Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 47
Hann fann nálina í heysátunni
Jini Moran var meistan í allslcyns cjabbi og
fáránlegum uppátœkjum.
Eftir P. R.
í FYRSTA skipti sem
fundum okkar Jim Mor-
an bar saman, „lá hann
á“ strútseggi í Holly-
wood og var að reyna
að unga því út. Þarna var um
skyldustarf aS ræða og þess gerist
varla þörf að taka fram, að hann
gerSi þetta fyrir peninga.
Þessi Ameríkumeistari í alls kyns
gabbi og fáránlegum uppátækjum
segist vera umboSsmaður að at-
vinnu, og taki hann að sér að aug-
lýsa fólk og fyrirtæki eða vörur á
allan hugsanlegan og óhugsanlegan
hátt og koma þeim á framfæri.
Margir vinna fyrir sér með þvi að
útvega dagblöðum og tímaritum
upplýsingar og fréttir af fólki, sem
þeir eru slikir umboðsmenn fyrir,
en nefna þá aldrei sjálfa sig á nafn.
En Jim Moran fer öðruvísi að. Hann
sjálfur er ætið miðdepillinn i hverri
auglýsingabrellu, hvort sem við-
skiptavinur hans er hljómsveita-
stjóri, kvikmyndastjarna eða veit-
ingaliússeigandi.
Og það var einmitt af þessum á-
stæðum, að hann lá þarna á strúts-
eggi vestur i Hollywood og var
að reyna að unga því út. Árið 1947
lét kvikmyndafélag eitt í Holly-
wood gera kvikmynd, er har heitið
„Eggið og ég“. Iívikmynd þessi
hefur síðan gefið framleiðendunum
góðan arð, sem að nokkru leyti
má þakka Moran karlinum. Og það
var hlutverk Moran að skýra ver-
öldinni allri eftirminnilega frá þess-
ari mynd.
I því augnamiði klæddi hann
sig í fjaðrabúning, náði sér i ungað
strútsegg og tilkynnti, að hann ætl-
aði að liggja á því, þangað til úr
þvi skriði strútsungi. Og á því
„sat hann og lá“ í samtals 19 daga,
4 klukkustundir og 32 mínútur,
meðan myndavélarnar beindust sí-
fellt að lionum og dagblöðin birtu
allri bandarísku þjóðinni fréttir af
liðan hans kvölds og morguns á
degi hverjum. Og síðan birtust stór-
fréttir, þegar Moran tilkynnti, að
eggið og hann hefðu „framleitt“
Irish Digest
45