Úrval - 01.07.1965, Page 48

Úrval - 01.07.1965, Page 48
46 ÚRVAL strútsunga, sem vó á annað pund. Þessi írski Ameríkumaður, sem virðist vera svo áberandi og hávær í starfi, er kyrrlátur og íhugull í frítímum sínum. Hann les mikið um heimspeki, sálkönnun, dáleiðslu og önnur skyld efni. Og það eru orð og þó einkum algeng orðatiltæki og málshættir, sem liafa orðið honum uppspretta flestra fáránlegustu hugmyndanna. Dag nokkurn heyrði hann sölu- mann einn i Washington segja við annan sölumann, að eitthvað væri „eins og að selja Eskimóa isskáp.“ Þesi orð gerðu Moran djúpt hugsi. Var í rauninni svo erfitt að selja Eskimóa isskáp? Hafði noklcur reynt það? Hann ákvað að komast að þessu. Hann fékk flugfélag til þess að veita sér ókeypis far til bæjarins Juneau í Alaska og NBC- útvarpsstöðina til þess að borga 500 dollara fyrir frásögn af ævintýri þessu. Hann fékk einnig ísskápafram- leiðanda til þess að gefa ísskáp í þessu augnamiSi og veita 2500 dollara styrk, en í þess stað átti Moran að auglýsa nafn framleiðsl- andans og ísskápstegundina. í Jun- eau hitti Moran Eskimóa einn, Charlie Pastalik að nafni, og þeir gerðu út um kaupin á 5 mínútum. „Ég hef alltaf haldið því fram, að í enskri tungu úði og grúði af tvöföldum merkingum og jafnvel andstæðuin merkingum orða og orðatiltækja,“ sagði Moran við fréttamennina. „Og nú er ég bú- inn að sanna það.“ Svo ákvað hann að sannreyna orðatiltækið, „að það sé ekkert eins erfitt að finna hér í heimi og nál i heysátu.“ í Washington lét hann hlaða 12 feta heysátu, og svo stakk stjórnarembættismaður einn merktri nál inn í hana í viðurvist fréttamanila. Svo kom Moran á vettvang, klæddur í skrautlegan samfesting, með námumannshjálm á höfði (ineð námulampa á) og með heygrimu fyrir andlitinu, og tók til að leita að nálinni. Og þeirri leit hélt hann áfram í 4 daga. Saga þessi barst auðvitað um allan heim. Svona rétt til þess að auka gildi jiessara auglýsingabrellu, seldu aðstoðarmenn Moran áhorf- endum og vegjfarendum umslög, sem höfðu að geyma 1 heystrá og bréfmiða, sem eftirfarandi klausa stóð á: „Frá Nálarleitarleiðangri Moran: Þetta umslag hefur að geyma eitt úsvikið heystrá úr Moranheysát- unni í Washington. Þetta hey- strá hefur verið vandlega rann- sakað og athugað af herra Moran persónulega. Hann lieldur því fram, vottar það, staðfestir og lýsir því yfir, að þetta heystrá sé algerlega laust við nálar af öllu tagi. Jim Moran.“ Hann hamaðist í heysátunni í 82 klukkustundir og 30 mínútur áður en hann fann NÁLINA. Stórkostlegustu brellu sína fram- kvæmdi hann, meðan hann var auglýsingastjóri fyrir veitingahús- ið Ciro i Hollywood. Moran frétti, að Saud-el-Saud, einn af fjölmörg- um sonum Ibns Sauds Saudi-Ara- bíukonungs, væri kominn i heim- sókn til kvikmyndaborgarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.