Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 127
DULTRÚ OG UUGARRURÐUR
125
nokkurt líf vœri til eftir dauðann
eða ekki. Móðir hans var guðleys-
ingi, en samsinnti þessu þó í gamni.
Nú varð koma betlarans e. k. opin-
berun sonar liennar og öruggt tákn
um annað lif og veitti henni sálar-
styrk um leið.
Nú mun ég gera grein fyrir 3
dáleiðslutilfellum, sem voru hvert
öðru ólík um áhrif og atburðarás.
Hið fyrsta átti sér stað fyrir
rúmlega 10 árum i sambandi við
þá ætlun mína að venja mig af
reykingum. Ég fékk meðmælabréf
til dávalds, sem áleit sig geta vanið
mig af reykingunum, nema því að-
eins að ég væri í hópi þeirra 5%
allra manna, sem ekki er hægt að
dáleiða. Notuð var tal-dáleiðsla,
sem mun vera algengasta aðferðin.
Samt fannst mér allir tilburðir hjá
þessum rússneska presti svo undar-
legir og skrýtnir, að ég var næstum
farinn að skella upp úr.
Eftir dáleiðslutilraunina spurði
hann mig, hvort ég væri ekki þegar
búinn að fá óbeit á reykingum. Ég
varð að hryggja liann með að bera
á móti því. „Þá tilheyrið þér þess-
um 5%, sem ekki er hægt að dá-
leiða. Þetta verða 20 krónur. Þakk
fyrir.“ Ég var dálitlu fróðari eftir
en áður.
Fyrir mörgum árum siðan þurfti
ég eitt sinn að ferðast i viðskipta-
erindum til Parísar. Vinur minn
einn i Iíaupmannahöfn bað mig
að skila kveðju til saineiginlegs
vinar okkar beggja, rússneskrar
konu, sem var víðförull heimsborg-
ari og hafði sérstæðan persónu-
leika. Hún bauð mér til miðdags-
verðar á veitingahúsi, eins og
venja er í París. Hún bað mig að
segja ofurlítið frá Sovétríkjunum,
meðan á máltíð stóð, og ég sagði
henni m. a. frá áðurgreindri ferð
eftir mjölinu. Hún hlustaði með
mikilli eftirtekt og' þegar ég var
að segja frá persónunni, sem sat
aftan á kerrunni, sá ég að kom
ákafaglampi í augu hennar. Og nú
varð ég að hætta frásögn minni,
vegna þess að mér virtist veitinga-
húsið hverfa og brúngul þoka
breiddist yfir allt. Einnig sá ég
gyllta, lýsandi hringi fyrir framan
mig og þeir nálguðust hægt hver
annan. En rétt í þvi, að þeir virt-
ust sameinast, fann ég til svo megnr-
ar vanlíðunar, að ég varð að gera
enda á þessu ástandi. Ég hristi
höfuðið af öllu afli og þokan hvarl'
og ég sá að gestgjafi minn settist
hægt niður í sæti sitt. Hið einkenni-
lega við þetta dáleiðslutilfelli var,
hversu skyndilega það kom og án
alls venjulegs sefjunarundirbúnings.
Þriðja dæmið gerðist eins og nú
skal greina: Ættingi minn lézt ó-
vænt og sorglega og afleiðingin
varð sú, að kona hans sem einnig
var rússnesk, fékk alvarlegt tauga-
áfall, sem liktist geðveikiskasti.
Hún var flutt á órólegu deildina á
St. Hans sjúkrahúsinu og þar heim-
sótti ég hana næsta dag.
Sex sjúklingar voru í stofunni’,
sem hún lá í. Rúm hennar var rétt
við dyrnar. Hún fór að gráta á-
kaft, þegar hún sá mig. Ég settist
á rúmstokkinn og hélt í liönd lienni,
unz hún róaðist hægt oog hægt:
í næsta rúmi lá rauðhærð kona,
sem virtist um miðjan aldur. Fyrst
horfði hún á okkur með atliygli,