Úrval - 01.03.1967, Side 49
ILIONSKVIÐA HÓMERS
47
í einvígi. Hinn máttugi Ajax verður
íyrir valinu af hálfu Grikkja og það
dregur ekki til neinna úrslita með
þeim kempunum, en þó myndum
við segja í dag, að Ajax hefði unn-
ið á stigum. Þessu einvígi fylgir
vopnahlé og Trojuverjar bjóða þá
friðarkosti, að Paris haldi Helenu
en endurgjaldi allar hennar eigur.
Grikkir hæðast að þessu friðarboði.
Nú skerst Seifur í leikinn og veitir
heldur Trojumönnum, þannig
að hann bannar öðrum guðum, að
taka þátt í bardaganum og segir
um það í áttunda þættinum. Eftir
daglanga orustu snúa Grikkir aftur
til búða sinna. Agamemmon er
mjög hugsjúkur en að ráðum Nest-
ors, sendir hann Ajax og Odysseif
til Akkillesar með sáttaboð. Yfir-
herforingi Grikkjanna vonar að
hann geti blíðkað Akkilles og
snúið honum aftur til orrustunnar
með því að senda honum eftirlætis-
ambáttina, Brisí, sem Agamemmon
hafði rænt hann, og lét einnig færa
honum og síðan býður hann hönd
einnar dótur sinnar, ef Akkilles
vilji kvænast henni. í níunda þætti
segir frá því að Akkilles hafnar
þessum boðum með mikilli fyrir-
litningu.
Agamemmon verður nú enn hug-
sjúkari en fyrr og rændur svefni.
Hann kailar saman foringja sína og
Nester ráðleggur honum að senda
njósnamenn að fregna um aðstöðu
Trójumanna, Diomedes gefur sig
undir eins fram til þessa hættu-
verks en krefst þess að Odysseifur
fylgi honum. í þessari hættuferð
hertaka þeir Trójunjósnara einn,
sem ljóstrar því upp, að Trójumenn
hafi fengið liðstyrk frá Þebum og
sé sá liðsstyrkur í þann mund að
sameinast Trójumönnum. Hinir
hugprúðu njósnarar Grikkja, ráð-
ast þá á þennan liðstyrk í skjóli
myrkursins og lánast að drepa fyrir-
liða Þebumannanna og nokkra
menn aðra og grípa hesta þeirra og
komast aftur til herbúða Grikkja,
og fjallar tíundi þátturinn um þessa
næturferð þeirra Diomedesar og
Ódysseifs.
Ellefti þáttur segir frá því, að
gríski herinn heldur af stað til orr-
ustu á ný með morgninum og Tróju-
menn mæta þeim. I þessari orustu
særast þeir allir Agamemmon,
Diomedes og Odysseifur og Grikkir
hörfa aftur til herbúða sinna. Loks
er það nú að samvizka Akkillesar
vaknar og hann sendir sinn bezta
vin, Patroklus, til tjalds Nestors
að fregna af manntjóni Grikkjanna.
Nestor fer mörgum orðum um þráa
Akkillesar og biður Patroklus að
telja hann á að senda menn sína
til bardagans, eða lána vini sínum,
Patroklus, herklæði sín til þess að
blekkja Trójumenn og láta þá halda,
að Akkilles sé sjálfur genginn til
orrustunnar á ný.
Meðan þessu fer fram ráðast
Trójuverjar á herbúðir Grikkja og
Hektor lánast að rjúfa framvarðar-
línu þeirra, og segir um þetta í
tólfta þættinum, og síðan neyðir
Hektor Grikkina til að hörfa til
skipa sinna við ströndina, en þar
lánast Ajax að halda Hektor í skefj-
um og fjallar þrettándi þátturinn
um það.
Seifur hafði fylgzt með orust-
unni af tindi Idafjalls, en hann var