Úrval - 01.03.1967, Page 34
32
ÚRVAL
byrja að snúasl og ferð skipsins
aukast og innan skamms var það
horfið sjónum manna á Tyrian.
Þetti atburður skeði árið 1838.
Það mátti telja þau gufuskip á
fingrum sér, sem höfðu farið yfir
Atlantshafið fyrir þennan tíma,
enda þótt all-mikið væri orðið af
gufuskipum beggja vegna hafsins.
í Stóra-Bretlandi, á meginlandinu
og í Bandaríkjunum höfðu um meir
en þrjátíu ára skeið verið gerð út
gufuskip á ám og vötnum og skurð-
um til farþegaflutninga, vöruflutn-
inga og póstflutninga. Á fjórða ára-
tug aldarinnar hafði komizt nokkur
hreyfing á í þá átt að taka upp
reglulegar ferðir gufuskipa yfir
Atlantshafið, og nokkrar tilraunir
verið gerðar, en fjármálaringulreið-
in sem ríkti á árinu 1837, batt enda
á þær tilraunir og nokkur slys, sem
urðu á gufuskipum bundu einnig
enda á trú manna almennt á þessari
gerð skipa. Árið 1838 var heildar-
tonnatala skráðra gufuskipa í
Bandaríkjunum undir 200 þús. tonn-
um, og gerð þeirra og lögun fyrir-
munaði mönnum að nota þau á
hinni 3 þús. mílna vegalengd yfir
úthafið.
Það varð mikið fjárhagslegt tjón
að fyrstu ferð bandarísks gufuskips
yfir Atlantshafið. Savannah hafði
verið mikið lofsungið þegar því var
hleypt af stokkunum, en þetta var
seglskip með gufuvél. Savannah
sigldi yfir Atlantshafið árið 1819 og
var þrjátíu og einn dag á leiðinni,
en af þeim tíma öllum var gufu-
kraftur aðeins notaður í 80 klukku-
stundir.
Það hafði ekki verið gert ráð
fyrir því, við smíði vélarinnar í
Savannah, að hún væri í stöðugri
notkun, heldur væri þetta hjálpar-
vél, sem átti aðeins að nota í nauð-
um, eða þegar verið væri að færa
skipið innan hafnar. Eftir að
Savannah hafði farið nokkrar ferð-
ir yfir hafið, var vélin fjarlægð úr
skipinu og það endaði því sem segl-
skip.
Fyrsta gufuskipaferðin yfir hafið,
þar sem gufukrafturinn var stöðugt
notaður, var ferð Curaqao, sem
Hollendingar áttu. Skipið hafði ver-
ið byggt í Bristol og það var 438
smálestir og reiðinn var eins og á
þriggja mastra skonnortu, og þetta
var hjólaskip. Hollenzki fiotinn
keypti skipið af ensku skipasmíða-
stöðinni og það fór í fyrstu lang-
ferð sína árið 1827 til hollenzku
V'estur-India og flutti póst, farþega
og smávegis af vörum. Árið 1830
var hætt að láta skipið sigla yfir
Atlantshafið, og það tekið til styrj-
aldarnota, í erjum við Belgi. Á næsta
ári tók Quebec og Halifax gufu-
skipafélagið í notkun skip, sem
byggt hafði verið í Kanada og var
360 tonn. Það hét Royal William.
Meðal nafna á hluthafalistanum má
sjá nöfn eins og Samuel, Joseph og
Henry Cunard, allir frá Halifax í
Nova Scotia. Líkt og algengt var um
menn á þessum slóðum, voru
Cunardarnir áhugasamir um út-
gerð og þeir ráku póstflutninga með
seglskipum.
Þeir misstu samt fljótlega áhuga
fyrir útgerð Royal Williams á Atl-
antshafi. Mannskæð inflúensa, Asíu-
inflúensan, brauzt út í Kanada ann-
að árið, sem skipið var í förum, og