Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 98

Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 98
»6 ÚRVAL þessu ferðalagi mínu, þurrkuðu oft og tíðum út fyrri áhrif og fyrir fram myndaðar skoðanir. Þessa nótt höfðu Vondulönd breytzt í Góðulönd. MOTNANAFYLKI Ég ann Montanafylki hugástum. Gagnvart öðrum fylkjum finn ég til aðdáunar, virðingar og jafnvel hvað Montanafylki snertir, er um ást að ræða. Montanafylki er mik- ilfenglegt og dýrðlegt. Þar er allt risavaxið, en þó ekki yfirþyrm- andi. Þar er mikill gróður, og þar ríkir stórfengleg litadýrð. Og fjöll- in eru einmitt þannig fjöll, sem ég myndi skapa, ef það yrði nokkurn tima hlutverk mitt að skapa l'jöll. Þar lieyrði ég í fyrsta skipti á ferð minni ákveðna mállýzku, bundna við visst hérað, án nokk- urra áhrifa frá sjónvarpsmálinu. Þetta var hlýlegt mál og án alls óðagots. Mér fannst sem liið æðis- lega annríki Ameríku hefði ekki tekið sér bólfestu í Montanafylki. Ró fjalla og ávalra graslenda hafði einnig tekið sér bólfestu í fólkinu, sem fylki þetta byggir. Smáborg- irnar voru staðir, sem hægt var að una sér vel á, fremur en tætings- leg býflugnabú. Fólk hafði tíma til þess að taka sér stundarhvíld frá störfum sínum til þess að rækja skyldustörf sín sem nág'rannar og meðbræður. Ég tók eftir því, að þarna flýtti ég mér ekki allt hvað af tók í gegn- um borgirnar til þess að losna sem fyrst við þær. Jafnvel fann ég hjá mér ástæðu til þess að kaupa hitt og þetta, sem mig vanhagaði um, en þegar betur var að gáð, reyndist ástæðan fremur vera sú, að þann- ig gafst mér tækifæri til þess að doka ögn lengur við í þessum vina- legu smáborgum. í Rillings Iceypti ég hatt, i Livingston keypti ég jakka, og i Butt keypti ég notaðan riffil, sem ég hafði enga sérstaka þörf fyrir. Og i sömu húð rakst ég á sjónaukasigti, sem ég varð að eignast, og ég beið þarna, á meðan það var fest á riffilinn, og meðan á biðinni stóð, kynntist ég öllu starfsfólki búðarinnar og öllum jíeim viðskiptavinum, sem ráku þar inn hausinn. Þarna eyddi ég næstum heilum morgni, og ástæðan fyrir dvöl minni var fyrst og fremst sú, að ég kunni svo vel við mig þarna og hafði enga löngun til þess að fara strax. En ég geri mér grein fyrir því, að ástin er orðvana eins og fyrri daginn. Montanafylki hefur töfrað mig algerlega. Ég er sem í álögum. Það er þrungið notalegri hlýju, dýrð þess er mikilfengleg. Ef til væri sævarströnd í Montanafylki eða ég gæti búið svo langt frá sjó, myndi ég tafarlaust flytja þangað og fara fram á að mega gerast einn af ibúum þess. Af öllum fylkjunum er það uppáhaldið mitt — ástin mín. KALIFORNÍUFYLKI Mér finnst erfitt að skrifa um fæðingarfylki mitt, norðurhluta Kaliforníu. Það hefði einmitt átt að vera auðveldast fyrir mig að skrifa um þetta fylki, því að ég þekki þessa landræmu meðfram Kyrrahafinu betur en nokkurn annan stað í viðri veröld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.