Ferðir - 01.05.1990, Page 33
F E R Ð I R
33
Vinnuferð t Herðubreiðulindir vorið 1989. (Ljósm.: Ólöf Tryggvadóttir.)
sctt á Þorsteinsskála og hann gerður hreinn í hólf og gólf. Einnig var þrifið í
Strýtu og snyrtihúsi.
I Lindunt voru staddir tveir erlendir ferðamenn, göngulúnir og sárfættir
eftir að hafa gengið úr Mývatnssveit. Hjálpuðu þcir okkur scm best gátu við
allar framkvæmdir og fengu að launum bílfar til byggða á sunnudaginn.
Haustferð var farin 1. september. Gengið var frá öllu fyrir veturinn, vatns-
vcita tekin upp, settir hlerar fyrir glugga, settur frostlögur í klósettin, rotþró-
in tæmd o.fl. o.fl. Ásgeir Bragason hélt ferðafélögum sínum veislu af mikilli
rausn um kvöldið I. sept. og fram á nótt í tilefni afmælis síns.
Öllum aðstandendum þessara vinnuferða og öðrum sem lögðu okkur lið
eru færðar bestu þakkir fyrir hjálpina. Einnig vil ég þakka Jóni Árna og Gísla
fyrir þjónustuna í sumar.
Fyrir hönd nefndarinnar.
Haukur ívarsson.