Úrval - 01.03.1967, Qupperneq 58

Úrval - 01.03.1967, Qupperneq 58
56 ÚRVAL Hkamsstarfsemina nýja gervilimn- um. Hann hóf nú umfangsmiklar „ele- tromyographiskar" rannsóknir á stúfum sjúklinga ásamt starfs- bræðrum sínum. Hann mældi daufa rafstrauminn í vöðvum í hverjum stúf og bar saman við strauminn í hinum heilbrigða fæti sjúklingsins. Mælingar hans sýndu, að rafstraum- urinn var miklu minni í stúfnum, en slíkt gaf til kynna vaxandi magn- leysi og rýrnun vöðvanna, sem skornir höfðu verið sundur, og ým- isleg titvik frá eðlilegri starfsemi. „í aðalstöðvum ósjálfráða tauga- kerfisins í heila okkar er nokkurs konar innbyggður rafreiknir", seg- ir dr. Weiss. „Hann hefur verið mataður á réttan hátt með upplýs- ingum um það, hvernig við eigum að ganga og halda jafnvægi. Það eru taugaboð frá vöðvum i fótum og fótleggjum, sem hafa matað raf- reikninn á réttan hátt. Þegar fótur er aflimaður, berast þessi skilaboð ekki lengur til rafreiknisins í heil- anum. Og að nokkrum tíma liðnum glatar hann því mynztri sjálfvirkra viðbragða, sem er sjálfur kjarninn í hæfileika okkar til þess að standa upprétt og ganga.“ Ein lausn var sú að koma sjúkl- ingnum á fætur og láta hann byrja að ganga, áður en heilanum gæfist færi á að gleyma hinum ósjálfráðu viðbrögðum sínum. Það varð að tryggja það, að vöðvarnir í stúfn- um yrðu ekki alveg óstarfshæfir, ef þetta átti að reynast mögulegt. En hví ekki að reyna að tengja lausu vöðvaendana við beinendann á þann hátt, að vöðvaendarnir rýrnuðu ekki, heldur héldu áfram að senda óbrengluð og nákvæm skilaboð til heilans líkt og áður? Dr. Weiss notfærði sér þekkta skurðaðgerð, sem nefnist „myo- plasty“ (plastaðgerð á vöðvum) og breytti henni svolítið. Eftir aflim- unina batt hann fyrir æðaendana í stúfnum, aðskildi vöðvaknippi og taugar þeirra. Síðan boraði hann örsmá göt í beinendann, batt vöðv- ana við beinið með nylon hnútum og gætti þess að halda sama lengdar- og þensluhlutfalli og vöðvinn hafði áður haft við störf sín. Seinna sýndu svo rafeindamælingar, að vöðvar, sem var búið þannig um, að þenslu þeirra og afslöppun var stjórnað, héldu áfram að senda frá sér sterk- an rafstraum. Sé búið þannig um vöðvana í stúfnum hefur það þar að auki þær afleiðingar, að stúfurinn bólgnar miklu minna en ella. Bólga, sem or- sakast af röskun blóð- og sogæða- vökvastreymis í sundurskornum vefjum, hefur alltaf verið ein að- alástæða þess, að að það hefur orðið að fresta því í langan tíma að festa gervifót við stúfinn. Þetta vanda- mál var að vísu ekki fullkomlega leyst, en þó miðaði vel í áttina með þessari uppörvun. Dr. Michel Berlemont í Berck- Plage í Frakklandi hafði fundið upp hagkvæma aðferð við meðhöndlun stúfa, sem ekki höfðu viljað gróa. Berlemont festi gipsmót við stúfinn, nokkurs konar liðamót. Við þetta festi hann útbúnað, sem líktist helzt hækju, og þetta gerði sjúkl- ingnum fært að ganga í sandi og ýmiss konar jarðvegi. Seinna hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.