Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 24

Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 24
New START takmarkar sem sagt strategísk kjarnavopn við töluna 1550, „til notkunar” (deployed), en það á við um kjarnaodda á eld- flaugum og sprengjur í sprengju- flugvélum sem eru tilbúnar að vera skotið á loft. Samkomulagið nær ekki til allra kjarnavopna sem eru í langtímageymslu í vopnabúrum, sem eru talsvert fleiri, en ekki endilega öll nothæf, heldur gamlar birgðir sem hafa verið að safna ryki frá því á tímum kalda stríðsins. New START takmarkar einnig fjölda þeirra vopna sem eru notuð til að skjóta kjarnorkusprengjum, en það eru langdrægar eldflaugar (ICBMs), kafbátaeldflaugar(SLBMs) og spreng- juflugvélar, sem mega ekki vera fleiri samtals heldur en 800 (ath. að eitt slíkt vopn getur verið fært um að skjóta mörgum kjarnaoddum á sama tíma). Rússar drógu sig sem sagt til baka úr New START í febrúar 2023. En vert er að taka fram að þeir virðast ennþá fara eftir takmörkunum samning- sins, þar sem þeir hafa ekki fjölgað strategískum kjarnavopnum eða langdrægum eldflaugum sínum umfram það sem er tiltekið í samningnum. Fjallað er um þetta í nýjustu útgáfu Bulletin of Atomic Scientists (vol. 80, issue 2, 2024) í greininni „Russian nuclear weapons, 2024”. Í nóvember 2023 drógu Rússar sig sömuleiðis úr samningum um alhliða bann við kjarnavopnatil- raunum (Comprehensive Nucle- ar-Test-Ban Treaty eða CTBT). Einnig er fjallað um þetta í nýjustu útgáfu Bulletin of Atomic Scientists, sjá greinarnar „Preserving the nucle- ar test ban after Russia revoked its CTBT ratification” og „The horrors of nuclear weapons testing.” Þessi ákvörðun vakti áhyggjur um að þetta væri mögulega skref í átt að því að hefja aftur kjanavopnatilraunir. Að þetta gerðist samhliða stríðinu í Úkraínu jók vissulega á spennuna. Þetta mál nær reyndar aftur fyrir upphaf Úkraínu-stríðsins, þar sem það voru ýmis teikn á lofti um að stórveldin hefðu mögulega áhuga á því að hefja kjarnavopnatilraunir á ný. Gervihnattamyndirnar sýna að Rússar hafa haldið uppi kjarna- vopnatilraunastöð sinni á eyjunni Novaya Zemlya, sem og Bandaríkin í eyðimörkinni Nevada, og Kína í Lop Nur í Xinjiang-héraði. Samkvæmt gervihnattamyndunum hefur verið

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.