Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
strútsunga, sem vó á annað pund.
Þessi írski Ameríkumaður, sem
virðist vera svo áberandi og hávær
í starfi, er kyrrlátur og íhugull í
frítímum sínum. Hann les mikið
um heimspeki, sálkönnun, dáleiðslu
og önnur skyld efni.
Og það eru orð og þó einkum
algeng orðatiltæki og málshættir,
sem liafa orðið honum uppspretta
flestra fáránlegustu hugmyndanna.
Dag nokkurn heyrði hann sölu-
mann einn i Washington segja við
annan sölumann, að eitthvað væri
„eins og að selja Eskimóa isskáp.“
Þesi orð gerðu Moran djúpt hugsi.
Var í rauninni svo erfitt að selja
Eskimóa isskáp? Hafði noklcur
reynt það? Hann ákvað að komast
að þessu. Hann fékk flugfélag til
þess að veita sér ókeypis far til
bæjarins Juneau í Alaska og NBC-
útvarpsstöðina til þess að borga 500
dollara fyrir frásögn af ævintýri
þessu.
Hann fékk einnig ísskápafram-
leiðanda til þess að gefa ísskáp í
þessu augnamiSi og veita 2500
dollara styrk, en í þess stað átti
Moran að auglýsa nafn framleiðsl-
andans og ísskápstegundina. í Jun-
eau hitti Moran Eskimóa einn,
Charlie Pastalik að nafni, og þeir
gerðu út um kaupin á 5 mínútum.
„Ég hef alltaf haldið því fram,
að í enskri tungu úði og grúði af
tvöföldum merkingum og jafnvel
andstæðuin merkingum orða og
orðatiltækja,“ sagði Moran við
fréttamennina. „Og nú er ég bú-
inn að sanna það.“
Svo ákvað hann að sannreyna
orðatiltækið, „að það sé ekkert
eins erfitt að finna hér í heimi og
nál i heysátu.“ í Washington lét
hann hlaða 12 feta heysátu, og svo
stakk stjórnarembættismaður einn
merktri nál inn í hana í viðurvist
fréttamanila. Svo kom Moran á
vettvang, klæddur í skrautlegan
samfesting, með námumannshjálm
á höfði (ineð námulampa á) og
með heygrimu fyrir andlitinu, og
tók til að leita að nálinni. Og þeirri
leit hélt hann áfram í 4 daga.
Saga þessi barst auðvitað um
allan heim. Svona rétt til þess að
auka gildi jiessara auglýsingabrellu,
seldu aðstoðarmenn Moran áhorf-
endum og vegjfarendum umslög,
sem höfðu að geyma 1 heystrá og
bréfmiða, sem eftirfarandi klausa
stóð á:
„Frá Nálarleitarleiðangri Moran:
Þetta umslag hefur að geyma eitt
úsvikið heystrá úr Moranheysát-
unni í Washington. Þetta hey-
strá hefur verið vandlega rann-
sakað og athugað af herra Moran
persónulega. Hann lieldur því
fram, vottar það, staðfestir og
lýsir því yfir, að þetta heystrá
sé algerlega laust við nálar af
öllu tagi. Jim Moran.“
Hann hamaðist í heysátunni í
82 klukkustundir og 30 mínútur
áður en hann fann NÁLINA.
Stórkostlegustu brellu sína fram-
kvæmdi hann, meðan hann var
auglýsingastjóri fyrir veitingahús-
ið Ciro i Hollywood. Moran frétti,
að Saud-el-Saud, einn af fjölmörg-
um sonum Ibns Sauds Saudi-Ara-
bíukonungs, væri kominn i heim-
sókn til kvikmyndaborgarinnar.