Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 57

Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 57
NAPOLEON OG MARIA WALEWSKA Marie varð sem lémagna vegna þessarar beinu ástarjátningar. Hið fyrsta, sem hún gerði, var að sýna eiginmanni sýnum þessa orð- sendingu. Það er aðeins hægt að gizka á, hvernig honum hefur orðið innanbrjósts. Yafalaust hefur tog- azt á innra með honum stolt hans sem eiginmanns og ást hans til Pól- lands, vegna þess að mál þetta heyrði orðið til opinberra pólskra mála, og álitið var, að örlög Pól- lands væru komin undir afdrifum þess. Pólska stjórnin hafði einmitt kom- ið saman þennan sama dag til þess að ræða mál þetta. Pólland var að vísu ósjálfstætt ríki, en Pólverjar höfðu samt myndað með sér nokk- urs konar leynilegt stjórnarráð, sem vann með leynd að frelsun lands- ins. Æðsti maður stjórnarinnar Poniatowski prins, og hann lýsti þvi yfir, að Marie yrði ekki aðeins að taka þátt í kvöldverðinum, held- ur yrði hún að vera þess albúin að halda með keisaranum til bæki- stöðva hans í Konunglega kastal- anum, ef keisarinn óskaði eftir nærveru hennar þar. Þessu neitaði Marie afdráttarlaust. Hvernig dirfðust menn að krefjast slíks af henni? Hvernig gátu þeir búizt við þvi af henni, að hún fót- um træði ekki aðeins lieiður eigin- manns síns, heldur fremdi einnig eina af liöfuðsyndunum. En liún hélt samt til kvöldverðar- ins. Og árásinni var haldið áfram, á meðan hún sat að borðum. Duroc nálgaðist stól hennar og spurði hana, hvað hún ætlaðist fyrir. Hún svaraði engu, en reis upp til hálfs, líkt og hún ætlaði að fara burt taf- arlaust. Þá sá Duroc þann kost vænstan að yfirgefa hana í flýti. Napóleon reyndi enn krókaleið- ir. Hann talaði við hana örstutta stund og yfirgaf veizluna mjög snemma. Er hann var farinn, gat vesalings Marie einnig snúið heim- leiðis. Næsta morgun fék hún annað bréf frá keisaranum. Það hljóðaði svo: „Hef ég aðhafzt eitthvað, sem hef- ur valdið vanþóknun yðar, frú?“ Var um misskilning að ræða frá minni hálfu? Áhugi yðar virðist dvina, eftir þvi sem minn vex. Þér gerið mér það ómögulegt að njóta nokkurrar hvíldar! Yeitið dálítilli gleði inn í vesælt hjarta, sem er reiðubúið að dá yður. Er svo ó- sköp erfitt fyrir yður að senda svar? Þér skuldið mér tvö. N.“ Marie skýrði sendiboðanum frá þvi, að það væri ekki um neitt svar að ræða, og reyndi að ganga að sínum daglegu störfum. Tveim dögum síðar heimsótti nefnd ein hana. Formaður hennar var sjálfur Poniatowski prins, og einn af meðlimum hennar var Constant einkaþjónn Napóleons. Nefndin kom með enn eitt bréf frá keisaranum. Hún opnaði það í návist nefndarmanna og las eftir- farandi línur: „Stundum kemur það fyrir, að það er mikil byrði að vera frægur, enda hef ég kynnzt þvi of vel. Hvernig get ég fullnægt þrá lijarta, scm biður þess eins að mega varpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.