Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
alltaf nægur markaður fyrir not-
uð föruhús. ÞaS er auðvelt að
halda þeim við. Þau þarfnast engr-
ar málningar, þar eð þau eru venju-
lega úr alúmíni. Og þau eru ekki
háð breytilegum lóðaverðum.
Stundum borðaði ég kvöldmat
með íbúum þessara húsa. Ég minnt-
ist þess, að kvöldmaturinn, sem ég
borðaði í einu þeirra, var útbúinn
i fullkomnu eldhúsi, sem var flísa-
lagt, með stálvöskum og öllum ný-
tízku útbúnaði. Ofn og rafmagns-
plötur voru jafnvel innbyggð í
skápasamstæðurnar líkt og' í nýtízku
eldhúsum. Eigandinn vann sem bif-
vélavirki i um 4 mílna fjarlægð og
hafði góðar tekjur. Börnin hans tvö
gengu út að þjóðveginum á hverj-
um morgni, og þar biðu þau eftir
gula skólabílnum.
Að kvöldverði loknum bar ég
i'ram spurningu, sem leitað hafði
á mig og ég fann ekki svar við. Við
varðveitum öll innra með okkur
kenndina um, að við eigum oklcur
rætur, sem fastar séu i einhverjum
bæ einhverri sveit eða einhverju
héraði. Hvernig fannst þessu fólki
það að ala upp börn sín án slikra
tengsla, án fastra róta?
„Hve margir nútímamenn eiga
nú þetta, sem þú ert að tala um?“
spurði heimilisfaðirinn mig þá.“
„Um hvaða rætur er að ræða i íbúð
á 12. hæð i fjölbýlishúsi í stórborg?
Nú, eða í endalausu úthverfi smá-
húsa, sem eru öll næstum þvi ná-
kvæinlega eins?“
Svo hélt hann áfram: „Pabbi
minn kom frá Ítalíu. Hann ólst upp
í Toscanahéraði i húsi, þar sem ætt
hans hafði búið i óralangan tíma,
kannski í alit að þvi þúsund ár.
Þar má tala um rætur. Engin vatns-
leiðsla, ekkert salerni, og þau eld-
uðu matinn sinn yfir viðarkolaeldi
eða notuðu afklippur af vinviðar-
teinungum í uppkveikju. Þau höfðu
bara tvö herbergi, eldhús og svefn-
herbergi, þar sem allir sváfu, afi,
pabbi og allir krakkarnir. Þar var
enginn staður til þess að lesa, eng-
inn staður til þess að vera eiun út
af fyrir sig eina mínútu. Var það
betra. Ég þori að veðja, að mætti
pabhi gamli velja, myndi hann
slcera á ræturnar og lifa lífinu eins
og ég.“
Þegar ég var kominn inn á stóru
hraðbrautina nálægt Toledo, átti
ég mjög uppbyggilegt samtal við
Kalla um rætur. Var það hugsanlegt,
að Bandaríkjamenn séu eirðarlaus
þjóð, flökkuþjóð, förumenn, sem
eru aldrei ánægðir með staðinn,
sem þeir búa á? Fyrstu landnemarn-
ir, sem námu hið ameríska megin-
land, voru eirðarlausir Evrópubú-
ar. Mætti það ekki teljast óvenju-
legt, ef við hefðum ekki erft þessa
tilhneigingu.
VONDULÖND
Ég kom að Missouriánni fullur
undrunar. Þarna eru mörkin milli
austurs og vesturs. í Bismark, Norð-
ur Dakotamegin, svipar landslagiuu
til Austurrikjanna. Grasið er svip-
að að áferð. Það lítur eins út og
af því er sama lyktin og í austur-
hluta Bandaríkjanna. En hinum
megin Missourifljótsins hefst hið
raunverulega Vestur. Þar er grasið
brúnt og ekki eins þétt. Stundum
er svörðurinn sundurskorinn af