Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 37
1 Trausti Óskarsson Siðleysi í læknadeild Starf lækna er margbrotið. Það krefst yfirgripsmikillar þekking- ar á einkennum, greiningu og meðferð alls kyns sjúkdóma en sá gagnabanki sem þeir sækja slíka þekkingu til, læknisfræð- in, byggir á traustum grunni vísindarannsókna. Læknisfræði virðist því fyrst og fremst vera vísindi. Á meðan námi stendur tileinkar verðandi læknir sér vísindalegan hugsunarhátt auk þess að öðlast reynslu og færni til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi heilsu skjólstæðinga sinna. Vandamál sjúklinga geta hins vegar verið flókin og ná oftar en ekki út fyr- ir viðfangsefni læknavísindanna. Starf læknisins er þannig ekki einungis fólgið í því að greina og meðhöndla sjúkdóma heldur einnig í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Því er það svo að þó læknisfræði sé fyrst og fremst byggð á grunni læknavísinda þá ætti læknislistin aldrei að vera langt undan þar sem mannlegi þáttur starfsins er ekki síður mikilvægur. Inngrip vísindanna í gang lífsins eru sífellt að aukast og þyk- ir mörgum að helgi lífsins sé ógnað frá ótal áttum. Með aukinni framþróun Iff- og læknavísindanna hafa mörg ný vandamál skotið upp kollinum sem okkur er ekki tamt að leysa án þess að hafa viðeigandi grunn hvort sem um ræðir vísindi eða sið- fræði. Það er eðli vísinda að stuðla að nýrri þekkingu sem get- ur nýst ískilningi á okkur sjálfum og umhverfinu. En framþró- unarhvöt vísindanna getur stangast á við ýmis viðhorf fólks til lífsins. Er til dæmis hægt að réttlæta einræktun í læknisfræði- legum tilgangi eða er réttlætanlegt að gera lyfjarannsóknir á inniliggjandi sjúklingum án upplýsts samþykkis? Innan veggja spítala eru þverfaglegar nefndir sem taka erfiðar ákvarðanir sem ekki er hægt að ætlast til að læknir taki uppá sínar eigin spýtur. í slíkum nefndum eru einstaklingar sem þjálfaðir eru í lausn siðferðilegra álitaefna. Læknir getur þó ekki alltaf vísað erfiðum ákvörðunum til siðanefnda eða annarra fagaðila því í starfi sínu þarf hann margoft að taka sjálfstæðar ákvarð- anir varðandi ýmis siðferðileg vandamál. Ósjaldan takast á hagsmunir heildarinnar og réttur og friðhelgi einstaklingsins. Hvenær á að hætta stuðningsmeðferð á líknardeild eða gjör- gæslu þegar veik von er um bata? Eiga allir jafnan möguleika á bestu meðferð sem völ er á? Til þess að leysa vandamál sem þessi á faglegan hátt er hvorki hægt að treysta á brjóstvitið eitt né blákaldar staðreynd- ir vísindarannsókna. Lausn siðferðilegra vandamála felst í ann- ars konar þekkingu og þjálfun, þekkingu á bakgrunnsspurning- um og þjálfun í að skilja hismið frá kjarnanum, leiða saman ólík viðhorf og taka ákvörðun út frá breiðu sjónarhorni. Slík færni gerir lækni kleift að taka ákvörðun sína á málefnalegum grund- velli. Vegna eðlis læknisstarfsins er þessi geta læknum mjög dýrmæt. Vanmáttarkennd gagnvart flóknum siðferðilegum við- fangsefnum leiðir til þess að menn forðast að taka afstöðu til þeirra og tilfinningarök verða skynsemisrökum yfirsterkari. Sökum þess hve samofnar siðferðilegar ákvarðanatökur eru starfi lækna og ekki síður vegna þess hve mikið leitað er til lækna eftir afstöðu til margvíslegra siðferðilegra álitaefna vek- ur það furðu hve lítill siðfræðiundirbúningur þeirra er á meðan námi stendur í læknisfræði við Háskóla íslands. Engin skipuleg kennsla fer þar fram, aðeins örfáir fyrirlestrar á öðru misseri tengjast siðfræði og þá án þess að nemendur fái þjálfun í sið- fræðilegum þankagangi. Hornsteinn siðfræðikennslu lækna er að stuðla að fullnægjandi þekkingu á helstu kenningum og viðfangsefnum siðfræðinnar og færni í að leysa ýmis siðferði- leg vandamál áður en þau koma við sögu í læknisstarfinu. I kennsluskrá Háskóla íslands taka nemar í hjúkrunarfræði (þrjár einingar), sjúkraþjálfun (þrjár einingar) og tannlæknis- fræði (ein eining) áfanga í siðfræði og/eða heimspekilegum forspjallsvísindum. Hins vegar er í sömu kennsluskrá ekki stöku orði vikið að kennslu í siðfræði í læknisfræði. Ekki er hægt að kenna um skorti á kennsluefni því til eru ótal greinasöfn og bækur um siðfræði líf- og læknavísinda, jafnvel úrvalsefni á íslensku ef því er að skipta. Eins eru einstaklingar sem hafa sérþekkingu á þessum efnum við störf við Háskóla Islands. Læknanemar þurfa eins og aðrir nemar íheilbrigðisvísindum þjálfun í lausn siðferðilegra álitaefna. Varla er ætlast til þess að læknar leiti til annarra heilbrigðisstétta þegar þeir standa frammi fyrir erfiðum siðferðilegum ákvörðunum í framtíðinni? Um þessar mundir fara fram róttækar breytingar á kennslu í læknisfræði við Háskóla íslands. Athyglisvert verður að sjá hvaða sess stjórnendur hafa hugsað sér kennslu í siðfræði. Munu núverandi og verðandi læknanemar verða fulltrúar nýrr- ar kynslóðar lækna sem hlotið hefur lágmarks þjálfun í úrlausn siðferðilegra vandamála eða mun siðfræðin enn sem áður falla milli rúmgafls og veggjar? Trausti (hirw siðprúði), 5.ár 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.