Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.05.1990, Qupperneq 31

Ferðir - 01.05.1990, Qupperneq 31
F R H Ð I R 31 Skýrsla ferðanefndar Ferðanefnd starfaði með hefðbundnum hætti sl. ár. Nefndin kom fyrst saman 29. apríl. Hún var þannig skipuð: Ragnhildur Bragadóttir formaður, Ásta Ólsen, Haukurívarsson, Jón Sig- urðsson, Karl Bragason, Sigurður Jónsson, Vildís Jónsdóttir. Myndakvöld var haldið 19. maí og voru þar kynntar ferðir sumarsins. Nefndarmenn hittust flest mánudagskvöld kl. 18 í húsakynnum félagsins. Eins og endranær fór mikil vinna í undirbúning hverrar ferðar og aðalvanda- málið eins og undanfarin ár að útvega fararstjóra. Guðbjörg Sigurðardóttir var á skrifstofunni og var mikil og góð samvinna ferðanefndar og hennar. Ferðaáætlun bauð upp á 26 ferðir, farnar voru 13 ferðir af áætlun og ein auka gönguferð á íþróttadegi fjölskyldunnar. Þátttakendur voru 225. Flestir í Jónsmessuferðinni 38 enn fæstir í göngu- ferð á Vatnahjalla 8. Mikið strik setti í reikninginn hvað voraði seint og var lítið sumar hjá okkur. Margar ferðir féllu niður vegna veðurs eða ófærðar en ekki vegna þátttökuleysis. En svo ég komi inn á hið stóra vandamál ferða- nefndar sem er að fá fararstjóra, óska ég eftir að félagar ígrundi þetta mál og komi með tillögur, ef þeir hafa, til okkar. Það kemur æ oftar fyrir að fella þarf niður ferð vegna þess að fararstjóri fékkst ekki. Ég skil líka þá mörgu sem treysta sér ekki sem fararstjórar því við gerum miklar kröfur oft til þekkingar þeirra, og e.t.v. ætti ferðanefnd að gera meira af því að fá leiðsögumenn inn í ferðirnar ef einhver sem ekki treysti sér sem leiðsögumaður en vill hafa forystu á annan hátt. En við verð- uni að finna einhverja lausn á þessum vanda. Skýrsla Bræðrafellsnefndar 1989 Engin vinnuferð í skálann á árinu og ekki var hcldur átt við aö stika ökuleið á bak við Herðubreið. Við eigum um 200 stikur serrf við ætlum til að merkja gönguleiðina milli Dreka og Bræðrafells. í maíbyrjun gisti nefndarmaður í skálanum og var þá allt i mjög góðu standi. Sama untsögn var hjá fólki er gisti síðla sumars. Þó nokkur umferð um svæði í sumar er leið. I Bræðrafellsnefnd 1989: Jakob Kárason, Magnús Guðmundsson, Jóhanna Steinmarsdóttir og Svcrrir Þórisson. 31. 12. 1989 F. h. B ræðrafelIsnefndar: Jakob Kárason.

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.