Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 19
h hugsanlega mættu betur fara. Fengið er skriflegt samþykki sjúklinga í hvert skipti. Myndbandsupptökum er eytt innan tveggja vikna frá upptöku. Sjúklingar við heilsugæsluna Efstaleiti, þar sem þessi aðferð hefur mest verið notuð, hafa tekið þessu mjög vel. I tengslum við samstarf við breska námslækna og kennara þeirra eru myndbandsupptökur einnig metnar með þeim. I því samhengi hafa verið tekin upp á myndband viðtöl við enskumælandi sjúklinga. • Sjúkdómstilfellafundir með leiðbeinendum eru tvisvar í mán- uði. Tilgangur þessara funda er að ræða sjúkratilfelli, sem með einhverjum hætti hafa vafist fyrir námslækni, en ekkí gefist tími til ræða í erli dagsins. Þessir fundir eru 30-45 mfnútur í senn. • Námslæknir lærir að gera vissar aðgerðir á heilsugæslu- stöðvum. Er námslæknirinn þá bókaður með sérfræðingi í heimilislækningum í aðgerðir og fylgist með. Næst er svo námslæknirinn bókaður með sjúkling en sérfræðingurinn fylgist með. Sjá eina - gera eina. („See one - do one“). Þetta á við aðgerðir svo sem að setja upp lykkjuna, Königs aðgerð, taka bletti o.s.frv. • Námslæknar eru bókaðir með hjúkrunarfræðingi í ungbarna- vernd og mæðravernd í eitt skipti fyrir hverja skoðun. Einnig taka þeir þátt í skólaheilsugæslu með leiðbeinanda sínum. • Sjúkraskrárfundir. Fundir eru tvisvar í mánuði þar sem til- felli og dagnótur eru valdar af handahófi og sérfræðingur í heimilislækningum les yfir og metur. Farið er yfir skráningu, sögu, skoðun, hvað liggur að baki vali á rannsóknum, hvort viðeigandi meðferð sé beitt, eftirfylgni, vandaliðun, lyfseðlar eru lesnir, farið er yfir tilvísanir og vottorð o.s.frv. Leiðbein- andi gerir síðan skriflegt mat á frammistöðu. • Vegna séríslenskra aðstæðna verðum við í vissum tilvikum að þjálfa nemendur í frumheilsugæslu utan heilsugæslu- stöðva, t.d. á stofu með sérfræðingi úti í bæ til þess að fá þann fjölda sjúklinga sem þarf til að ná færni í einstökum verkum. Sem dæmi má nefna að námslæknum gefst kostur á leiðsögn og vinnu á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins við að taka PAP strok og framkvæma kvenskoðun. Einníg hafa námslæknar farið á stofu hjá húðsjúkdómasérfræðingi og háls-nef og eyrnalækni. Allir námslæknar eiga að fara með leiðbeinanda sínum á Læknavaktina, eina móttökuvakt og eina vakt í læknabílnum. Mat á frammistöðu Einn þáttur í kennslunni er að leggja mat á frammistöðu námslæknis. Þetta er ýmist gert munnlega eða skriflega. Víð heilsugæsluna í Efstaleiti hafa verið þróuð matsblöð að erlendri fyrirmynd. Matsblöð eru nú til fyrir frammistöðu í sjúklingavið- tölum gegnum sjónvarpsskjá, fyrir skráningu í sjúkraskrár, fyrir frammistöðu í fyrirlestrum og loks fyrir heildarframmistöðu yfir lengri tíma. í upphafi náms er gerður svokallaður náms- eða menntunarsamningur við námslækni þar sem lagt er til grundvallar styrkleikar, veikleikar og þarfir námslæknis. Þessi samningur er síðan endurskoðaður á 6 mánaða frestí og oft- ar ef með þarf. Á þennan hátt tekur námslæknir sjálfur þátt í að skipuleggja nám sitt með leiðbeinanda. Þegar námslæknir hefur starfað á heilsugæslustöð í um 3 mánuði leggja læknar, hjúkrunarfræðíngar og annað starfsfólk mat á stöðu náms- læknisins. Sérfræðingar í heimilíslækningum fara yfir færslur f sjúkraskrám og myndbönd eru metin á þar til gerð eyðublöð, farið er yfir frammistöðu námslæknis á tilfellafundum, við kennslu og fræðslu auk hæfileika til almennra samskipta. Lagt er mat á áhuga námslæknis til sjálfsmenntunar og viðhorfum til námsins og lífsins. Eínnig er metið hvernig námslæknir presenterar sjúklinga þegar hann biður um aðstoð. Aðalleið- beinandi námslæknis (mentor) samræmir heildarmat og ræðir það við námslækninn. Kennslustjóri framhaldsnáms fundar með námslæknum tvisvar sinnum á ári og fer yfir árangur og framvindu námsins. Á þeim fundum kemur námslæknir fram með sitt mat á náminu, hvað er að ganga vel og hvað þarf að bæta. LokaorO Aðsókn hefur aukist mikið í heímilislæknanámið og hefur námsstöðum í heimilislækningum fjölgað í samræmi við það eða úr tveimur í níu á síðastliðnum tveimur árum. Aðstæður til sérnáms hér á landi í þessari grein læknisfræðinnar eru ákjósanlegar. Það er mat kennara og starfsfólks þeirra heilsu- gæslustöðva sem hafa komið að kennslunni, að hún sé mikill hvatí fyrir alla og skapí aukna fagþekkingu og starfsgleði innan stöðvanna. Auk þess hlýtur það að vera ávinningur fyrir íslenskt þjóðfélag að starfskraftar námslækna nýtist hér heíma. Vonandi getur þessi vaxtarsproti fengið að dafna áfram sem spennandi valkostur fyrir unga lækna sem hafa hug á sérnámi í greininní. Engu að síður er mikilvægt að unglæknar íhugi einnig sérnám í greininni erlendis. Þakkir: Víð viljum að lokum þakka þeim fjölmörgu heimilislæknum sem komið hafa að kennslu í framhaldsnámi í heimílislækning- um fyrir fórnfúst og óeigíngjarnt starf í þágu þessarar kennslu og fyrir heimilislæknisfagið í heild. Heimildir: 1. WONCA. Hlutverk heimilis- og heilsugæslulækna innan heilbrigðisþjónustunnar. Yfirlýsing WONCA. (The World Organisation of National Colleges, Academies and Academic Associations of General Pracitioners/Family Physicians) frá 1991. 2. Læknablaðið 1992;78:389-94. Stefánsson Ó, Sigurðsson JA, Jónsson JS, Dungal L, Ólafsson L. Marklýsing fyrir framhaldsnám í heimilislækningum Lútgáfa (Guidelines for postgraduate education in family practice, 1 st ed). Félag fslenskra heimilislækna, Reykjavík 1995. 3. Balint M. The doctor, his Patient and the lllness, 2nd edn, London Pitman Paper- backs, 1968. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.