Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Page 31

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Page 31
21. desember 2023 | | 31 Tetiana Cohen flutti til Vest- mannaeyja ásamt syni sínum Dimitri í mars á síðasta ári. Þau mæðgin kunna ákaflega vel við sig í Vestmannaeyjum en aðdragandi þessara flutn- inga þeirra var þó allt annað en ánægjulegur. Þau mæðgin komu hingað frá úkraínsku hafnarborginni Odessa sem hefur verið reglulegur gestur á öldum hins íslenska ljósvaka síðan stríðið braust út í Úkra- ínu. Staðsetning borgarinnar við Svartahaf er hernaðarlega mikilvæg og þar hafa Rússar reglulega gert harðar árásir. Borgin er einnig gríðarlega mikilvæg við vöruflutninga til og frá landinu. Ástæðan fyrir því að Tati endaði í Vest- mannaeyjum er sú að systir hennar Olena hefur verið búsett hér ásamt fjölskyldu sinni um nokkurt skeið. Það var mikil upplifun að setjast niður með Tati eins og hún er kölluð og fara stuttlega yfir hennar sögu, stöðu og fram- tíðaráform. Þrjá sólarhringa á flótta Fyrstu dagana var mikið stress í borginni. Olena sagði systur sinni strax að drífa sig og koma til hennar til Íslands. Tati fannst þessi ákvörðun mjög erfið. „Þetta hefði verið allt annað ef að ég hefði bara verið ein þá hefði ég bara rokið af stað. Ég er einstæð móðir og þurfti auðvitað að hugsa um það hvað væri best fyrir son minn. Ég á líka foreldra í Odessa og mamma mín er bundin við hjólastól þannig að hún var aldrei að fara neitt. Átti ég bara að fara og skilja þau og húsið mitt eftir?“ Innrás Rússa inn í landið hófst 24. febrúar 2022 og átökin bárust fljótlega til Odessa. Þau mæðgin ákváðu að leggja í hann þann 5. mars. „Við bið- um fram á nótt á lestarstöðinni þangað til við komumst í lest til Liviv þaðan tókum við rútu í átt að pólsku landamærunum. Við þurftum svo að ganga restina af leiðinni til Póllands. Þarna voru tugir þúsunda manna gangandi, mest konur, börn og gamal- menni. Við gengum frá fjögur um nóttina þar til átta að morgni 7. mars. Þegar við komum yfir landamærin til Póllands var tekið vel á móti okkur með heitum mat og drykkjum. Það var mikil gleðistund fyrir okkur. Þar gat fólk líka fengið fatnað og annað sem vantaði fyrir áframhaldandi ferðalag. Við náðum okkur í trefil fyrir Dima“ Eftir þessar móttökur fóru þau aftur upp í rútu þar sem beið þeirra önnur fjögurra tíma ferð til Varsjá. Þau mæðgin komu þangað lítið sem ekkert sofin eftir rúmlega tveggja sólarhringa ferðalag. „Ég ætlaði að leggja mig þegar þangað væri komið. Þá talaði ég við systur mína sem var kominn upp á land og tilbúin að sækja mig til Keflavíkur. Ég fór þá í það að koma okkur til Íslands og einhvern veginn tókst það.“ Þau lentu á Íslandi 8. mars eftir þriggja sólarhringa ferðalag. Ömurlegt ástand Hún segir það hafa verið sárt að skilja fjölskyldu og vini eftir heima við þá óvissu sem þar ríkir. „Eins og ég sagði þá er mamma mín bundin við hjólastól eftir að hafa fengið nokkrum sinnum heilablóðfall og hvorki getur eða vill fara frá Odessa. Pabbi minn hugsar um hana. Ég er í dagleg- um samskiptum við þau og við reynum að hjálpa til eins og við getum. Eins og staðan er í dag eru reglulegar viðvörunarbjöllur vegna árása.“ Tati segir að vegna sögulegs mikilvægis borgarinn- ar þá hafi Rússar ekki valdið jafnmiklu tjóni þar og víða annars staðar heldur hafi árásum meira verið beint að innviðum svo sem vatns- og orkuverum, flugvellin- um og höfninni. „Ástandið í dag er samt betra en það var síðasta vetur þá var mikið um rafmagns- leysi og skammtanir. Þó svo að ástandið sé betra núna er fólk samt beðið um að búa sig undir að ástandið geti versnað með hertum árásum. Útgöngubann hefur verið við líði allan þennan tíma en það hefur verið nokkuð breytilegt þannig að opnunartími verslana og annað hefur tekið mið af því. Það lokar líka allt þegar viðvörunarbjöllurnar fara í gang og þá á fólk að koma sér strax í skjól. Þetta er bara lífið sem þau búa við.“ Vinirnir eru hræddir Aðspurð um aðra vini eða fjöl- skyldumeðlimi á svæðinu sagði hún alla karlmenn á hennar aldri Ég vildi að allir gætu lifað eins og Íslendingar Þau mæðgin sjá fyrir sér blómlega framtíð í Vestmannaeyjum. Dima kominn um borð í flugvél á leiðinni til Íslands. ” Við gengum frá fjögur um nóttina þar til átta að morgni 7. mars. Þegar við komum yfir landamærin til Póllands var tekið vel á móti okkur með heitum mat og drykkjum. Það var mikil gleðistund fyrir okkur. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.