Úrval - 01.03.1967, Síða 90
88
En verði hið gagnstæða ofan á,
er liklegt að barnið verði tortrygg-
ið. Þá getur farið svo seinna, þegar
því vex fiskur um hrygg, að það
verði foreldrunum fráhverft, og
forðist þau til þess að forða sér frá
því að þau misbjóði því. En ólíklegt
er, að sá sem hefur orðið fyrir
slíkri reynslu, verði sjálfur góður
sínum nánustu, á fullorðinsárunum.
Látið börnin byrja á því snemma
að bjarga sér eftir því sem þau hafa
vit og orku til. Einu sinni sá ég
hvar drengur var að reyna að
hneppa að sér kápunni sinni. Þá
kom mamma hans og sagði: „Láttu
mömmu gera þetta.“ Og svo gerði
hún það. En hún reyndi ekkert til
að koma honum á lagið með þetta.
Fæstir foreldrar gera sér ljóst að
jafnvel lítil börn vilja vera sjálfráð.
Það kemur fyrst í ljós þegar barn-
ið er árs gamalt. Þá vill það fara
að ráða sér sjálft og ráða fram úr
öllu. Ef barninu tekst þetta vel
fær það sjálfstraust og hugrekki. Ef
það mistekst má vera að af því
leiði hugleysi og ótti við að verða sér
ÚRVAL
til skammar. Og afstaðan til ann-
arra fer eftir því.
Það má vel hjálpa barninu til
að ná þessu jafnvægi hugarins með
því að leyfa því að reyna að hjálpa
sér sjálft. Það er gaman að sjá
hvernig birtir yfir svipnum hjá
barni sem hefur fengið að gera við
leikfangið sitt, bera böggul, eða þá
sigurhrósið í svipnum þegar það rís
á fætur í fyrsta sinn.
Með vaxandi aldri kemur aukinn
máttur og sjálfstraustið fylgir því.
Leyfðu þvi syni þínum að klifra
upp á garð eða giiðingu, byggja sér
hús, ráða ráðum sínum. Leyfðu dótt-
ur þinni að kjósa sér kunningja,
jafnvel að bjóða heim þeim sem hún
vill bjóða heim.
Leyfðu barninu að njóta í nœði
allra nýjunga. Láttu það hvílast í
kyrrð eftir að mikið hefur verið
um að vera. Skiptu þér ekki of mik-
ið af leikjum þess. Breytingar ger-
ast ört á barnsaldri, og barnið þarf
að hafa næði til að átta sig á þeim.
Kenndu barni þínu að taka á-
kv'órðun. Tólf ára gamall drengur
kom heim frá skóla og sagði for-
eldrum sínum að sig langaði til að
verða umsjónarmaður í bekknum,
en hann vissi ekki hvort hann ætti
að gefa kost á sér til þess. Um kvöld-
ið meðan setið var undir borðum,
töluðu foreldrarnir um þetta fram
og aftur, en hann þagði. Að endingu
var það ákveðið að hann skyldi
ekki gera þetta, því það mundi gera
honum of erfitt fyrir um að fylgjast
með náminu á næsta skólaári.
Leystu ekki þœr þrautir fyrir
burnið sem því ber að leysa sjálfu.
Allir verða sjglfir að taka ákvarð-