Úrval - 01.03.1967, Qupperneq 18
16
lííi, og hún fyrirgefur seint manni,
sem hagar sér ruddalega og hugsar
einungis um sjálfan sig í þessu efni.
Nokkrir lestir, sem báðum aðil-
um fellur illa, ef þeir eru í fari ann-
ars hvors aðilans.
1. Drekkuröu oj mikið?
Engan mann eða konu langar til
að bindast órúfandi böndum fólki,
sem haldið er einhverri eyðileggj-
andi ástríðu. Þó er það svo, sem
furðulegt má teljast, að bæði eig-
inmenn og eiginkonur geta sýnt
maka sínum samúð, þó hann sé
drykkjusjúkur, en það þola fáir
sambúð við ofsalegan drykkjumann,
sem ekki er beinlínis drykkjusjúk-
ur, og til hans eru gerðar þær kröf-
ur, að hann drekki minna.
2. Leitarðu ráða hjá óviðkomandi
fólki í hjónabandserjum?
Bæði eiginkonum og eiginmönn-
um fellur illa, ef annar aðilinn
leitar ráða eða ber eitthvert misklíð-
arefni undir þriðja aðila. Öll þekkj-
um við konuna sem segir: — María,
finnst þér ekki ósanngjarnt af
Harry, að vilja ekki kaupa nýtt
hús?
3. Lœturðu ojt falla athugasemd-
ir, sem bera vott um biturt umburð-
arlyndi, eins og til dœmis:
— Það er ekkert við þessu að
gera, Jóna er nú einu sinni svona,
og verður alltaf svona“, og gefur
þar með í skyn, að konan sé stór-
lega gölluð um leið og þú bendir á,
hvað þú megir við búa og þola.
ÚRVAL
4. Þjarmarðu með öllum ráðum
að maka þínum, til að bera hœrra
hlut í rijrildi?
Þetta getur gengið úr hófi. Það
getur verið, að þér lánist að vinna
einstaka deilu, ef þú neytir til þess
allra ráða, en það er hætt við, að
hinn aðilinn launi fyrir sig á einn
eða annan hátt síðar, til dæmis í
rúminu.
5. Ertu sífellt að staglast á ágæti
þinna eigin skyldmenna?
Hvorugu hjónanna fellur, að sí-
fellt sé verið að bera það saman við
skyldmenni hins og þetta leiðir oft
til heiftarlegra deilna.
6. Ertu hirðulaus með útlit þitt?
Það fellur engum við fólk, sem
ekki hirðir sig. Konan, sem tekur á
móti eiginmanninum í skítugum
morgunslopp, býður hættunni heim
og það gerir eiginmaðurinn, sem
ekki nennir að raka sig eða baða
sig, líka. Það er viðurtekin trú al-
mennings, að konan eigi að vera
fyrirmynd þrifnaðar, en karlmaður-
inn aftur hirðulaus um útlit sitt og
umhverfi. Þetta er ein af þeim al-
hæfu fullyrðingum, sem standast
ekki raunveruleikann. Maður, sem
hefur, til dæmis, notið hernaðar-
þjáifunar er ekki síður snyrtilegur
en konan hans og kannski enn
hirðusamari og hreinlátari, og það
hefur einnig sína vankanta, ef það
er úr hófi. Þannig getur hvort
heldur er ofmikið hirðuleysi eða of
mikil hirðusemi verið orsök deilna.