Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 23
Ekki er þessi regla þó einhlít til greiningar milli bakteria og veira. I byrjun bakteriusýkingar er ekki alltaf mikil aukning á hvítum blóðkornum né áberandi lækkun a sykri í vökvanum. I byrjun veirusýkingar ber oft töluvert á segmenteruðum blóðkornum, en þegar frá líður verða lymphocytar fleiri. Oft er hægt að rækta veiru úr mænuvökva í byrjun sýkingar, en síðar minnka líkur á því. Eigi að reyna að rækta veiru úr mænu- vökva, verður annað hvort að senda hann strax á rannsóknar- stað eða djúpfrysta hann og geyma þannig, þar til hægt er að rækta. Sé um heilahimnubólgu af völdum enteroveira að ræða, er í byrjun sýkingar nær alltaf hægt að rækta veiruna úr saur og oft úr hálsskoli. Slík sýni þola betur geymslu í kæli en mænuvökvi. Við töluverðan hluta bakteriu- sýkinga í heilahimnum finnst sýk- ill hvorki við smásjárskoðun né við ræktun. Þrjár orsakir geta legið til þessa: a) Að sjúklingurinn hafi verið búinn að fá sýklalyf áður en vökvinn var tekinn. b) Að sýklar í vökvanum hafi skaðast við flutning og geymslu. c) Að tækni við skoðun og ræktun sé ábótavant. En jafnvel þó að engum af þess- um ástæðum sé til að dreifa, tekst ekki að rækta úr 12-25% til- fella.1 Sýklalyfjagjöf fyrir töku mænuvökvans er vafalaust algeng- asta orsökin fyrir því, að bakteri- ur hverfa úr mænuvökva. Gerist það oft innan sólarhrings frá því að byrjað er á lyfjunum. Sam- kvæmt niðurstöðum lækna, er báru saman hóp sjúklinga er höfðu engin lyf fengið og annan hóp, sem hafði fengið einhver sýklalyf fyrir töku mænuvökvans, minnkuðu líkur á því að finna sýkilinn við smásjárskoðun um 20%, að rækta hann úr vökvan- um um 30% og að rækta hann úr blóði um nær 70% hjá hópnum sem hafði fengið sýklalyf. Mest bar á þessu við sýkingar, af völd- um n. meningitidis, en einnig str. pneumoniae og hemophilus influ- enzae.2 4. Um vul sýhUily fju geyn hukteríusýkintfu í heiluhimnum. Sýklalyf komast mjög misjafr. lega vel yfir heila-blóðþröskuld. Langbest komast viss sulfalyf, Sulfadiazin Sulfadimidin Sulfamethoxazol T rimethoprim Chloramphenicol T etracyclin Penicillinsambönd Ampicillin Cephaloridin Streptomycin Gentamycin Kanamycin Polymyxin A. Val sýklalyfja gegn óþekktri bakteríu. í byrjun sýkingar í heilahimn- um, sem talin er vera eða geta verið af völdum bakteria, er venja að gefa lyf eða lyfjasamsetningar sem geta unnið á 3 líklegustu bakteriunum, sem sé n. meningit. trimethojjrim og chloramphenicol. Penicillinsambönd komast fremur illa í gegnum heilahimnur, þó bet- ur, ef þær eru bólgnar en heil- brigðar. Þess vegna þarf mikið magn penicillinlyfja í blóði til að ná sýkladrepandi magni í mænu- vökva. Tetracyclin komast ekki í miklu magni yfir heila-blóð þröskuld og streptomycin, kana- mycin og gentamycin í enn minna mæli. Gegn bakteríum í heila- himnurn þarf því að velj a lyf, sem bæði eru líkleg til að verka á þær og einnig geta komist í nægilegu magni yfir heila-blóð þröskuld. Eftirfarandi tafla1 sýnir sam- anburð á magni í mænuvökva miðað við magn í blóði af fram- angreindum lyfjum: % í mœnuvökva af magni í blóði 40-80 30-80 25-33 50 30-50 10 Nœgilega hátt magn nœst aðeins með því að gefa háa skammta í œð eða vöðva. Magn í mœnuvökva lágt eða mjög lágt. Getur verið nauðsynlegt að gefa lyfið beint í mœnugöng. str. pneum. og hemoph. infl. Und- antekning frá þessu er heila- himnusýking í nýfæddum börn- um, sjá síðar. Mjög áríðandi er að hefja meðferð sem fyrst. Aður en ampicillin kom í notk- un var algild venja að nota 3 lyf, sulfalyf, ef um n. meningit. væri LÆKNANEMINN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.