Dagfari - 01.03.2024, Page 19

Dagfari - 01.03.2024, Page 19
Kjarnorkuváin 2024 Atburðarás undanfarinna ára hefur einkennst af vaxandi spennu á milli Bandaríkjannaog Rússlands, og þar með aukinni spennu þegar kemur að kjarnavopnamálum. Nú er svo komið að allir helstu afvopn- unarsamningar frá tímum kalda stríðsins hafa verið felldir úr gildi. Segja má að hafið sé nýtt kalt stríð á milli stórveldanna með tilheyrandi vopnakapphlaupi. Það er ekki ósvipað því fyrra, en þó vissulega ekki af sömu stærðargráðu, það er stigsmunur frekar en eðlismunur á. Hér í þessari grein verður fjallað um nýja kjarnavopnakapphlaupið á milli Bandaríkjanna og Rússlands, þar sem hvor hliðin verður skoðuð fyrir sig. Fyrst verður málið skoðað út frá sjónarhorni Bandaríkjanna og síðan Rússlands. Síðan 1947 hafa kjarnorkuvísinda- menn, sem gefa út tímaritið Bulletin of Atomic Scientists, haldið úti hinni svokölluðu dómsdagsklukku, þar sem miðnætti táknar kjarnorku- styrjöld og endalok siðmennigarinnar. Í yfirlýsingu vísindamannanna frá 2020 var vísirinn færður í 100 sek. í mið- nætti, en það er nær miðnætti heldur en vísirinn hefur nokkurn tímann verið færður frá upphafi (þ.m.t. á hápunkti kalda stríðsins). Meðal helstu ástæðna voru sagðar vera niðurbrot afvopnunar- samninga. Árið 2023 var vísirinn svo færður í 90 sek. í miðnætti vegna stríðsins í Úkraínu og aukinnar spennu milli stórveldanna í tengslum við það. Í yfirlýsingunni frá 2020 segir m.a. að: „á sviði kjarnorkumála hafa þjóðarleiðtogar bundið enda á eða grafið undan helstu vopnaeftirlits- samningum og skapað umhverfi sem stuðlar að endurnýjuðu kjar- navopnakapphlaupi, að aukinni útbreiðslu kjarnavopna, og hafa lækkað þröskuldinn sem stendur í vegi fyrir kjarnorkustríði… Samstarf Bandaríkjanna og Rússlands um vopnaeftirlit og afvopnun er nú nánast ekki neitt.” Í nýjustu yfirlýsingunni, fyrir árið 2024, segir jafnframt að öll kjarnorkustór- veldin, Bandaríkin, Kína og Rússland, séu „að eyða miklum fjárhæðum í að nútímavæða kjarnavopnabúr sín“ á sama tíma og „alþjóðlega vopnaeftirlitskerfið hefur hrunið.“ Í nóvember 2022 varaði aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, heiminn við því að það eina sem skildi frá kjarnorkustríði væri bara „einn misskilningur eða misbrestur [á milli stórveldanna].“ Þá hafa bæði Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti sagt álíka, að nú sé meiri hætta á kjarnorkustríði heldur en nokkurn tímann á hápunkti kalda stríðsins. Biden forseti orðaði það þannig að núna væri meiri hætta á „nuclear armageddon“ heldur en í Kúbudeilunni árið 1962. Það verður að teljast mjög merkilegt og aðkallandi að báðir leiðtogar stórveldanna hafa sagt þetta hreint út og viðurkennt opinberlega. Það er fordæmalaust.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.