakaðist af alvarlegri hægða-
tregðu. Læknisfræðilega auðleyst en húsráðandi vill
ekki fá viðkomandi aftur vegna óþrifnaðar. Sjúkl-
ingur er lagður inn vegna helftarlömunar, en nær
aftur talsverðri gönguhæfni. En heima hjá honum
er baðið og svefnherbergið á efri hæðinni og sal-
ernið í kjallaranum. Fleiri dæmi tekur Crockett. Af
þessum ástæðum sé það líkt og að ætla að reyna að
klaupa í kviksandi að stunda öldrunarlækningar.
„Við skulum ekki látast halda, að öldrunarlækn-
ingar felist bara í að beita nýtízku læknisfræði á
gamla fólkið“, heldur Crockett áfram. „Öldrunar-
lækningar fjalla um ósjálfráð þvag- og saurlát, rugl,
iegusár, gamlar konur, sem ekki vilja fara heim, af
því að þeim er heilt á spitalanum en kalt heima, ein-
manaleik, einangrun, óhrein gleraugu, heyrnarhjálp
fyrir eyru full af skít, dekur við félagsmálastofnanir,
húsráðendur og aðrar hjálparstofnanir. Þær fjalla
um hina vonlausu baráttu við elli- og hrörnunar-
sjúkdóma, um það að mala til eilífðarnóns um sjúk-
dómsgreininguna, sem kollegar þínir misstu af og
fleira í þessum dúr.“
Að lokum spyr Crockett, hvort öldrunarlækningar
séu ekki prump (phoney) sérgrein, stofnuð til að
létta af almennum lyflæknum erfiðum sjúklingum,
sem ekki svara meðferð eins fljótt og hinir yngri,
stífla rúmin og trufla stofuganginn með kveinstöfum
sínum.
liOleaorð
Það, sem hér hefur verið rakið, ætti að geta orðið
mönnum nokkurt umhugsunarefni. Flestir, sem
kynnst hafa spítalastörfum, munu kannast vel við
vandamál lík þeim, sem Crockett nefnir. Flestum er
líka að verða ljóst, að stærstu vandamál læknisfræð-
innar í þróuðum ríkjum, eru vandamál króniskra
sjúkdóma og hás aldurs. Læknamenntun og heil-
brigðisþj ónusta hafa enn lítið breyst til samræmis
við það. Síðustu aldir hefur læknisfræðin nær ein-
göngu miðað að því að skilja manninn æ fínni
skilningi: kerfið, líffærið, fruman, mólekúlið. Þessi
stefna er orðin svo dýr, að hún mun, ef áfram verð-
ur eins haldið, ríða okkur að fullu fjárhagslega. Ár-
angurinn hins vegar virðist óra fjarri því að svara
öllum tilkostnaðinum. I heild má segja, að öll
áhersla bafi verið lögð á að „lækna“ (cure), en um-
hyggjuna (care) hafi skort.
I framtíðinni verður þetta að breytast. Við verð-
um umfram allt að halda í hina áttina - sjá vanda-
málin í víðara samhengi: einstaklingurinn, fjölskyld-
an, samfélagið og umhverfið. í læknanáminu verða
lrinar klassísku grunngreinar í ríkara mæli að víkja
fyrir félagslegum greinum. Nú dugir ekki lengur að
fæla húmanistana burtu og gera hina að „organist-
um“. Ef læknisfræðin ætlar í framtíðinni að ná
nokkrum umtalsverðum árangri, verður hún að
leggja meiri áherslu á umhyggjuna. Það sést best af
vandamálum aldraðra.
Að lokum vil ég benda áhugasömum á mjög vand-
aða nýútkomna bók: Textbook of Geriatrics and
Gerontology, ritstýrt af Brocklehurst. Bókin er til á
bókasafni Landsspítalans.
/. T.
læknaneminn
7