Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Side 32

Ferðir - 01.05.1990, Side 32
32 F E R Ð I R Skýrsla Lambanefndar 1989 Engin vinnuferð í skálann á árinu, ncma hvað Þórvcig gaf okkur ver utanum kojudýnurnar og setti hún og Asta Olsen verin utanum í vor. 5. des. var reynt að ganga i skálann, en snúið við vegna hvassviðris. 12. des. var aftur farið og var þá gist. Skálinn var í mjög þokkalc'gu standi, þrifa- lcgur en lítil olía var á tanknum. Kabyssan var í lagi, þó þarf að taka hana í bæinn til endurbótar í vetur. Ekkcrt var átt við göngubrú þar fremra. Brúin á Lambá cr nokkuð biluð. Syðra hafið cr í lagi, cn nyrðra cr brotið niður í miðju og þyrfti endurnýjunar við. Á vetrum hafa margir vélsleða- og skíðamenn viðkomu í Lamba og fer vetrarferðum á Glerárdal fjölgandi. Nokkrir konia í skálann í sumar. í Lambanefnd 1989: Jakob Kárason, Bragi Kristinsson, Gunnar Helgason og Friðjón Halldórsson. 31. 12. 1989 F. h. Lambanefndar: Jakob Kárason. Skýrsla Þorsteinsskála og Strýtunefndar 1989 Framkvæmdir í ár voru eftirfarandi: Keyptir voru tveir Lödu-jeppar snemma vors, annar til landvörslu í Herðu- breiðarlindum og hinn í Dreka og Öskju. þeir voru lagfærðir nokkuð vegna aldurs og fyrri starfa, áður en þeir voru brúklegir sent fjallabílar. Settar voru talstöðvar sem F.F. A. og Náttúruverndarráð áttu í þá og reyndust þær frekar illa þrátt fyrir að þær hefðu verið stilltar og yfirfarnar af virtu rafeindafyrir- tæki hér í bæ. Farið var í opnunarferð í Lindir föstudaginn 23. júní kl. níu að kvöldi með útbúnað, vistir, verkfæri. I förinni voru 12 fullorðnir og 3 börn. Farið var á stórum sendlabíl, A-5008, sem reyndist í alla staði hið traustasta farartæki. Einnig var farið með aðra Löduna sem átti að þjóna Kára skálaverði, sem var mættur nokkrum dögum fyrr og hafði farið á eigin bíl uppeftir. Bíll Kára var nefndur Gorbachov og var búinn farsíma sem bjargaði málum þegar talstöðin í Lödunni gaf upp öndina. Á laugardagsmorgun var hafist handa við lagningu vatnsveitu, nýtt reykrör

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.