Úrval - 01.03.1967, Side 70

Úrval - 01.03.1967, Side 70
68 URVAL ig til, þótt ekki sé það hátt. Ríkið stendur einnig straum aí sjúkra- kostnað, og skólavist í bæjarskól- anum ókeypis. Hlutverk SOS-barnaþorps er fyrst og fremst að stuðla að því, að hin munaðarlausu börn fari ekki á mis við ástúð og kærleika í upp- vexti sínum. Bregðist það þessu hlutverki sínu, er það ekki þess virði, að það sé starfrækt. En hvar finnast konur, sem eru reiðubúnar að ala upp 9 börn, börn annarra, og taka svo við nýju barni, þegar það elzta flýgur fullvaxið úr hreiðrinu? Hvar er slíka dýrlinga að finna? Sannleikurinn er sá, að til þess þarf enga dýrlinga. Gmeiner er einnig stoltur af þeirri staðreynd, að honum hefur tekizt að skipu- leggja þetta allt þannig, að það ger- izt engin þörf fyrir dýrlinga heldur aðeins fólk. Gmeiner velur „mæðurnar“ á svipaðan hátt og mörg flugfélög velja sér flugmenn. Hann velur ekki aðeins samkvæmt prófskírt- einum eða skjalfestri starfsreynslu, heldur leggur hann aðaláherzluna að fá réttu persónuleikana og að kenna þessum konum svo nægilega fljótt allt það, er snertir væntanlegt starf þeirra. Konurnar eiga að vera 25—40 ára, ógiftar eða ekkjur, barnlausar og hraustar. Umsækj- andinn er látinn skrifa ágrip af ævisögu sinni. Hann gengst undir sálfræðilegar prófanir, og síðan er haft mjög ítarlegt viðtal við hann, sem beinist að því að kanna per- sónuleika hans og mannkosti. Með hjálp þessarar aðferðar er unnt að vísa burt eirðarlausum konum, eld- heitum kvenréttindakonum, metn- aðargjörnum konum og þeim, sem haldnar eru hugsjónaeldi, sem byggist ekki á raunsæi. Með hjálp þessarar aðferðar reynist unnt að velja konur, sem eru sterkar og traustar, stöðuglyndar og í góðu jafnvægi á allan hátt, sem hafa góða stjórn á sjálfum sér, búa yfir kímnigáfu og trúarlegu jafnvægi. Gmeiner leitar einnig sérstaklega að vissu einkenni í fari þeirra, þ.e. hæfileika til þess að kikna ekki, þegar á reynir, þ.e. seiglu og þol- gæði. Hann leggur ekki mikla á- herzlu á menntun umsækjanda né heldur skírteini um nám í barna- uppeldis- eða barnasálarfræðum eða almennum barnfóstrufræðum. En umsækjandinn verður að kunna að laga mat. Næstum helmingur þess- ara austurrísku „mæðra“ eru bara venjulegar sveitastúlkur, sem lokið hafa unglingaprófi og eru barngóð- ar. Umsækjandinn vinnur fyrst til reynslu sem nokkurs konar „frænka“ víðs vegar í barnaþorp- inu. Síðan tekur hún við stjórn eins heimilisins, meðan „móðirin“ er í sumarleyfi. (Mæður fá tveggja daga ieyfi í mánuði hverjum og þar að auki fimm vikna sumarleyfi). Og síðan tekur hún að lokum sjálf við sínu eigin heimili. Árslaun hennar eru í byrjun 110 dollarar, og hún hækkar smám saman upp í 1680 dollara árslaun. Hún á rétt á eftirlaunum, þegar hún er orðin sextug, og næsta ár verður byggt elliheimili fyrir slíkar fyrrverandi „mæður.“ Til framfærslu barnanna sinna níu fær hún 220 dollara mán-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.