Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 21
með áhugaverð einkenni. Einn velviljaður og greiðvikinn sérfræð-
ingur fók upp á því óumbeðinn að lesa yfir alla journalana mína
og skila þeim íhólfið mitt með athugasemdum. Enda erjournala-
tæknin orðin fínpússuð eftir sumarið, kann ég honum miklar þakk-
ir fyrir (ætli fyrstu journalarnir mínir hafi verið svona lélegir!?).
í fyrstu var ferlega stressandi að vera með akútpípið. Þó maður
vissi að allur herinn kæmi þjótandi ef á þyrfti, þá var alltaf sá mögu-
leiki að ég yrði fyrst á staðinn og þyrfti að gera eitthvað af viti. í
fyrsta skiptið sem akútpípið lét f sér heyra lá við stórslysi er ég
hennti frá mér möppu, vasaljósi og reflex hamar og hljóp af stað
upp á sjöundu hæð frá bráðamóttökunni. Er upp var komið var ég
í nærri þvíjafnslæmu ástandi og sjúklingurinn (nú skil ég af hverju
það er ekki þverfótað fyrir læknum ÍWorld Class). Sú endurlífgun
tókst ekki, það er greinilega ekkert einsdæmi því ég hef enn ekki
séð árangursríka endurlífgun og hef ég séð þó nokkrar. ACLS
- kennarar sögðu ekkert um þetta, hmmm...
Er á leið sumarið fór að halla undan fæti mönnunarlega séð og
í ágúst var ástandið orðið skelfilegt. Allir deildarlæknar í sumarfríi
og sérfræðingar orðnir hundleiðir á að taka deildarlæknisvakt-
ir. Oft vantaði einhvern á aðra deildariæknisvaktina (einn í stað
tveggja), einnig voru margir nemanna farnir til sólarlanda og meira
vaktaálag á hinum sem eftir voru. Nú vorum við nemarnir orðin
vinnuhæf og mér fannst hreint út sagt eins og það hafi gleymst
að við vorum enn fjórðaársnemar. Bakkuppið var orðið lélegra og
mér fannst stundum of mikil ábyrgð á veikum herðum. Þó lagt
væri upp í sumarið með glæsibrag og góðu prógrammi þá datt
botninn úr því sfðustu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er atriði sem
sviðsstjórar medicin verða að bæta fyrir komandi sumur.
Sumarið mitt á medicin var viðburðarríkt og lærdómsríkt. í
byrjun sumars var stressið í hámarki og fannst mér oft leiðinlegt
hvað ég kunni í raun lítið í læknisfræði. Oft fannst mér eins og
mér hefði verið hent út í djúpu laugina með hálfuppblásinn kút.
Ég þurfti svo sannarlega á aðstoð að halda en hún var auðfengin.
Kennslan var frábær og aldrei hef ég lært jafn mikið ájafnskömm-
um tíma. Þessi reynsla hefur gagnast mér í því námi sem tók við
og efast ég ekki um að hún á eftir að gera lesturinn á sjötta ári
auðveldari. Ég get hiklaust mælt með medicin-sumri fyrir alla þá
sem vilja mikla vinnu og öðlast reynslu með því að sjá marga sjúk-
linga á skömmum tíma.
Dögg Hauksdóttir,
5. árs iæknanemi.
Svipmyndir
m- L Æ:k!M I í • é'.J
W
■
%
"•A' Lj
21