Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
opnaði augun lá ég á jörðinni og
sá hvar hesturinn hélt áfram með
kerruna aftan í sér. Ég reis upp,
hentist af stað og tókst að klifa
aftur upp á vagninn og ók áfram
eins og ekkert hefði í skorizt. Og
enn fannst mér ekkert athugavert
né hættulegt við þetta allt saman,
þótt mér dytti að vísu i hug að
þreytu minni væri um að kenna,
að ég datt af vagninum og kom
til meðvitundar, þegar ég skall í
jörðina. Þetta atvik gefur skýra
mynd af þróun þessa ofskynjana-
ástands. Þreytan jókst stöðugt vegna
hungurs, svefnleysis og mikils
líkamlegs erfiðis. Þegar þreytan er
komin á hæsta stig byrja raunveru-
leiki og hugmyndaflug að bland-
ast saman. án ]>ess að gagnrýni
komist að. Hár hiti getur orsakað
svipað ástand og það reyndi ég
nokkrum mánuðum seinna, er ég
veiktist af taugaveiki. Enn frekari
skýring gæti verið sú, að jafnvægi
sálarlífsins, sem stjórnast af dul-
vitundinni, þoli ekki eins mikla
áreynslu og liér liefur verið greint
frá. Áhrifin frá þessari áreynslu
ná til meðvitundarinnar og orsaka
truflanir á eðlilegri starfsemi henn-
ar.
Áður en ég fjalla um dáleiðsluna
ætla ég að greina frá eftirtektar-
verðu dæmi um sjálfsefjun. Móðir
látins vinar míns sagði mér frá
því. Vinur minn, Boris að nafni,
fórst i baðslysi, er hann var stadd-
tir ásamt móður sinni i sumarfríi
rétt hjá litlu þorpi 60 km. fyrir
sunnan Moskvu. Ég heimsótti hana,
eins fljótt og ég gat, eftir að ég
kom heim úr annarri iengri ferð.
Hún var þá enn i mikilli geðshrær-
ingu eftir sinn sára missi og þá
sagði hún mér eftirfarandi sögu:
Skömmu eftir jarðarförina sat
hún kvöld eitt niðursokkin í hugs-
anir sínar úti á svölunum. Þá kom
betlari út á svalirnar, gekk til henn-
ar og rétti þegjandi fram höndina
eins og hann væri að biðja um
ölmusu, en leit þó aldrei upp. Hún
varð gripin af einhverri óskiljan-
legri óró, flýtti sér inn í húsið,
sótti veski sitt og fékk honum silfur-
pening. Hann stakk peningnum í
vasa sinn, hneigði sig þegjandi og
fór. En á göngulagi hans og einkum
á hinum algerlega hreinu fótum
hans þekkti hún son sinn. Frá sér
numin þaut hún á eftir honum,
en nú var hann kominn út úr hús-
inu, gegnum hliðið og út á götu
í hvarf við sýrenurunna, sem uxu
meðfram grindverkinu. Þegar út
fyrir hliðið kom, sá hún hann
hvergi, jafnvel jiótt altlangt væri að
næsta hliði og hliðargötu. Hún
spurði þvi sjálfa sig: Var þetta allt
saman draumur? Alls ekki ■— hún
var fullviss. En hvar var silfur-
peningurinn? Hún flýtti sér nú inn
og sannfærðist um, að hann vantaði
í veskið. Og á malarstígnum sást
peningurinn ekki heldur. „Hann
hefur þá tekið peninginn rneð sér“
áleit móðirin.
Ég var farinn að biða sögulok-
anna með óþreyju •— og nú komu
jjau: Fyrir nokkrum árum siðan
hafði Boris verið að lesa skáldsögu
og ákvað að lestri loknum með
inóður sinni, að hvort þeirra, sem
lengur lifði ,skyldi á einhvern
hátt fá vitneskju um það, hvort