Úrval - 01.03.1967, Page 5
3. hefti
26. árg.
Urva
Marz
1967
Meiri framfarir hafa orðið á siðustu fjörutíu árum en á fjórum
öldum þar á undan.
Framfarir síðustu
fjörutíu ára
vernig verður umhorfs
á hnetti vorum eftir
tuttugu ár? Eða fimm-
tíu, sextíu eða jafnvel
hundrað? 34000 manna í
Frakklandi, þar af 6000 í París, hafa
atvinnu af stjörnuspádómum, því
aldrei hefur hið ókomna boðið af
sér slíka ógn sem núna. Ný menning
er í sköpun, við sjáum hana koma
fram út úr óskapnaðinum, skýrar
og skýrar. Milli vonar og ótta horf-
um við á þetta, og við spyrjum og
spyrjum. Á hvaða leið erum við?
Hvert liggur þessi vegur sem vís-
indin marka núna með öllum sínum
stórfurðulegu uppgötvunum? Hvort
liggur hann heldur til farsældar eða
ófarnaðar? Nú er langt um liðið og
margt orðið breytt síðan forstjórar
einkaleyfaskrifstofu Bandaríkjanna
orðuðu afsögn sína þannig: „Nú er
ekki framar neitt til, sem fundið
verði upp.“ Tíu árum seinna lét hinn
mikli franski efnafræðingur Mareel-
in Berthelot svo um mælt: „Tilver-
an hefur ekki framar neitt ieyndar-
mál að geyma. „Hinsvegar finnst
okkur nú fyrst blasa við óendanleg
verkefni til úrlausnar, óendanlega
margt ófundið, og því fleira, sem
fleira finnst.
Síðan við lok járnaldar hinnar
ljótu árið 1945 hafa fleiri nýjungar
komið fram, fleiri uppgötvanir verið
Readers Digest
3