Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 81
A LfíA TIíOSIN
79
trosinn hjá Shelvocke var talinn
vera ills viti, var sá, sem Coleridge
lætur hinn „Ancient Mariner"
drepa, talinn vera góðs viti. Sann-
leikurinn er sá, að líkur eru til að
Coleridge hafi ætlað kvæði sínu að
vera líkingu, sem átti ekki aðeins,
eins og venjulega er talið, að túlka
ást á skepnum, heldur einnig ást
á guði. Hann notaði albatrosinn sem
tákn (symbol) — sendiboða guðs
— svo að glæpur sjómannsins var
guðlast.
Fáum árum fyrir dauða sinn rit-
aði Coleridge þá játningu, að
kvæði hans hefði verið „algert hug-
arflug“. Samt sem áður hefur þjóð-
sagan um albatrosinn fest mjög
djúpar rætur. í því nær hverri ein-
ustu orðabók og alfræðibók er
undir orðinu „Albatross“ atliuga-
semd eitthvað á þessa leið: „Meðal
sjómanna er sú hjátrú algeng, að
það valdi ógæfu að drepa alba-
tros“, og hinar stóru alfræðibækur
heimsins halda stöðugt við þessum
misskilningi. Til dæmis segir En-
cyc.lopedia Britannica: „Sjómenn
hafa mikið dálæti á þeim, og eru
haldnir rótgróinni hjátrú gegn því
að deyða þá.“ Og Encyclopedia
Americana segir: „Coleridge lagði
út af hjátrú sjómanna gegn því að
deyða þá í kvæði sínu Rime of
the Ancient Mariner
SJÁLFVIRKUR SlMX
Hugsið ykkur símanúmer — og margfaldið það með 300. 1 Englandi
er nú byrjað að taka í notkun nýjan númeravalsútbúnað fyrir síma-
notendur. Sá útbúnaður velur sjálfkrafa allt að 300 fyrirfram ákveðin
númer, og er listi yfir nöfn og númer settur I tækið. Ýtið bara á hnapp
á móti númerinu, sem þér óskið eftir, og síminn velur það sjálfkrafa
fyrir yður. English Digest
NEYÐARKALL
Gamalt fólk eða einbúar þurfa síður að óttast Þjófnaði og árásir, ef
þeir láta setja upp hjá sér nýjustu neyðarkallstækin. Þrýst er á hnapp,
og þá heyrist hávært aðvörunarhljóð, sem greina má í nokkur hundruð
metra fjarlægð. Og um leið kviknar á rafljósaskilti úti fyrir glugganum.
Á skiltinu stendur orðið „Hjálp“, ag eru stafirnir 3% þumlungar á
hæð. Neyðarkalltæki þessi kosta 10 sterlingspund.
English d'igest
Ef þér er það lífsnauðsyn að ræða vandamál þín, skaltu ekki angra
vini þina með því að neyða þá til þess að hlusta á þig. Skýrðu óvinum
þínum frá þeim, því að þeir munu verða himinlifandi yfir að heyra þau.
Irish Digest