Úrval - 01.03.1967, Page 43
SAGNRITUN HERODOTUSAR
41
þeirra á dýrum og síðan mjög ýtar-
lega aðferðinni við smurninginn.
Hann segir sögur (og þær eru sann-
arlega furðulegar) af því, hvernig
pýramidarnir voru reistir í eyði-
mörkinni. Síðan lýsir hann, að
hvaða leyti Egyptar eru með ýmsu
móti öðru vísi en annað fólk, til
dæmis því, hvernig kvenfólkið reki
viðskipti meðan karlmennirnir sitji
heima og vefi. Hann segir Egypta
rita frá hægri til vinstri og noti
tvennskonar skrift, aðra við hátíð-
leg tækifæri en hina til daglegra
nota. Hann segir þá hafa mikið dá-
lætið á köttum og hundum og þeg-
ar þessar skepnur deyja jarðsetja
þeir þá sem menn, og karlmenn seg-
ir hann klæðast tveimur línflíkum,
en kvenfólk einni.
Þegar Herodotus hættir að draga
upp þessar skemmtilegu, nærfærnu
myndir af Egyptum, sem hann
dvaldi með svo marga skemmtilega
mánuði, tekur hann til að lýsa falli
landsins undir Persakeisarann Kam-
byes, og þá er hann farinn að nálg-
ast meginsöguefni sitt, sem er hin
árásargjarna heimsvaldastefna Darí-
usar, eftir að hann kom á veldisstót
Persa að Kambyses látnum. Þrjár
bækur fjalla um orustur Daríusar
við Skýþa, Lídíumenn og hin grísku
borgarríki í Jóníu, og síðan er því
lýst fyrir okkur, hvernig Daríus,
eftir að hann hafði komið sér upp
öflugum her, sendi hinn óvíga her
sinn yfir Hellespont (Dardanella-
sund) og inn í Evrópu. Makedonía
og Þrakia féllu í hendur Persa og
innrásin í sjálft Grikkland hófst.
Þá gerist það næst, að orustan á
Maraþonsléttunni er háð, og þar
börðust 10 þús. Aþeningar og með
þeim um það bil þúsund menn frá
borgunum í Platea, við hjarðir Bar-
baranna og gersigruðu þá. Sigur-
vegararnir, segir Herodotus, eltu
Persana á flóttanum, hjuggu þá í
spað, þar til þeir komu til strand-
arinnar. Þá stukku þeir í sjóinn á
eftir þeim og réðust á skipin. „Þann-
ig endaði orustan við Maraþon, en
sú orusta var örlagarík fyrir heim-
inn, því sigur Persa hefði þýtt það,
að Grikkir hefðu ekki náð að fram-
kvæma tilraunir sínar í lýðræðis-
legum stjórnarháttum og andlegu
frelsi.
f reiði sinni yfir ósigrinum, ákvað
Daríus að efna til enn ægilegri her-
ferðar gegn hinum grísku borgríkj-
um, en hann dó meðan á undirbún-
ingi þeirrar ferðar stóð. Eft-
irmaður hans á veldisstóli,
var sonur hans Xerxes og ákvað
hann að stjórna innrásinni sjálfur.
Feykilegum liðsafla var safnað
saman við Dardanellasund og sagði
Herodotus, að landherinn einn hafi
talið eina milljón og sjö hundruð
þúsund manns — og þarna kannaði
Xerxes lið sitt áður en hann hélt
með það yfir til Evrópu. Það er
Herodotus, sem segir okkur frá því,
að keisarinn hafi grátið, þegar hon-
um varð hugsað til þess, að enginn
af þessum mikla her yrði á lífi að
hundrað árum liðnum, og hann hafi
skipað að Hellespont skyldi lamið
af því að heiftarlegur stormur á
sundinu hafði nærri fyrirkomið
skipum hans. Að morgni þess dags,
sem valinn hafði verið til að ráðast
yfir sundið“, hellti Xerxes víni úr
gullinni skál í sjóinn og bað til sól-