Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 21
bólga af völdum str. pneum, er algengari í ungum börnum og gömlu fólki en öðrum vegna minnkaðrar smitmótstöðu þessara aldursflokka. Hemophilus influenzae er gram- neikvæður stafur, stundum mjög stuttur. (coccobacillus), sem hef- ur hjúp, þegar hann er í smit- næmu formi og skiptist eftir .hjúp- tegundum í 6 gerðir (typur), a, b, c, d, e, og f. Gerð b er langal- gengust sem sjúkdómsvaldur. Ný- fædd börn hafa yfirleitt mótefni gegn hemophilus influenzae frá ttóður í um það bil tvo mánuði, en frá þeim aldri upp í 3ja til 6 ára aldur eru þau lítt varin gegn þessum sýkli. Þess vegna eru bráðar sýkingar af hans völdum miklu algengari í börnum en full- orðnum. Oftast er um loftvega eða eyrnasýkingar að ræða, en komist sýkillinn í blóð, getur hann valdið heilahimnubólgu og liðasýkingu. Heilahimnubólga af völdum hemophilus influenzae er nijög sjaldgæf eftir 12 ára aldur. Streptococcus og staphylococc- us geta verið orsök heilahimnu- bólgu í nýfæddum börnum, og einnig geta þeir borist í heila- himnur úr áverkastað á höfði, frá afholum nefs, úr miðeyra eða við niænustungu. Coliform bakteriur, klebsiella- aerobacter, pseudomonas, proteus valda heilahimnubólgu aðallega hjá nýfæddum börnum. Líka geta þeir borist á heilahimnur vegna höfuðslyss, úr sýktu miðeyra eða komist inn vegna galla á tauga- kerfi, s. s. spina bifida með myelo- meningocele. Listeria monocytogenes er or- sök heilahimnubólgu í einstaka tilfelli, helzt í nýfæddum börnum. Mycobacterium tuberculosis get- ur borist blóðleið í heilahimnur og valdið sjúkdómi, sem gefur mjög mismunandi einkenni frá taugakerfi og veldur því oft erfið- leikum við greiningu. Ekki er allt- af hægt að finna sýkilinn við smá- sjárskoðun, og verður því stund um að hefja meðferð, áður en sannað er, að um berkla sé að ræða. Sveppir af ýmsu tagi geta sýkt heilahimnur, algengastur er cryp- tococcus neoformans. Veirusýking er fremur algeng í heilahimnum og getur ýmist verið fylgikvilli veirusjúkdóma eða að- aleinkenni og gengið í faröldrum. Algengustu orsakir slíkra faraldra eru enteroveirur og hettusóttar- veira. Nokkrir fleiri sýklar en fram- annefndir koma til greina sem or- sök heilahimnubólgu, og til er einnig, að um fleiri en einn sýkil sé að ræða samtímis, en slíkt er fátítt.4 2. Yfirlit yfir bahteríur, sem ræhtmst hítfu úr inn- sendutn mœnuvöhvum m Rannsóhimstofu Húshól- ans s. I. i'U ór. Á undanförnum 10 árum liafa samtals verið sendir 1455 mænu- vökvar til almennrar ræktunar, þar af 461 á fyrri 5 árum þessa tímabils og 994 á 5 síðari árun- um. Til berklaræktunar voru sendir 43 á fyrri 5 árunum og 102 á 5 þeim síðari. Ekki er vitað, hversu margt af því fólki, sem þessir mænuvökvar voru teknir úr, var grunað um eða hafði heilahimnubólgu. Á fyrri 5 árum tímabilsins ræktaðist n. meningit. úr 29 vökvum, en á síðari 5 ár- unum úr 7. Str. pneum. ræktaðist úr 13 vökvum á fyrri 5 árunum og jafnmörgum á síðari 5 árun- um. Hemoph. infl. ræktaðist úr 18 vökvum á fyrri 5 árunum og jafnmörgum á 5 þeim síðari. Ur 10 mænuvökvum ræktuðust ýms- ar bakteríur, s. s. coliform, pyo- cyaneus, staph. aureus, strepto- coccus og stundum fleiri en ein bakteria. Úr mænuvökvum, tekn- um við krufningar, ræktuðust 2svar str. pneum., 2svar hemoph. infl. og 9 sinnum ýmsar aðrar bakteríur, aðallega coliform, sem gætu verið vegna mengunar við töku vökvans. Berklar ræktuðust ekki úr nein- um mænuvökva á þessu 10 ára timabili. Mynd 1 sýnir, hvað af þessum mænuvökvum kom frá barna- deild Landspítalans, hvað frá öðr- um sjúkrahúsum og hvað frá krufningum. S. IJm sýhlaleit í tnœnu- vöhva. Mænuvökvi, sem tekinn er vegna gruns um heilahimnubólgu, þarf að koma til rannsóknar í dauðhreinsuðu glasi eins fljótt og auðið er, helst áður en hann kóln- ar. Þær bakteríur, sem oftast valda heilahimnubólgu, þola illa kælingu, einkum n. menigitidis, og hafa líka tilhneigingu til sjálf- leysingar (autolysis) ef þeir bíða í vökvanum að ráði. Á sumum sjúkradeildum er venja að láta mænuvökva drjúpa beint úr inn- læicnaneminn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.