Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 18
SÉRNÁM i HEIMILSLÆKNINGUM Á ÍSLANDI fundum fá námslæknar að tjá sig í öruggu umhverfi um sam- skipti við sjúklinga sem á einhvern hátt hafa reynst námslækn- inum erfiðir. Leiðbeinandi er Katrín Fjeldsted heimilislæknir og stjórnar hún umræðum. Markmiðið er að fá gleggri sýn og stuðning varðandi erfið samskipti við sjúklinga. Námslæknar koma undirbúnir á fundina og reynt er að gefa öllum tækifæri á virkri þátttöku. Fullur trúnaður ríkir um það sem fram kemur á fundunum og nafnleyndar sjúklinga er gætt. Til fróðleiks má nefna að Michael Balint var ungverskur geðlæknir sem búsettur var í Bretlandi fyrir hartnær hálfri öld. Hann kom af stað hópstarfi heimilislækna þar sem unnið var út frá sambandi læknis og sjúklings og hvernig hægt væri að líta öðrum augum á veikindi fólks. í kjölfarið kom út bókin „The Doctor, his Patient and the lllness“&\ sem í dag er talin „klassísk“ og n^uðsynlegt að allir námslæknar lesi. Hópstarf af þessu tagi á sér stað víða um lönd og er m.a. algengt í fram- haldsnámi í heimilislækningum, einkum í Bretlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Námsferflir Námslæknar eiga rétt á samningsbundnum námsferðum. Samningar hafa tekist um 15 námsdaga á ári, rétt á einni námsferð erlendis og námskeiðsgjald samkvæmt samningi. Samið hefur verið um að námslæknir fái auk þessa að sækja 3 daga á Læknadögum Læknafélags Islands og tíma til að taka stöðluð próf (ACLS og BLS). Þá hafa margir námslækn- ar sótt ameríska heimilislæknaþingið, sem haldið er árlega. Leiðbeinendum hefur að auki tekist að fjármagna aukalega tvær námsferðir eftir að skipulegt starfsnám hófst árið 1995. Sú fyrri tengdist ferð á 11. þing norrænna heimilislækna í Kaupmannahöfn árið 2000. Sú seinni var farin til Swanage í Englandi haustið 2002. Þar hittu íslensku námslæknarnir og leiðbeinendur þeirra breska lækna í framhaldsnámi í heimilis- lækningum við Whittingtonspítala í London ásamt leiðbeinend- um þeirra. Þar var komið á tengslum sem gert er ráð fyrir að framhald verði á. Unnið var í hópum og á sameiginlegum fund- um þar sem meðal annars var rætt um framtíð heimilislækn- inga, bókmenntir, skoðaðar myndbandsupptökur af námslækni íviðtali við sjúkling og viðtalið metið. Einnig voru haldnir Balint fundir og íslenska námskráin kynnt fyrir Bretunum. Ekki var slegið slöku við í samveru og félagslífi og næturlífið kannað eins og námslæknum einum er lagið. I júníbyrjun 2003 koma svo bresku heimilislæknanemarn- ir til Islands og funda með okkur á sveitasetrinu við Grímsá í Borgarfirði. Hópar taka fyrir ákveðin efni, svo sem framtíð heimilislækninga, sjúkdómavæðingu, hlutverkaskipti, farið yfir myndbandsupptökur af viðtali námslækna við sjúklinga, rætt um bókmenntir, Balint og fyrirkomulag bresku námskrárinnar í sérnámi í heimilislækningum. Annað nám. Námslæknar eiga að stunda sjálfsnám með því að fara yfir kjarna heimilislækninga (Core Content) tvisvar í mánuði í 2 klst í senn. Til eru bækur sem námslækn- Námsferð í Englandi: Einar Eyjólfsson, Sigríður Signarsdóttir, Elín Fanney Hjaltalín, Valur Helgi Kristinsson, Ragnar Logi Magnason, Björg Magnúsdóttir, Eybjörg Hansdóttir og Einar Þór Þórarinsson. Sólveig Dóra Magnúsdóttir var þarna rétt hjá en er ekki á þessari mynd. Erla Gerður Sveinsdóttir var heima hjá nýfæddu barni sínu. ar hafa aðgang að þar sem sett eru upp tilfelli og þeir svara krossaspurningum. Itarleg svör fylgja með. Fyrsta veturinn var kennslustjóri með þeim á þessum fundum en nú sjá þeir sjálfir um skipulagningu og framkvæmd. Markmiðið er að þeir komist yfir eina bók á námstímanum. Þetta er svipaður undirbúningur og námslæknar í Bandaríkjunum fara í gegnum fyrir sérfræði- próf í heimilislækningum og stuðst við sömu kennslugögn. Framtíðarmarkmiðið er að námslæknar þreyti próf í lok náms- ins, sérfræðipróf í heimilislækningum á íslandi. Vísinda- og þróunarverkefni. Allir læknar í skipulögðu framhaldsnámi í heimilislækningum eiga að starfa að og Ijúka einu eða fleiri rannsóknaverkefnum á meðan á ráðningartíma stendur. Yfirlæknir aðstoðar námslækni við að skipuleggja og skilgreina ákveðinn vinnutíma til að vinna að þessu verkefni. Námslæknarsækjaárlegan dagsfund um rannsóknir íheimilis- lækningum (Sólvangsdaginn) og hluti af námi þeirra er að sitja vísindaþing FÍH sem er haldið á tveggja ára fresti. Aðrar áherslur. • Leiðbeinanda (preceptor) kerfi. Námslæknir hefur aðgang að sérfræðingi í heimilislækningum til að ræða við um sjúklinga,fá álit og aðstoð. Leitast er við að efla og styrkja sjálfstæð vinnubrögð nemandans og hvetja hann til eigin ákvarðanatöku en færa honum ekki öll svör á silfurfati. Brýnt er fyrir námslækni, er hann leitar aðstoðar hjá leiðbeinanda, að hann leggi vandamál fyrir með skýrum og skorinorðum hætti og hann sé sjálfur búinn að leggja sjálfstætt mat á vanda. Við teljum að þessi nálgun efli sjálfstæða hugsun námslæknis við úrlausn vandamála sjúklinga. • Skoðun viðtala gegnum sjónvarp. Fylgst er með viðtölum námslæknis gegnum sjónvarp með myndbandsupptökuvél. Viðtöl eru oftast tekin upp á myndbandsspólu. Miðað er við að þetta gerist a.m.k. einu sinni í mánuði. Leiðbeinandi fylgist með viðtalinu og skráir mat sitt á sérstök matsblöð og ræðir um innihald þess við námslækninn. Námslæknir getur síðan sjálfur skoðað upptökuna einn eða með leiðbeinanda, þar sem skoðuð eru atriði sem vel eru gerð eða þau sem 18 - Læknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.