Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 21

Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 21
bólga af völdum str. pneum, er algengari í ungum börnum og gömlu fólki en öðrum vegna minnkaðrar smitmótstöðu þessara aldursflokka. Hemophilus influenzae er gram- neikvæður stafur, stundum mjög stuttur. (coccobacillus), sem hef- ur hjúp, þegar hann er í smit- næmu formi og skiptist eftir .hjúp- tegundum í 6 gerðir (typur), a, b, c, d, e, og f. Gerð b er langal- gengust sem sjúkdómsvaldur. Ný- fædd börn hafa yfirleitt mótefni gegn hemophilus influenzae frá ttóður í um það bil tvo mánuði, en frá þeim aldri upp í 3ja til 6 ára aldur eru þau lítt varin gegn þessum sýkli. Þess vegna eru bráðar sýkingar af hans völdum miklu algengari í börnum en full- orðnum. Oftast er um loftvega eða eyrnasýkingar að ræða, en komist sýkillinn í blóð, getur hann valdið heilahimnubólgu og liðasýkingu. Heilahimnubólga af völdum hemophilus influenzae er nijög sjaldgæf eftir 12 ára aldur. Streptococcus og staphylococc- us geta verið orsök heilahimnu- bólgu í nýfæddum börnum, og einnig geta þeir borist í heila- himnur úr áverkastað á höfði, frá afholum nefs, úr miðeyra eða við niænustungu. Coliform bakteriur, klebsiella- aerobacter, pseudomonas, proteus valda heilahimnubólgu aðallega hjá nýfæddum börnum. Líka geta þeir borist á heilahimnur vegna höfuðslyss, úr sýktu miðeyra eða komist inn vegna galla á tauga- kerfi, s. s. spina bifida með myelo- meningocele. Listeria monocytogenes er or- sök heilahimnubólgu í einstaka tilfelli, helzt í nýfæddum börnum. Mycobacterium tuberculosis get- ur borist blóðleið í heilahimnur og valdið sjúkdómi, sem gefur mjög mismunandi einkenni frá taugakerfi og veldur því oft erfið- leikum við greiningu. Ekki er allt- af hægt að finna sýkilinn við smá- sjárskoðun, og verður því stund um að hefja meðferð, áður en sannað er, að um berkla sé að ræða. Sveppir af ýmsu tagi geta sýkt heilahimnur, algengastur er cryp- tococcus neoformans. Veirusýking er fremur algeng í heilahimnum og getur ýmist verið fylgikvilli veirusjúkdóma eða að- aleinkenni og gengið í faröldrum. Algengustu orsakir slíkra faraldra eru enteroveirur og hettusóttar- veira. Nokkrir fleiri sýklar en fram- annefndir koma til greina sem or- sök heilahimnubólgu, og til er einnig, að um fleiri en einn sýkil sé að ræða samtímis, en slíkt er fátítt.4 2. Yfirlit yfir bahteríur, sem ræhtmst hítfu úr inn- sendutn mœnuvöhvum m Rannsóhimstofu Húshól- ans s. I. i'U ór. Á undanförnum 10 árum liafa samtals verið sendir 1455 mænu- vökvar til almennrar ræktunar, þar af 461 á fyrri 5 árum þessa tímabils og 994 á 5 síðari árun- um. Til berklaræktunar voru sendir 43 á fyrri 5 árunum og 102 á 5 þeim síðari. Ekki er vitað, hversu margt af því fólki, sem þessir mænuvökvar voru teknir úr, var grunað um eða hafði heilahimnubólgu. Á fyrri 5 árum tímabilsins ræktaðist n. meningit. úr 29 vökvum, en á síðari 5 ár- unum úr 7. Str. pneum. ræktaðist úr 13 vökvum á fyrri 5 árunum og jafnmörgum á síðari 5 árun- um. Hemoph. infl. ræktaðist úr 18 vökvum á fyrri 5 árunum og jafnmörgum á 5 þeim síðari. Ur 10 mænuvökvum ræktuðust ýms- ar bakteríur, s. s. coliform, pyo- cyaneus, staph. aureus, strepto- coccus og stundum fleiri en ein bakteria. Úr mænuvökvum, tekn- um við krufningar, ræktuðust 2svar str. pneum., 2svar hemoph. infl. og 9 sinnum ýmsar aðrar bakteríur, aðallega coliform, sem gætu verið vegna mengunar við töku vökvans. Berklar ræktuðust ekki úr nein- um mænuvökva á þessu 10 ára timabili. Mynd 1 sýnir, hvað af þessum mænuvökvum kom frá barna- deild Landspítalans, hvað frá öðr- um sjúkrahúsum og hvað frá krufningum. S. IJm sýhlaleit í tnœnu- vöhva. Mænuvökvi, sem tekinn er vegna gruns um heilahimnubólgu, þarf að koma til rannsóknar í dauðhreinsuðu glasi eins fljótt og auðið er, helst áður en hann kóln- ar. Þær bakteríur, sem oftast valda heilahimnubólgu, þola illa kælingu, einkum n. menigitidis, og hafa líka tilhneigingu til sjálf- leysingar (autolysis) ef þeir bíða í vökvanum að ráði. Á sumum sjúkradeildum er venja að láta mænuvökva drjúpa beint úr inn- læicnaneminn 17

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.