Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 17
De Gaulle
„En jajnvel þegar hann hegð-
aði sér sem verst, var sem
Fralckland sjálft hirtist í per-
sónuleika hans, hin mikla,
stolta og metnaðargjarna
þjóðr (w.s.c.)
Eftir Edward Ashcroft.
CHARLES DE GAULLE
er fæddur áriíS 1890,
sonur prófessors i
heimspeki og sagnfræði
við frægan kaþólskan
skóla í Paris. Faðirinn var mikill
trúmaður og hafði mjög ákveðnar
stjórnmálaskoðanir, og móðirin,
sem var geðrík og viðkvæm, átti
einnig mikinn þátt í að móta heim-
ilislífið. Börnunum var kennt að
elska föðurland sitt, og Charles
virðist þegar í bernsku hafa átt
þá ósk heitasta að verða mikill
hermaður og bjargvættur Frakk-
lands. Hann var góður námsmaður,
las heimspeki af kappi og einnig
bókmenntir. En þó var hann hrifn-
astur af sagnfræði.
Þegar Charles ákvað að verða
liermaður, varð faðir hans himin-
lifandi, af þvi að hann hal'ði sjálf-
an langað til að ganga í herinn
á sínum tíma. Engar hindranir voru
lagðar í veg fyrir unga manninn
og hann fékk að hlýða köllun sinni
óáreittur. Foreldrar hans hvöttu
hann til að trúa á sjálfan sig og
á gildi hugsana sinna. Það var
því engin furða þó að félagar hans
teldu hann sérsinna og hann ætti
fáa vini. Sveitarforinginn, sem var
fyrsti yfirmaður de Gaulles áður en
hann fór í lierskólann í St. Cyr,
var spurður hversvegna hann hefði
ekki sæmt þennan efnilega her-
mann viðurkenningarmerki: Hann
svaraði: „Hvaða þýðingu hefði það
að heiðra ungan mann, sem þegar
telur sig æðsta yfirvald Frakk-
lands?“
De Gaulle gekk sæmilega i her-
skólanum, en skaraði þó ekki fram
úr félögum sinum. Síðan gekk hann
í þritugustu og þriðju fótgöngu-
liðsherdeildina, sem var undir
stjórn Pétains ofursta, en hann
var þá um sextugt og var að komast
100 Great Llves
15