Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 32
Geðheilsa aldraðra Sveinn Mór Gunnarsson, Karl Haraldsson og Tómas Helgason Ellin er ein af hinum óþægilegu staðreyndum lífs- ins, sem flestir afneita í lengstu lög. Athugunum á henni og aðgerðum til að taka við ellinni, hefur jafnan verið fórnað á altari hinnar eilífu æsku, sem allir dýrka. I nútímaþj óðfélögum verður senn hætt að tala um aldurspýramída og farið að tala um ald- ursspólur, sem verða æ gildari að ofan og kannski nálgast pýramída, sem stendur á toppinum. Þegar svo horfir er nauðsynlegt að gera það sem unnt er til þess að fyrirbyggja andlega og líkamlega hrörn- un eins lengi og mögulegt er, þannig að fólk njóti lífsins sjálfu sér og öðrum til gagns og gamans. Fyrir tæpum þremur árum voru kannaðar líkurn- ar til þess, að fá ýmsa ellikvilla með geðrænum ein- kennum og einnig hver væri prevalens geðsjúkdóma hjá fólki á aldrinum 74-76 ára. Að svo miklu leyti, sem unnt reyndist að bera prevalens tölurnar saman við nágrannalöndin voru þær mjög svipaðar. Prevalensinn hér á landi reyndist 31,3% fyrir alla geðkvilla hjá fólki á þessum aldri, þar af eru 3,6% með dementia senilis eða arteriosclerotica, 1,4% með aðra vefræna geðkvilla og 6,9% með minni háttar geðræn ellihrörnunareinkenni, Niðurstöður þessarar könnunar voru byggðar á upplýsingum, sem fengnar voru hjá heimilislæknum fólksins og sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, sem það hafði dvalið á. Augljóst er, að tölur, sem þannig eru fengnar eru lágmarkstölur og gefa ekki upplýsingar nema um hluta af hugsanlegri hjúkrunarþörf gamla fólksins. Þá ber og að hafa í huga, að þörfin fyrir rúm á stofnun er ekki eingöngu háð heilsufari við- komandi einstaklings, heldur er hún einnig háð fé- lagslegum aðstæðum hans. Aðfcrð ojr/ cfniviSur Ti! þess að kanna ástand og aðstöðu gamla fólks- ins nánar ákváðum við að velja tvo hópa úr þeim árgöngum, sem kannaðir voru 1971 til persónulegr- ar athugunar. Annar hópurinn var valinn úr þeim, sem áður höfðu fengið greiningu, sem benti til þess, að viðkomandi hefði elligeðkvilla, en hinn hópur- inn úr þeim, sem enga slíka greiningu höfðu. Af hagkvæmnisástæðum voru eingöngu valdir þeir sem bjuggu í Reykjavík. Hóparnir voru valdir nokk- urn veginn jafnstórir, 22, eða fjórði hver úr hópi þeirra, sem höfðu einhverja greiningu, sem benti a ellihrörnun með geðeinkennum og 21, eða tæplega fimmtugasti hver af þeim, sem ekki höfðu neina slíka greiningu. I báðum hópunum voru eðlilega heldur fleiri konur en karlar, sem reyndust vera jafnmargir. Viðtölin fóru fram í júní-júlí 1973, eða 2 árum eftir að rannsókn sú, sem áður var vitnað til fór fram. A þessu tímabili höfðu fjórir látist úr hvorum hópi. TAFLA 1 U rtakið Með diagnosu 1971 Án diagnosu 1971 Dánir 4 4 Neituðu 2 0 Fundust ekki . 2 2 Rannsakaðir . 14 15 Alls 22 2! Stærð úrtaks ............... 1:4 1:50 Taflan sýnir að öðru leyti hvernig gekk að hafa upp á fólkinu. Fjóra tókst alls ekki að ná í, tvo úr hvorum hópi, þrátt fyrir ítrekaðar heimsóknir og hringingar, en tveir sem náðist í fékkst ekki að tala við. I öðru tilvikinu varð dóttir viðkomandi fyrir svörum og sagði, að hann væri kolruglaður og ekki til sýnis. Hinn, sem ekki fékkst til viðtals, þó að í hann næðist, var einnig úr þeim hópi, sem þegar 26 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.