Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 23
Ekki er þessi regla þó einhlít til
greiningar milli bakteria og veira.
I byrjun bakteriusýkingar er ekki
alltaf mikil aukning á hvítum
blóðkornum né áberandi lækkun
a sykri í vökvanum. I byrjun
veirusýkingar ber oft töluvert á
segmenteruðum blóðkornum, en
þegar frá líður verða lymphocytar
fleiri. Oft er hægt að rækta veiru
úr mænuvökva í byrjun sýkingar,
en síðar minnka líkur á því. Eigi
að reyna að rækta veiru úr mænu-
vökva, verður annað hvort að
senda hann strax á rannsóknar-
stað eða djúpfrysta hann og
geyma þannig, þar til hægt er að
rækta. Sé um heilahimnubólgu af
völdum enteroveira að ræða, er
í byrjun sýkingar nær alltaf hægt
að rækta veiruna úr saur og oft
úr hálsskoli. Slík sýni þola betur
geymslu í kæli en mænuvökvi.
Við töluverðan hluta bakteriu-
sýkinga í heilahimnum finnst sýk-
ill hvorki við smásjárskoðun né
við ræktun. Þrjár orsakir geta
legið til þessa:
a) Að sjúklingurinn hafi verið
búinn að fá sýklalyf áður en
vökvinn var tekinn.
b) Að sýklar í vökvanum hafi
skaðast við flutning og geymslu.
c) Að tækni við skoðun og
ræktun sé ábótavant.
En jafnvel þó að engum af þess-
um ástæðum sé til að dreifa, tekst
ekki að rækta úr 12-25% til-
fella.1 Sýklalyfjagjöf fyrir töku
mænuvökvans er vafalaust algeng-
asta orsökin fyrir því, að bakteri-
ur hverfa úr mænuvökva. Gerist
það oft innan sólarhrings frá því
að byrjað er á lyfjunum. Sam-
kvæmt niðurstöðum lækna, er
báru saman hóp sjúklinga er
höfðu engin lyf fengið og annan
hóp, sem hafði fengið einhver
sýklalyf fyrir töku mænuvökvans,
minnkuðu líkur á því að finna
sýkilinn við smásjárskoðun um
20%, að rækta hann úr vökvan-
um um 30% og að rækta hann úr
blóði um nær 70% hjá hópnum
sem hafði fengið sýklalyf. Mest
bar á þessu við sýkingar, af völd-
um n. meningitidis, en einnig str.
pneumoniae og hemophilus influ-
enzae.2
4. Um vul sýhUily fju
geyn hukteríusýkintfu
í heiluhimnum.
Sýklalyf komast mjög misjafr.
lega vel yfir heila-blóðþröskuld.
Langbest komast viss sulfalyf,
Sulfadiazin
Sulfadimidin
Sulfamethoxazol
T rimethoprim
Chloramphenicol
T etracyclin
Penicillinsambönd
Ampicillin
Cephaloridin
Streptomycin
Gentamycin
Kanamycin
Polymyxin
A. Val sýklalyfja gegn
óþekktri bakteríu.
í byrjun sýkingar í heilahimn-
um, sem talin er vera eða geta
verið af völdum bakteria, er venja
að gefa lyf eða lyfjasamsetningar
sem geta unnið á 3 líklegustu
bakteriunum, sem sé n. meningit.
trimethojjrim og chloramphenicol.
Penicillinsambönd komast fremur
illa í gegnum heilahimnur, þó bet-
ur, ef þær eru bólgnar en heil-
brigðar. Þess vegna þarf mikið
magn penicillinlyfja í blóði til að
ná sýkladrepandi magni í mænu-
vökva. Tetracyclin komast ekki í
miklu magni yfir heila-blóð
þröskuld og streptomycin, kana-
mycin og gentamycin í enn minna
mæli. Gegn bakteríum í heila-
himnurn þarf því að velj a lyf, sem
bæði eru líkleg til að verka á þær
og einnig geta komist í nægilegu
magni yfir heila-blóð þröskuld.
Eftirfarandi tafla1 sýnir sam-
anburð á magni í mænuvökva
miðað við magn í blóði af fram-
angreindum lyfjum:
% í mœnuvökva af magni í blóði
40-80
30-80
25-33
50
30-50
10
Nœgilega hátt magn nœst aðeins
með því að gefa háa skammta í
œð eða vöðva.
Magn í mœnuvökva lágt eða mjög
lágt. Getur verið nauðsynlegt að
gefa lyfið beint í mœnugöng.
str. pneum. og hemoph. infl. Und-
antekning frá þessu er heila-
himnusýking í nýfæddum börn-
um, sjá síðar. Mjög áríðandi er
að hefja meðferð sem fyrst.
Aður en ampicillin kom í notk-
un var algild venja að nota 3 lyf,
sulfalyf, ef um n. meningit. væri
LÆKNANEMINN
19