Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 51
var de fleste Steder ophört i August. Paa Östlandet, hvortil Epidemien först kom i Midten af Juni, af- sluttedes den i September. Sygdommen var meget smitsom, saaledes at næsten alle, som vare modtage- lige, bleve angrebne, og modtagelige vare . . . i den störste Del af Landet alle Individe under 36 Aar og i Dele af Nord- og Óstlandet de fleste Börn under 14 Aar. Der synes ikke at være bleven gjort Forsög paa at standse Epidemien, hvad der efter nogle Lægers Mening ogsaa vilde have været frugteslöst." (3, 1882, 209-210). Þetta mun vera útdráttur Sundhedskollegium’s úr skýrslum héraðslækna því skýrslu landlæknis vantar. Einnig vantar skýrslur úr 1., 3., 13., 14. og 17. lækn- ishéraði. Jónas Jónassen var þá settur landlæknir og í þeirri veru gefur hann út „Nokkur orð um mis- linga“, sem eru rituð 4. maí 1882 og hefjast á eftir- farandi greinargerð: „Með því að hætt er við, að mislingasýki beri-í út um land í sumar og sá sjúkdómur er flestum ókunnur, álít jeg nauðsynlegt, að gefa almenningi nokkra lýsing á honum. Haustið 1868 barst þessi sjúkdómur til norðurlandsins, og gaf þá hjeraðs- læknirinn á Akureyri út lýsingu á honum eptir und- irlagi amtmannsins í norður- og austuramtinu, og er eptirfarandi lýsing að mestu leyti samhljóða henni.“ Það er auðsætl að landlæknir hefur verið búinn að frétta að meiriháttar mislingafaraldur gekk þá í Kaupmannahöfn, og því talið nokkra hættu á að hann bærist til landsins með vorskipunum. En þar sem landlæknir ráðgerði sjálfur að sigla um vorið til að verja doktorsrit sitt við Hafnarháskóla (sem og gerðist 30. júní) þá hefur hann viljað vera búinn að afgreiða mislingana áður ef þeir skyldu berast til landsins. Hitt er svo undrunarefni að engin fyrir- mæli eru gefin um að hefta framgang veikinnar ef hún bærist til landsins, eins og gert var af amt- manni Norður- og Austuramtsins 1869 með að því er best verður séð, góðum árangri. Að ekki sé minnst á að varna því að sóttin bærist á land með því að hafa skipið í sóttkví þá fáu daga til viðbótar siglingartímanum sem svarar til meðgöngutíma misl- inga og síðan einangra þá er kynnu að veikjast. Þessi vanræksla ásamt því að landlæknir fer af land- inu rétt eftir að mislingasóttin hefur göngu sína um það átti eftir að mælast illa fyrir þegar séð var hve alvarleg hún ætlaði að verða. Hún var meðal annars ástæðan til ádeilurits er „Nokkrir íslending- ar“ gáfu út og nefndu „Vjer mótmælum allir“. (Khöfn 1883). Þar segir svo frá komu veikinnar til Reykj avíkur: „Um sama leyti kemur póstskipið (þ. e. til Hafnar) og með því maður, sem eigi hefur haft þá (:misl- inga) áður; það er á hvers manns vörum, hvað hættulegt sje, að hann fari þegar heim, en stjórnin hreyfir sig ekki. Og svo fer skipið og maðurinn með, að stjórnin hreyfir sig ekki.“ - „Nú kemur skipið til Rvíkur.“ - „Menn vita hvaðan skipið kemur, en embættismennirnir hreyfa sig ekki. Manngreyið finnur svo sem ekki á sér að hann muni sýkjast í bráðina; hann gengur um bæinn eins og hann ætlar sér, og kyssir hvern, sem hann kemst höndunum undir, en daginn eftir er hann orðinn svo veikur, að hann leggst í rúmið. Og þá, þá hreyfa embættis- mennirnir sig.“ — „Vörður er settur kringum hús mannsins. Hingað til hefur það verið álitið nokkuð seint, að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Eins og við var að búast, er sóttin komin út um bæinn.“ (bls. 4). - Um aðrar aðgerðir embættis- manna er höfundunum ekki kunnugt „en svo mikið er víst, að hver sem vill má fara hvert á land sem hann vill; skólapiltar eru þegar sendir út um land- ið og vermenn eru látnir fara óhindraðir út um allar sveitir, norður, austuru, suður og vestur“. (bls. 5). Það mun vafalaust að hér kemur fram meginor- sökin til hinnar skjótu úthreiðslu mislinganna, svo að láta mun nærri að á 5 mánuðum nái þeir til allra hérlendis er næmir voru fyrir þeim. Þessi hraða yf- irferð verður til þess að fólk leggst í hrönnum, svo heimili verða ósjálfbjarga og atvinnulíf í byggðar- laginu lamast að mestu meðan sóttin gengur þar yf- ir, eins og kemur fram í skýrslum héraðslækna (3, 1881—1890, 18—22). Og eflaust á það einnig sinn þátt í því að fleiri létust en ella hefði orðið ef sóttin hefði farið hægar yfir. Það er vafalítið að mann dauði úr mislingum var mikill í þeim landshlutum er þeir höfðu ekki komið síðan 1846, þó aðeins úr fáum héruðum séu birtar tölur yfir hann. Þannig létust í 18. læknishéraði (Rangárvallasýslu) 136 af þeim 3410 er veiktust af mislingum eða 4%, en 3424 héraðsbúa voru yngri en 36 ára (3, 1881-1890, 21) læknaneminn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.