Úrval - 01.07.1965, Side 57
NAPOLEON OG MARIA WALEWSKA
Marie varð sem lémagna vegna
þessarar beinu ástarjátningar.
Hið fyrsta, sem hún gerði, var að
sýna eiginmanni sýnum þessa orð-
sendingu. Það er aðeins hægt að
gizka á, hvernig honum hefur orðið
innanbrjósts. Yafalaust hefur tog-
azt á innra með honum stolt hans
sem eiginmanns og ást hans til Pól-
lands, vegna þess að mál þetta
heyrði orðið til opinberra pólskra
mála, og álitið var, að örlög Pól-
lands væru komin undir afdrifum
þess.
Pólska stjórnin hafði einmitt kom-
ið saman þennan sama dag til þess
að ræða mál þetta. Pólland var að
vísu ósjálfstætt ríki, en Pólverjar
höfðu samt myndað með sér nokk-
urs konar leynilegt stjórnarráð, sem
vann með leynd að frelsun lands-
ins. Æðsti maður stjórnarinnar
Poniatowski prins, og hann lýsti
þvi yfir, að Marie yrði ekki aðeins
að taka þátt í kvöldverðinum, held-
ur yrði hún að vera þess albúin
að halda með keisaranum til bæki-
stöðva hans í Konunglega kastal-
anum, ef keisarinn óskaði eftir
nærveru hennar þar.
Þessu neitaði Marie afdráttarlaust.
Hvernig dirfðust menn að krefjast
slíks af henni? Hvernig gátu þeir
búizt við þvi af henni, að hún fót-
um træði ekki aðeins lieiður eigin-
manns síns, heldur fremdi einnig
eina af liöfuðsyndunum.
En liún hélt samt til kvöldverðar-
ins.
Og árásinni var haldið áfram, á
meðan hún sat að borðum. Duroc
nálgaðist stól hennar og spurði
hana, hvað hún ætlaðist fyrir. Hún
svaraði engu, en reis upp til hálfs,
líkt og hún ætlaði að fara burt taf-
arlaust. Þá sá Duroc þann kost
vænstan að yfirgefa hana í flýti.
Napóleon reyndi enn krókaleið-
ir. Hann talaði við hana örstutta
stund og yfirgaf veizluna mjög
snemma. Er hann var farinn, gat
vesalings Marie einnig snúið heim-
leiðis.
Næsta morgun fék hún annað
bréf frá keisaranum. Það hljóðaði
svo:
„Hef ég aðhafzt eitthvað, sem hef-
ur valdið vanþóknun yðar, frú?“
Var um misskilning að ræða frá
minni hálfu? Áhugi yðar virðist
dvina, eftir þvi sem minn vex. Þér
gerið mér það ómögulegt að njóta
nokkurrar hvíldar! Yeitið dálítilli
gleði inn í vesælt hjarta, sem er
reiðubúið að dá yður. Er svo ó-
sköp erfitt fyrir yður að senda
svar? Þér skuldið mér tvö.
N.“
Marie skýrði sendiboðanum frá
þvi, að það væri ekki um neitt
svar að ræða, og reyndi að ganga
að sínum daglegu störfum.
Tveim dögum síðar heimsótti
nefnd ein hana. Formaður hennar
var sjálfur Poniatowski prins, og
einn af meðlimum hennar var
Constant einkaþjónn Napóleons.
Nefndin kom með enn eitt bréf
frá keisaranum. Hún opnaði það
í návist nefndarmanna og las eftir-
farandi línur:
„Stundum kemur það fyrir, að
það er mikil byrði að vera frægur,
enda hef ég kynnzt þvi of vel.
Hvernig get ég fullnægt þrá lijarta,
scm biður þess eins að mega varpa