Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 39
á deildinni. í þeim tímum var fólki m.a. kennt að kynna tilfelli og kom í hlut allra að kynna eitt slíkt tilfelli. Við höfðum tekið með íslenskt nammi og harðfisk á einn fundinn en í Ijós kom að Dr. Goodman fannst allur fiskur vondur og urðum við að hafa harðfiskspokann lokaðan allan tímann þar sem honum fannst lyktin ógeðslega vond! Dr. Goodman var annar af tveim- ur sérfræðingum á Charity í urologíu og var löngu hættur að fara í aðgerðir þar sem hann var slæmur í bakinu (samt gat hann verið í golfi alla daga!) en residentarnir (= deildarlæknar í sérnámi) sáu alveg um alla deildarvinnu og aðgerðir (hinn sér- fræðingurinn var eingöngu í einhvers konar skrifstofuvinnu og við sáum hann aldrei ?!?). Fyrsta daginn okkar á Charity varð okkur Ijóst að við vor- um alls ekki komin í neitt frí, heldur var ætlast til þess að við mættum alveg eins og aðrir nemar á deildinni. Það þýddi að við þurftum að mæta kl. 5 á morgnana og gera dagnótur um þá sjúklinga sem lágu á deildinni en svo komu residentarnir um kl. 6 og læknanemarnir kynntu hvern sjúkling. Fólk þorði ekki annað en að mæta á réttum tíma og fylgja fyrirmælum residenta í einu og öllu því verklegt mat var stór hluti af ein- kunninni. Dagurinn fór því í það að elta resídentana út um allt, en þeir voru misvel upplagðir, enda á vakt þriðja hvern dag. Á Charity sáum við ýmís sjaldgæf vandamál sem voru langt geng- in, því margir veigra sér við því að leita læknis, þar sem þeir eiga engan pening. Þannig sáum við td. tvo með Fournier's gangrene (drep í pungnum) og einn með priapism (stand- pína) sem hafði staðið lengur en sólarhring. Á mánudögum og föstudögum voru svo klím'kkur, þ.e. þá kom fólk til að hitta þvagfæralækna svipað og væri gert hér á stofu. Það voru án efa lærdómsríkustu dagarnir. Kúnnarnir voru fólk án trygginga sem var ánægt með að hitta hvaða manneskju sem var í hvít- um slopp. Það var ekki hægt að panta sér tíma heldur einungis dag og þurfti fólk þá að mæta kl. 07 og bíða í röð og vona að það myndi nást að afgreiða alla fyrir kl. 17 þegar lokaði. Því þurfti að skoða allt þvag á staðnum og þreifa prostötur í gríð og erg og höfum við örugglega þreifað samtals fleiri prostötur heldur en öll bekkjarsystkin okkar samanlagt (þó svo það hafi verið búið að banna okkur að koma við sjúklingana var það ekki tekið mjög hátíðlega og Jóhann fékk m.a. að framkvæma ófrjósemisaðgerð undir eftirlití sérfræðings!). New Orleans er alveg ótrúlega skemmtileg borg og var okk- ur margoft sagt það á leiðinni þangað (m.a. af tollstjóranum sem hleypti okkur inn í landið) að við værum sko að fara til bestu djammborgar USA. Og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Næturlífið í Reykjavík...GEISÞ!! Aðaldjammgatan heitir Bour- bon Street og það var ekki óalgeng sjón að stelpur beruðu brjóstin eða strákarnir sýndu „litla vininn" í skiptum fyrir perlu- festar sem kastað var niður af svölum nærliggjandi húsa. Þetta er angi af hefð á kjötkveðjuhátíðinni Mardi Gras sem haldin er í febrúar, en þar gengur fólk oft svo langt að það er alveg komið úr öllum fötum og dansar svo um göturnar. Það eru ótal klúbbar út um allt með alls kyns tónlist en New Orleans er svo sannarlega þekkt fyrir djassinn og við kíktum líka á einn elsta djassstað þeirra, Rreservation Hall, sem var án loftkælingar svo fólk gat hreinlega ekki stoppað þar lengur en hálftíma í einu (hentugt fyrir þá). Maturinn var líka mjög góður, þarna er borðað mikið sjávarfæði og var túnfiskur í uppáhaldi hjá okkur en við smökkuðum varla kjöt á meðan við vorum þarna. Mestu vonbrigði okkar með hið annars mjög svo ágæta Louisiana ríki var þegar við áttuðum okkur á því að þar er engin strönd. Öll „strandlengjan" er eitt allsherjar fen, alla leið frá Flórída til Texas. Þannig að við komumst lítið í sólböð. Við héldum líka að við hefðum valið einn sólríkasfa og heitasta tím- ann til að fara á en við hefðum frekar átt að taka með okkur regnhlífar í stað baðfata því það rígndi alveg ótrúlega mikið. Þetta var að vísu einn heitasti tíminn og rakinn í kringum 100 %, en þessu fylgdi líka þrumuveður a.m.k. einu sinni á dag með úrhelli. Svo var líka alveg ómögulegt að finna út úr því hvernig maður átti að klæða sig því ef maður var léttklæddur til að stikna ekki úti, þá var maður alveg að drepast úr kulda inni í loftkældum byggingunum og öfugt. Það kom okkur dálítið á óvart hvað kanarnir vissu lítið um ísland. Margir vissu ekki einu sinni að það væri til! Einn res- identinn hélt að við værum borg í Þýskalandi, aðrir að íslend- ingar væru eskimóar. Það sem flestum fannst þó merkilegast við ísland var það að við berum nöfn feðra okkar (eða mæðra) sem eftirnöfn. Mörg krakkanna sem við kynntumst báru hins vegar sérlega skrautleg nöfn s.s. Laci LaFleur (Dr. Goodman var viss um að það væri til klámmyndastjarna sem héti þessu sama nafni), Rusty Rodríguez, Shamalon Jackson og Smitha Warrior. Eftir 4 vikur af dýrindis yfirlæti, dynjandi tónlist, mikið af túnfisksteikum og bólgnum prostötum var ferðinni svo heitíð heim. Það var í stíl við alla fyrri gestrisnina að okkur var skutlað út á flugvöll í einkabíl af einni stelpunni á 3. ári. Jóhann var orðinn sannfærður um að búið væri að breyta honum í mjúkan Suðurríkjamann og ekkert gæti komið upp íslenska stress- levelinu á ný. En þá tók flugferðin við. í fyrsta lagi höfðum við keypt alltof mikið af bókum í risastóru læknabókabúðinni á stúdentagörðunum og troðið þeim í alltof stóra tösku. Því þurfti að fara í miklar millifæringar á bókum milli taskna með tilheyrandi vigtunum á flugvellinum. Urðum svo sein að við rétt náðum fluginu. í öðru lagi elti rigningin okkur frá New Orleans til Atlanta og þar var hún svo mikil að fluginu okkar til Boston seínkaði um rúman klukkutíma. Við komum því til Boston 14 mínútum fyrir flugtak Flugleiðavélarinnar. Þá gafst ekki tími til að hafa upp á farangrinum, einhverjum óeinkennisklæddum starfsmanni treyst fyrir öllu (ókei, ekki það gáfulegasta), og síðan hlaupið eins og fætur toguðu yfir Boston flugvöll þveran með sextugan þýskan túrista í eftírdragi sem þurfti að ná sömu vél. Við komumst heim og eftir fimm daga áhyggjur af því að farangrinum með öllum bókunum okkar hefði verið stolið, kom hann loks í Ijós. Sigurdís Haraldsdóttir og Jóhann Páll Ingimarsson. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.