Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Qupperneq 26

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Qupperneq 26
26 | | 21. desember 2023 Þann 1. desember sl. lauk al- mennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. Óhætt er að segja að afar vel hafi tekist til en alls bárust 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Seld voru um 14,5% hlutafjár félagsins og í kjölfarið var Ísfélag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Íslands. Um tímamót er að ræða í sögu þessa elsta starfandi hlutafélags landsins. Arion banki, ásamt Íslandsbanka og Landsbanka, var umsjónar- aðili útboðsins. Arion hefur um árabil verið lang atkvæðamestur íslenskra banka í skráningum en bankinn hefur t.a.m. komið að níu af síðustu tíu skráningum í íslensku kauphöllina. Bankinn hefur jafnframt verið leiðandi í þjónustu við sjávarútvegsfyrir- tæki. „Við horfum björtum augum til greinarinnar sem undirstöðuat- vinnugreinar í landinu og erum spennt fyrir þróun hennar á næstu árum og áratugum. Við höfum í gegnum árin stutt ötullega við sjávarútveginn, þar með talin fiskeldisfyrirtækin sem gegna æ mikilvægara hlutverki, bæði fyrir þau byggðarlög sem þau starfa í en einnig fyrir íslenskt efnahags- líf,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka. Iða Brá er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, er dóttir Bene- dikts Ragnarssonar fyrrverandi Sparisjóðsstjóra og Sigrúnar Þor- láksdóttur. Það má segja að hún sé nánast alin upp í banka en hún byrjaði sem gjaldkeri í Sparisjóði Vestmannaeyja í sumarvinnu með Verslunarskólanum. Eftir útskrift úr Háskóla Íslands hóf hún störf hjá Kaupþingi, forvera Arion banka, og hefur starfað þar æ síð- an, að undanskildum þeim árum sem hún var í meistaranámi í fjár- málum í Hollandi. Iða hefur verið framkvæmdastjóri í Arion banka síðan 2016 en var ráðin aðstoðar- bankastjóri í apríl 2022 og gegnir einnig framkvæmdastjórastöðu á viðskiptabankasviði bankans. „Það er ánægjulegt að sjá stækkandi hlutabréfamarkað enda gegnir hann mikilvægu hlutverki hér á landi að svo mörgu leyti. Hann auðveldar til dæmis kynslóðaskipti í eigenda- hópi fyrirtækja. Með skráningu Ísfélags á Aðalmarkaðinn er verið að raungera verðmætasköpun margra kynslóða sem byggt hafa Vestmannaeyjar. Mér þótt mjög ánægjulegt að fylgjast með Guð- björgu Matthíasdóttur og hennar fjölskyldu hringja inn bjöllunni í hinu stórglæsilega skipi Sigurði VE. Og það er sérstaklega gaman fyrir Eyjakonuna að vera búin að fá fyrirtæki úr Eyjum í Kauphöll- ina. Nú geta Eyjamenn fjárfest í félagi úr þeirra heimabyggð.“ „Ég vil óska ykkur til hamingju með niðurstöðu í nýafstöðnu hlutafjárútboði og líka umsjónar- aðilum útboðsins, Arionbanka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrir sérlega glæsilega niður- stöðu,“ sagði Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland þegar hann bauð Ísfélag hf. velkomið í Kauphöllina í brú Sigurðar VE fimmtudaginn sjöunda desember sl. Guðbjörg Matthíasdóttir sem ásamt fjölskyldu er stærsti eigandi Ísfélags hringdi félagið inn í Kauphöllina á slaginu hálftíu með sonarsonum sínum, Sigurði og Magnúsi. „Það er gaman að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið í Kauphöllina. Með rúmlega 6000 hluthafa er Ísfélagið sannkallað almenningshlutafélag. Eru aðeins þrjú félög í Kauphöll- inni sem skarta fleiri hluthöfum,“ sagði Magnús. „Ísfélagið er líka meðal stærstu fyrirtækja í Kauphöllinni. Á útboðsverði er markaðsvirði fé- lagsins hátt í 130 milljarðar og er það sjöunda verðmætasta í Kaup- höllinni. Með tilkomu Ísfélagsins heldur endurkoma sjávarútvegs í Kauphöllina áfram. Draumurinn um sjávarútvegskauphöll lifir góðu lífi. En hvernig stöndum við miðað við fyrri tíma? Fjöldi sjáv- arútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni náði hámarki árið 2000 þegar þau voru hvorki fleiri né færri en 24,“ sagði Magnús. Færri en stærri „Tveimur árum síðar, sumarið 2002 flaggaði Kauphöllin því með stolti að í alþjóðlegum saman- burði voru hvergi í heiminum fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi skráð en á Íslandi. Þá voru þau orðin 19 en samanburðurinn sýndi einnig að markaðsvirði þeirra var einungis hærra á jap- anska hlutabréfamarkaðnum.“ Magnús sagðist ekki hafa samb- ærilega samantekt undir höndum nú og vissulega hefði fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskeldi fækkað á markaði frá aldamótin. „Þau eru fimm ef við teljum með sölufyr- irtæki í greininni. Fjöldinn segir ekki alveg alla söguna því þau hafa keypt og sameinast öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum í gegnum tíðina og vaxið og dafnað. Eru öll mjög myndarleg þannig að með skráningu Ísfélagsins standa þessi félög á bak við fimmtung af markaðsvirði í Kauphöllinni. Það merkilega er, að þetta er nákvæm- lega sama hlutfall í heildarmark- aðsvirði og var árið 2002. Þannig að endurkoma sjávarút- vegs í Kauphöllina er nú þegar orðin kröftug. Vonir og væntingar standa til frekari skráninga sjávar- útvegsfyrirtækja,“ sagði Magnús og vísaði til nýlegs frumvarps sjávarútvegsráðherra til laga um sjávarútveg. Þar er gert ráð fyrir hvötum til skráningar með því að mörk hámarksaflahlutdeildar í skráðum félögum verði 15 prósent en ekki 12 prósent eins og nú er. „Ég fagna þessu mjög enda álít ég að skráning í Kauphöllina með dreifðu eignarhaldi og gegnsæi sem því fylgir sé grundvallar- forsenda fyrir sátt um sjávarút- veg,“ sagði Magnús sem að lokum þakkaði fyrir frábærar móttökur. „Það er ánægjulegt að vera hérna í brúnni á Sigurði í heimahöfn og nú eigið þið aðra heimahöfn í Kauphöllinni. Óska ég Ísfélaginu áframhaldandi velgengni sem Kauphallarfélags.“ Draumurinn um sjávarútvegs­ kauphöll lifir Iða Brá Eyjakona og aðstoðar­ bankastjóri Arion banka: Geta fjárfest í félagi í heimabyggð Iða Brá og Hreiðar Hermannsson frá Arion banka. Magnús: „Með tilkomu Ísfélagsins heldur endurkoma sjávarútvegs í Kauphöllina áfram.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.