Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 25
Ævintýri í H. C. Andersen stíl eftir Ole Horwitz Það var fallegt úti í sveitinni. Kornið var gult og grasið grænt. Húsin voru lítil og lirörleg og þannig var fólkið líka, sem bjó í þorpinu. Aðeins eitt hús var stórt og fallegt ,en það var nýja sjúkrahúsið. Það var ein míla á lengd og tvær á breidd. Þakið var gulli lagt og á gólfinu var ítalskur marmari af fínustu gerð. Inni í húsinu stirndi á silfur og króm. Þar stóðu öll fínu tækin og því fínni sem þau voru, þeim mun minna voru þau notuð. A þau alfínustu höfðu verið festar litlar silfurhjöllur, sem hringdu þegar fólk gekk framhjá. Þannig komst enginn hjá því að taka eftir þeim. „Fínt er það,“ sagði gamla fólkið í þorpinu, „en það er dýrt.“ „Pé,“ svaraði yfirskrifstofuhliðardeildarforstöðumannsefnið. „Pé,“ svaraði meinatæknirinn, og „Pé,“ svaraði dyravörð- urinn. Og þá hlaut þetta að vera allt í lagi. Kvöld nokkurt var mjög vont veður. Það rigndi og stormurinn geisaði um sveitina. Já, veðrið var svo vont, að það var varla næturlækni út sigandi. Þá var hringt á dyrabjöllu sjúkrahússins. „Hleypiði mér inn,“ var kallað aumlegri röddu, „hleypiði mér inn.“ Og dyravörðurinn opnaði dyrnar, jafnvel þótt það væri brot á reglugerðinni. 0, það voru ósköp að sjá útganginn á þessum vesaling. Síða gula hár- ið var rennblautt og vatnið streymdi inn í skóna hans að framan og út að aftan. Já hann var reglu- legur vesalingur. „Hleypiði mér inn,“ bað hann, „hleypiði mér inn, því að ég er sannur vísindamað- ur. En sjáiði bara, tölvan mín hefur orðið gegn- blaut í rigningunni.“ Og hann þrýsti á alla takkana á tölvunni. „Knaks,“ sagði hún og öll intergrölin hrundu niður á gólf. „Við skulum nú sjá hvað hann getur,“ sagði gamli yfirlæknirinn, því að hann var sannur yfirlæknir. Svo fór hann niður í kjallara og sótti minnsta vanda- málið, sem hann gat fundið. Já, það var svo lítið að varla var unnt að koma auga á það, því það var eig- inlega ekki neitt. Nú nú, svo lét hann það á rúm- botninn og ofan á það lét hann tuttugu æðardúns- sængur og þrjú silkiteppi. „Góða nótt,“ sagði hann og svo slökkti hann ljósið. Næsta morgun kom hann inn og spurði unga lækninn - Jóhannes var hann kallaður, því það var það sem hann hét - hvernig hann hefði sofið. „Ó, hræðilega illa,“ sagði Jóhannes. „Mér hefur ekki komið dúr á auga í alla nótt. Eg er bæði blár og marinn um allan líkamann.“ Nú gátu allir séð að Jóhannes var sannur vísindamaður og hann fékk lítið herbergi út af fyrir sig, já, það var nú eigin- lega heill salur, og þar gat hann setið og rannsakað allan daginn. Ilann fékk líka stækkunargler — þið vitið jú vel hvað það er - og það var svo sterkt, að maður gat jafnvel séð haus og hala á litla vandamál- inu, sem hann hafði fengið hjá gamla yfirlækninum. Og svo sat Jóhannes og horfði á haus og hala allan liðlangan daginn. Og hann skrifaði svo mikið með pennanum sínum að blekið slettist út um allt. Hann skrifaði alerfiðustu orðin, sem hann kunni, já, þau voru svo erfið að enginn skildi þau, ekki einu sinni LÆKNANEMINN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.