Dagfari - 01.03.2024, Page 26

Dagfari - 01.03.2024, Page 26
Ávarp friðarsinna vegna Evrópuráðsfundar Sem kunnugt er fundaði Evrópuráðið í Reykjavík á síðasta ári. Mikið var umleikis og öryggisráðstafanir miklar. Þrátt fyrir löggufargan og úrhellisrigningu náðu hernaðarandstæðingar að vekja athygli á málstað sínum í tengslum við ráðstefnuna. Málefni Úkraínu voru efst á baugi á Evrópuráðsfundinum. Að því tilefni söfnuðu Samtök hernaðarandstæðinga 100 manns á yfirlýsingu þar sem hvatt var til tafarlauss friðar í landinu. Birtist yfirlýsingin í nokkrum fjölmiðlum og vakt talsverða athygli. Hún var á þessa leið: Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu nú þegar og vinna í kjölfarið að friði og samvinnu í Evrópu. Stríð eru óásættanleg leið til að útkljá ágreining ríkja eða hópa á milli. Evrópa getur státað af langri sögu siðmenningar og lýðræðis þar sem samvinna og þekkingarleit hafa leitt til stórkostlegra framfara. Við höfum einnig upplifað hrikalegar styrjaldir, átök, sundrungu og ofbeldi. Styrjaldir hafa aldrei leitt annað en hörmungar yfir álfuna og gera það einnig nú. Stríðið í Úkraínu verður að stöðva tafarlaust með skilyrðislausu vopnahléi. Í kjölfarið þarf strax að ræða og semja um langvarandi frið sem er grunnur að mannréttindum og lýðræði. Friður og framfarir í Evrópu eru sameiginlegt verkefni álfunnar allrar. Þar mega þjóðarleiðtogar ekki láta sitt eftir liggja. Byrjum friðarferlið strax í dag. 1. Anna Friðriksdóttir, lyfjafræðingur, Reykjavík 2. Anna Guðmundsdóttir, friðarsinni, Reykjavík 3. Anna S Hróðmarsdóttir, Reykjavík 4. Anna Þorsteinsdóttir, þjóðgarðsvörður, Mývatnssveit 5. Árni Hjartarson, jarðfræðingur, Reykjavík 6. Ásta Steingerður Geirsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðsögumaður, Borgarfirði eystri 7. Auður Alfífa Ketilsdóttir, Reykjavík 8. Auður Lilja Erlingsdóttir, deildarstjóri, Reykjavík 9. Árni Daníel Júlíusson, doktor í sagnfræði, Reykjavík 10. Björgvin G. Sigurðsson, Selfossi 11. Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona, Reykjavík 12. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík 13. Davíð Kristjánsson, Selfossi 14. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari, Reykjavík 15. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi 16. Drífa Lýðsdóttir, Reykjavík 17. Einar Ólafsson, rithöfundur, Kópavogi 18. Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur, Reykjavík

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.