Úrval - 01.03.1967, Page 33
Gufuskipið setti byltingu í ferðamennsku, stökkið
var álíka stórt jrá seglskipinu og
frá gufuskipi til þotu.
Gufuskipakeppnin mikla
á
Norður - Atlantshafi
Tuttugu dagar voru
íSPr? liðnir frá því skip Henn-
ar hátignar, Tyrian,
hafði látið úr höfn í
Halifax á leið til Bristol.
Nú vaggaði þetta 10 fallbyssna
briggskip mjúkt á öldum Norður-
Atlantshafsins, og tók lífinu með
ró. Farþegarnir lágu flestir hér og
þar um háþiljurnar og virtu fyrir
sér sístækkandi reykjarmjökk út við
sjóndeildarhringinn, og það leið
ekki á löngu þar til þeir greindu
skip undir reiknum. Þetta var hjóla-
skipið Síríus, sem var á leiðinni til
baka frá New York til Liverpool.
Sirius stanzaði og lét reka samhliða
Tyrian. Tveir af farþegum Tyrians
Hon. Joseph Howe og Sir Thomas
Chandler Haliburton, báðir frá
Halifax, fylgdust með er hinn kon-
unglegi póstur var fluttur á milli
skipanna og þegar því var lokið, var
róið með þessa tvo heiðursmenn yfir
í Sirius, þar sem þeim var gefið
kampavín af skipstjóranum Richard
Roverts, lautenanti í flota hennar
hátignar. Þegar þessir herrar höfðu
lokið við að skála við skipstjórann,
var róið með þá til baka yfir í Tyri-
an, þar sem þeir ásamt öðrum á
Tyrian horfðu á hjólaspaða Siriusar
History Today
31