Úrval - 01.03.1967, Page 43

Úrval - 01.03.1967, Page 43
SAGNRITUN HERODOTUSAR 41 þeirra á dýrum og síðan mjög ýtar- lega aðferðinni við smurninginn. Hann segir sögur (og þær eru sann- arlega furðulegar) af því, hvernig pýramidarnir voru reistir í eyði- mörkinni. Síðan lýsir hann, að hvaða leyti Egyptar eru með ýmsu móti öðru vísi en annað fólk, til dæmis því, hvernig kvenfólkið reki viðskipti meðan karlmennirnir sitji heima og vefi. Hann segir Egypta rita frá hægri til vinstri og noti tvennskonar skrift, aðra við hátíð- leg tækifæri en hina til daglegra nota. Hann segir þá hafa mikið dá- lætið á köttum og hundum og þeg- ar þessar skepnur deyja jarðsetja þeir þá sem menn, og karlmenn seg- ir hann klæðast tveimur línflíkum, en kvenfólk einni. Þegar Herodotus hættir að draga upp þessar skemmtilegu, nærfærnu myndir af Egyptum, sem hann dvaldi með svo marga skemmtilega mánuði, tekur hann til að lýsa falli landsins undir Persakeisarann Kam- byes, og þá er hann farinn að nálg- ast meginsöguefni sitt, sem er hin árásargjarna heimsvaldastefna Darí- usar, eftir að hann kom á veldisstót Persa að Kambyses látnum. Þrjár bækur fjalla um orustur Daríusar við Skýþa, Lídíumenn og hin grísku borgarríki í Jóníu, og síðan er því lýst fyrir okkur, hvernig Daríus, eftir að hann hafði komið sér upp öflugum her, sendi hinn óvíga her sinn yfir Hellespont (Dardanella- sund) og inn í Evrópu. Makedonía og Þrakia féllu í hendur Persa og innrásin í sjálft Grikkland hófst. Þá gerist það næst, að orustan á Maraþonsléttunni er háð, og þar börðust 10 þús. Aþeningar og með þeim um það bil þúsund menn frá borgunum í Platea, við hjarðir Bar- baranna og gersigruðu þá. Sigur- vegararnir, segir Herodotus, eltu Persana á flóttanum, hjuggu þá í spað, þar til þeir komu til strand- arinnar. Þá stukku þeir í sjóinn á eftir þeim og réðust á skipin. „Þann- ig endaði orustan við Maraþon, en sú orusta var örlagarík fyrir heim- inn, því sigur Persa hefði þýtt það, að Grikkir hefðu ekki náð að fram- kvæma tilraunir sínar í lýðræðis- legum stjórnarháttum og andlegu frelsi. f reiði sinni yfir ósigrinum, ákvað Daríus að efna til enn ægilegri her- ferðar gegn hinum grísku borgríkj- um, en hann dó meðan á undirbún- ingi þeirrar ferðar stóð. Eft- irmaður hans á veldisstóli, var sonur hans Xerxes og ákvað hann að stjórna innrásinni sjálfur. Feykilegum liðsafla var safnað saman við Dardanellasund og sagði Herodotus, að landherinn einn hafi talið eina milljón og sjö hundruð þúsund manns — og þarna kannaði Xerxes lið sitt áður en hann hélt með það yfir til Evrópu. Það er Herodotus, sem segir okkur frá því, að keisarinn hafi grátið, þegar hon- um varð hugsað til þess, að enginn af þessum mikla her yrði á lífi að hundrað árum liðnum, og hann hafi skipað að Hellespont skyldi lamið af því að heiftarlegur stormur á sundinu hafði nærri fyrirkomið skipum hans. Að morgni þess dags, sem valinn hafði verið til að ráðast yfir sundið“, hellti Xerxes víni úr gullinni skál í sjóinn og bað til sól-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.