Dagfari - 01.03.2024, Page 7

Dagfari - 01.03.2024, Page 7
Nýtt friðarmerki Málsverður á föstudaginn langa Fjáröflunarmálsverðir SHA eru mikilvægur þáttur í starfsemi samtakanna, bæði sem félagsleg aðgerð en einnig til að standa straum af rekstri Friðarhúss sem er mikilvæg miðstöð fyrir hvers kyns róttæka starfsemi. Málsverðirnir eru að jafnaði síðasta föstudag í hverjum mánuði og engin breyting verður á að þessu sinni þótt 29. mars beri upp á föstudaginn langa. Að venju mun borðhald hefjast kl. 19 en verðið er litlar 2.500 krónur á manninn. Hátíðaraðalfundur Friðarhúss SHA ehf Friðarhús SHA ehf. var stofnað árið 2004 með það að markmiði að festa kaup á húsnæði fyrir starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga. Einungis ári síðar náðist sá áfangi þegar Friðarhúsið á Njálsgötu 87 var opnað. Fjöldi fólks er hluthafar í félaginu sem heldur utan um fasteignina en hófstillt leiguverð SHA stendur undir viðhaldi, rekstri og opinberum gjöldum. Í tilefni af afmælinu verður venju fremur mikið á boðstólum á aðalfundi félagsins sem haldið verður sunnudaginn 14. apríl kl. 14 – að sjálfsögðu í húsnæði félagsins að Njálsgötu 87. Hluthafar eru hvött til að mæta, en þau sem ekki eiga heiman- gengt eru hvött til að koma umboði fyrir hlut sínum til annarra félagsmana svo fundurinn verði löglegur, en til þess þurfa hand- hafar amk helmings hluta að vera viðstödd. Umboð má einnig senda á sha@fridur.is

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.