Úrval - 01.03.1967, Side 101

Úrval - 01.03.1967, Side 101
ÞOLRAUN SÆNSKRA SKÍÐAGARPA 99 um að stofna til skíðagöngu eftir leið Gústafs Vasa, sem gæti verið nokkurskonar kveðja til fortíðar- innar frá núlíma göngugörpum. „Þetta kann að þykja nokkuð löng skíðaferð", sagði hann í ávarpi sínu“. en þannig á hún að vera, svo að hún geti sýnt nokkuð, hvað í manninum býr til að reyna sig við erfiðleika“. Öllum leizt vel á hugmynd Pers. íþróttafélagið í Mora tók að sér að standa fyrir keppninni. Stokkhólms- blaðið Dagens Nyheter gaf 1500 s. krónur til að standa straurn af út- gjöldum, konungur gaf keppnisbik- ar, og fyrsta gangan hófst 19. marz 1922, og hefur hún verið haldin ár- lega síðan. 1948 tóku útlendir skíða- göngumenn í fyrsta sinn þátt í henni og voru það þrír Finnar. En nú koma árlega keppendur frá ýmsum þjóðum. Vasagöngunefndin hefur sett ströng skilyrði fyrir þátttöku. Kepp- endur mega ekki vera yngri en 22 ára, verða að vera í íþróttafélagi og vera nægjanlega sterkbyggðir. „Skilyrðið er að hafa verið í góðri þjálfun um langan tíma“, segir yf- irlæknir við Karolínska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi. ,,Það þýðir ekki að fara í Vasagönguna án þess að vera búinn að æfa sig vel og lengi“, seg- ir hann. Og þó er æfingin ekki einhlít. Til dæmis má nefna, að sykurmagnið í blóði göngumanns minnkar mjög ört meðan á keppninni stendur, því að líkaminn brennir þriggja daga forða á tíu stundum, vegna hinnar miklu áreynslu. Til þess að ráða bót á þessu orkutapi, hefur því verið komið svo fyrir, að keppendur eigi kost á sætri bláberjasúpu, sem stendur í bollum á sérstökum rauð- dúkuðum borðum meðfram göngu- leiðinni frá Sálen til Mora. Upp á síðkastið hafa margir fljótustu göngumennirnir farið að drekka blöndu af sykurefni, vatni og sítrónusafa. Þeir sem lengi eru á leiðinni, kallaðir ,.b)áberin“ eftir gömlu bláberjasúpunni, þurfa meiri undirstöðumat. 1966 gleyptu skíða- mennirnir í sig samtals 17.000 app- elsínur og 2100 lítra af mjólk. Helgi Henriksson, 46 ára gamall póstmaður í Gautaborg, er vissu- lega enginn slíkur methafi sem Janne Stefansson, og gerir sér engar tálvonir um að verða fyrstur í göng- unni. En hann er einn þeirra 1.500. 000 Svía sem vegna aldurs og ann- arra skilyrða geta átt kost á að fara í gönguna, og hann tók sér viku frí frá störfum í marz í fyrra til þess að taka þátt í henni. Morguninn sem keppnin byrjar, er hinn grannvaxni Helgi kominn á endastaðinn vel tímanlega. Nú þeg- ar úrin tifa á síðustu sekúndunum fyrir göngumerkið, er hann heldur órólegur að bíða og axlar nýsmurð skíðin sín til þess að snjórinn fest- ist ekki við þau. ,.Hvaða smurningu notar þú“, spyrja menn hver annan í sambandi við Vasagönguna. Helgi notar þekkta smumingu, sem víða er seld, en sumir keppendur blanda sjálfir sína smurningu og láta engan vita um uppskrift sína eða blöndunar- hlutföll. En nú getur smurning, sem er góð þegar gangan hefst, verið orðin óhentug síðar, ef hitastigið breyfist og snjórinn. Þá verða þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.