Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 28
BRÁÐIR FYLGIKVILLARILLKYNJA SJÚKDÓMA, 4. Skurðaðgerð Stundum er mögulegt að fjarlægja meinvörp með skurðaðgerð, sérstaklega ef um er að ræða eitt eða tvö meinvörp38. Því er ráðlegt að leita álits heilaskurðlæknis í slíkum tilfellum. Ef skurðaðgerð tekst er oft beðið með geislameðferð en vitaskuld má búast við endurkomu sjúkdómsins í heila síðar. Almennt ástand sjúklings og útbreiðsla krabbameinsins skiptir miklu máli við val meðferðar í slíkum tilfellum. 5. Krabbameinslyfjameðferð Yfirleitt er sagt að krabbameínslyf fari lítið yfir blóð- heilaþröskuld. Talið er að krabbamein rjúfi oft þennan þröskuld og því getur krabbameinslyfjameðferð komið til greina sem aðalmeðferð í stöku tílfellum heilameinvarpa37'38. Það á einkum við um eitilfrumukrabbamein og aðra sjúkdóma sem svara vel lyfjameðferð, t.d. smáfrumukrabbamein upprunnið í lunga38. Horfur Án meðferðar deyja þessir sjúklingar á nokkrum mánuðum. Geíslameðferð og skurðaðgerðir geta lengt líftíma og bætt lífsgæði umtalsvert. Bráð vandamál tengd hjarta og blóðrás Heilkenni lokunar á efri holæð (superior vena cava syndrome) Þetta heilkenni er fremur sjaldgæft en það hrjáir allt að 4% sjúklinga með lungnakrabbamein sem er talið valda um 65% tilfella3. Samkvæmt hefð er yfirleitt rætt um þetta heilkenni sem brátt vandamál en í raun er bráðleiki minni en ýmissa annarra vandamála sem rætt er um þessari grein. Þetta er mikilvægt að vita, því tími gefst venjulega til vefjagreíningar ef um nýuppgötvað krabbamein er að ræða. Eítilfrumuæxli, æxli í miðmæti og brjóstakrabbamein eru einnig vel þekktir orsakavaldar. Ákveðnir góðkynja sjúkdómar, t.d. bandvefsmyndandi bólgusjúkdómur í miðmæti (fibrosing mediastinitis), ósæðargúll í brjóstholi, bláæðasegar, skjaldkirtilsstækkun (retrosternal goiter) og sumar sveppa- sýkingar geta einnig valdíð þessu heílkenní.1,3’44 Pá eru segar í efri holæð vaxandi vandamál í tengslum við aukna notkun lyfjabrunna og annarra miðbláæðaleggja46. Einkennin eru fyrst og fremst vegna þrýstings á efri holæð sem er þunnveggja og leggst auðveldlega saman með þeim afleiðingum að aukinn þrýstingur myndast í bláæðakerfinu ofan við stífluna44. Einkenni og teikn Yfirleitt byrja einkennin hægt og sígandi og má því segja að hér sé ekki um eiginlegt bráðavandamál að ræða. Algengustu eínkennin eru mæði sem oft er áreynslubundin, hósti, hæsi, höfuðverkur, svimatilfinning og sjóntruflanir. Við skoðun er oft að finna þandar bláæðar á hálsi, roða og jafnvel bláma í andliti, og bjúg í andliti og á handleggjum. Rannsóknir Flestir þessarra sjúklinga hafa afbrigðilega lungnamynd þar sem teikn um æxli er að finna hægra megin í brjóstholi. Tölvusneiðmyndataka af brjóstholi er afar gagnleg rannsókn til að greina þetta vandamál en stöku sinnum þarf að beita bláæðamyndatöku eða segulómun. Ef ekki er um að ræða þekkt krabbamein, er nauðsynlegt að taka sýni úr æxlinu og getur meðferð yfirleitt beðið uns vefjagreíning liggur fyrir. Meðferð Val meðferðar byggist fyrst og fremst á tegund krabbameins. Stundum geta sterar linað einkennin með því að draga úr aðlægri bólgu og bjúg. Engar góðar rannsóknir á nytsemí stera hafa þó verið gerðar46,47. Geisla- og/eða krabbameinslyfjameðferð er hjálpleg í mörgum tilfellum. Isetning stoðnets í æðaþrengsli getur verið gagnleg til að draga úr eínkennum48. Gagnsemi blóðþynnandi lyfja er óljós en vera má að þau komi að gagni eftir ísetningu stoðnets47. Ef um sega er að ræða er rétt að íhuga segaleysandi meðferð með eða án blóðþynningarmeðferðar í kjölfarið. Loks gæti fyrirbyggjandi örblóðþynning (1 mg af warfaríni á dag) fyrir- byggt segamyndun þegar miðbláæðaleggur er til staðar49. Gollurshússvökvi (perícardial effusion and cardiac tamponade) Gollurshússvökvi fínnst hjá allt að 15% krabbameinssjúklinga og getur verið fyrsta merkið um hinn illkynja sjúkdóm50. Krabbamein eru talin valdaalltað 6%tilfellaaf gollurshússvökva og um 20% tilfella þar sem um er að ræða mikinn vökva. Ef vökvamyndun er hröð getur vökvasafníð þrýst á hjartað og hinar þunnveggja bláæðar og valdið pericardial tamponade en það getur verið lífshættulegt ástand50'52. Alla jafna er þetta þó ekki mjög brátt vandamál. Nauðsynlegt er að þekkja til helstu einkenna tamponade og vita hvernig best er að nálgast slíka sjúklínga. Velflest krabbamein geta valdið þessu vandamáli en algengust eru lungnakrabbameín og brjóstakrabbamein60. Eitilfrumukrabbamein, hvítblæði og sortuæxli eru einnig vel þekktar orsakir. Einkenni og teikn Fyrstu einkennin eru yfirleitt frekar ósértæk, vaxandi mæði, óþægindi fyrir brjósti og hósti. Við skoðun er oft að fínna þandar hálsæðar, hraðan hjartslátt, daufa hjartatóna, þverstæðupúls (pulsus paradoxus; a.m.k. 10 mm Hg fall á slagbilsþrýstingi við innöndun) og Kussmauls teikn (aukin þensla á hálsæðum við innöndun). Rannsóknir Lungnamynd sýnir yfirleitt stækkaðan hjartaskugga og á hjartarafriti finnst stundum electric alternans (mynd 3) en þá eru QRS-útslögin misstór og er það talið orsakast af því að hjartað sveiflast til inni í hinu vökvafyllta gollurshúsi. Ef grunur vaknar um gollurshúsvökva og tamponade skal alltaf gera hjartaómun svo fljótt sem auðið er. 28-Læknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.