Úrval - 01.07.1965, Side 98
»6
ÚRVAL
þessu ferðalagi mínu, þurrkuðu oft
og tíðum út fyrri áhrif og fyrir
fram myndaðar skoðanir. Þessa
nótt höfðu Vondulönd breytzt í
Góðulönd.
MOTNANAFYLKI
Ég ann Montanafylki hugástum.
Gagnvart öðrum fylkjum finn ég til
aðdáunar, virðingar og jafnvel
hvað Montanafylki snertir, er um
ást að ræða. Montanafylki er mik-
ilfenglegt og dýrðlegt. Þar er allt
risavaxið, en þó ekki yfirþyrm-
andi. Þar er mikill gróður, og þar
ríkir stórfengleg litadýrð. Og fjöll-
in eru einmitt þannig fjöll, sem ég
myndi skapa, ef það yrði nokkurn
tima hlutverk mitt að skapa l'jöll.
Þar lieyrði ég í fyrsta skipti á
ferð minni ákveðna mállýzku,
bundna við visst hérað, án nokk-
urra áhrifa frá sjónvarpsmálinu.
Þetta var hlýlegt mál og án alls
óðagots. Mér fannst sem liið æðis-
lega annríki Ameríku hefði ekki
tekið sér bólfestu í Montanafylki.
Ró fjalla og ávalra graslenda hafði
einnig tekið sér bólfestu í fólkinu,
sem fylki þetta byggir. Smáborg-
irnar voru staðir, sem hægt var að
una sér vel á, fremur en tætings-
leg býflugnabú. Fólk hafði tíma til
þess að taka sér stundarhvíld frá
störfum sínum til þess að rækja
skyldustörf sín sem nág'rannar og
meðbræður.
Ég tók eftir því, að þarna flýtti
ég mér ekki allt hvað af tók í gegn-
um borgirnar til þess að losna sem
fyrst við þær. Jafnvel fann ég hjá
mér ástæðu til þess að kaupa hitt
og þetta, sem mig vanhagaði um,
en þegar betur var að gáð, reyndist
ástæðan fremur vera sú, að þann-
ig gafst mér tækifæri til þess að
doka ögn lengur við í þessum vina-
legu smáborgum. í Rillings Iceypti
ég hatt, i Livingston keypti ég
jakka, og i Butt keypti ég notaðan
riffil, sem ég hafði enga sérstaka
þörf fyrir. Og i sömu húð rakst ég
á sjónaukasigti, sem ég varð að
eignast, og ég beið þarna, á meðan
það var fest á riffilinn, og meðan
á biðinni stóð, kynntist ég öllu
starfsfólki búðarinnar og öllum
jíeim viðskiptavinum, sem ráku
þar inn hausinn. Þarna eyddi ég
næstum heilum morgni, og ástæðan
fyrir dvöl minni var fyrst og fremst
sú, að ég kunni svo vel við mig
þarna og hafði enga löngun til
þess að fara strax.
En ég geri mér grein fyrir því,
að ástin er orðvana eins og fyrri
daginn. Montanafylki hefur töfrað
mig algerlega. Ég er sem í álögum.
Það er þrungið notalegri hlýju,
dýrð þess er mikilfengleg. Ef til
væri sævarströnd í Montanafylki
eða ég gæti búið svo langt frá sjó,
myndi ég tafarlaust flytja þangað
og fara fram á að mega gerast einn
af ibúum þess. Af öllum fylkjunum
er það uppáhaldið mitt — ástin mín.
KALIFORNÍUFYLKI
Mér finnst erfitt að skrifa um
fæðingarfylki mitt, norðurhluta
Kaliforníu. Það hefði einmitt átt að
vera auðveldast fyrir mig að skrifa
um þetta fylki, því að ég þekki þessa
landræmu meðfram Kyrrahafinu
betur en nokkurn annan stað í
viðri veröld.