Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 45
handritaskrár Landsbókasafns giskar á, sést á því
að sóttin sem leiðbeiningarnar fjalla um hófst í
Reykj avík.
I ferðabók Sveins Pálssonar lýsir hann faraldri
sem 1791 gekk á Vesturlandi og segir svo frá för
sinni að Olvaldsstöðum í Mýrasýslu 26. ágúst „til
að rannsaka banvænan sjúkdóm, sem komið hafði
upp fyrir skemmstu á bæ þessum og hafði drepið 5
manns á hálfum mánuði. Nokkru áður höfðu borist
fregnir um bráða og mannskæða sótt vestur í Idelga-
fellssveit, að því er hermt var. Veiktust menn með
áköfu taki í lungum, og á nálægt mánaðartíma dóu
yfir 100 manns þar í sveitinni, flestir á þriðja og
fjórða degi eftir að þeir veiktust. Þá er einnig sagt,
að eftir andlátið rynni blóð úr líkunum.“ - „Þegar
ég kom á bæinn, hitti ég þar 4 menn, sem voru í aft-
urbata. Báru þeir allir glögg merki mislinga, sem
borist höfðu frá Kaupmannahöfn. Um það sann-
færðist ég, þegar ég heyrði, að bóndinn Rúnólfur að
nafni, og annar maður úr nágrenninu höfðu dvalist
nokkrar nætur úti í skipi Einars Þórólfssonar lausa-
kaupmanns. Á skipinu var háseti, Jón að nafni, sem
legið hafði í mislingum og verið sjúklingur minn í
Kaupmannahöfn í apríl síðastliðnum. Þessir tveir
áðurnefndu menn höfðu haldið sig mest að þessum
landa sínum og fengið lánuð föt af honum, því að
kalt var í veðri. Fötin tók hann upp úr kistu sinni,
og þar hafa þau sennilega verið látin óhreinsuð.
Báðir mennirnir sýktust mjög bráðlega, annar dó,
en hinn hélt lífi. Enn má geta þess, að sagt er að
maður á þessu sama skipi hafi dáið úr mislingum og
verið grafinn á Akranesi. Áðurnefndir batasjúkling-
ar voru: 1) Hálffullorðinn piltur, Bjarni að nafni.
Hann veiktist, að sögn, með höfuðverk og köldu-
hrolli. Skömmu síðar fékk hann ákaft tak (pleuris)
í vinstri síðu. Þar á eftir fylgcli hósti með miklum
uppgangi, einkum á nóttunni. Hann lá viku, en hafði
nú verið 5 eða 6 daga á flakki. Á honum sáust enn
greinilegir rauðbrúnir flekkir í andliti. Auk þeso
var hann með hósta og mjög hás. — 2) Tvær stúlkur
á fimmtugsaldri, sem voru komnar á fætur fyrir
tveimur dögum, þjáðust af andþrengslum, hósta og
hæsi.“ — ,,3) Fjögra ára gamalt barn, hafði legið í
hálfan mánuð þjáningarlaust, og enginn útsláttur
sést. Nú var það aðeins lystarlaust og þoldi illa, að
á því væri snert. Þrír þeirra, er létust, þjáðust mjög
af ákafri taksótt 2-4 daga, áður en þeir önduðust.
Fjórði þeirra, sem var kona, veiktist fyrst af þyngsl-
um og lystarleysi, síðan fékk hún höfuðverk og sár-
an sting til skiptis undir síðurnar. Að 4—5 dögum
liðnum komu flekkir á háls og brjóst, en þeim sló
inn, og lést hún síðan á tíunda degi.
Mislingafaraldur þessi hefur eigi alls staðar kom-
ið greinilega fram og oft líkst bólgusótt, og hygg ég
það stafi af meðfæddu blóðríki í þjóðinni -
„---og fólk það, er dó, lifði það ekki, að misling-
arnir kæmu út, en fram að þeim tíma er erfitt að
þekkja þá. Þeir, sem batnað hefur, hafa flestir farið
of snemma á fætur, ofkælst og mislingarnir ekki
komið greinilega út á þeim. Uppköst er eina sjúk-
dómseinkennið, sem ég hef ekki fundið hjá nokkrum
manni. Eg þori ekki að fullyrða, að sótt sú, er geis-
aði á Vesturlandi, hafi verið mislingar. Jón land-
læknir Sveinsson, sem Olafur stiftamtmaður skipaði
að fara vestur í embættisnafni, segist við heimkomu
sína engin merki hafa fundið, er staðfesti þessa til-
gátu. Þegar hann kom vestur, hafði sjúkdómurinn
fjarað út að fullu. Þess er heldur ekki getið, að aðrir
haíi sýkst af veiki þeirri, er gekk á Olvaldsstöðum,
en örfáir menn á nágrannabæjunum, sem hjálpuðu
til að sinna um lík þeirra, er dóu. En ætli að misl-
ingasóttin sé nú í raun og veru svo smitnæm, að veð-
urbreyting frá röku þokulofti til hins hreina, veðra-
sama, kalda lofts fái eigi stöðvað hana, einkum í
landi, þar sem svo er strjálbýlt, að bæjarleiðirnar
eru jafnvel svo mílum skiptir á lengd? Og getur það
ekki einnig verið, að kvefsótt sú, Febris catharralis,
sem um sama leyti gekk á Suðvesturlandi og oft
fylgdi rauður útsláttur, hafi einmitt verið reglulegir
mislingar, sem af einhverjum ókunnum orsökum
hafa tekið myndbreytingu? Að minnsta kosti er mér
kunnugt um, að þeir menn, sem sýktust af kvefsótt
þessari, smituðust ekki af mislingunum.“ (9, 15-
17).
Sveinn mun tæpast sannfæra nokkurn nútíma
lækni um að hér hafi verið um mislinga að ræða,
frekar en Jón Sveinsson gat staðfest að svo væri. Og
ekki fær skoðun Sveins neinn stuðning af því, sem
hann segir um faraldur þann, sem hófst í júlí 1792
í Reykjavík, nefnilega: „í byrjun mánaðarins tók
hinn svonefndi Vesturlandssjúkdómur að geisa og
var svo skæður að í Reykjavík og nágrenni hennar
læknaneminn
33