Úrval - 01.03.1967, Side 101
ÞOLRAUN SÆNSKRA SKÍÐAGARPA
99
um að stofna til skíðagöngu eftir
leið Gústafs Vasa, sem gæti verið
nokkurskonar kveðja til fortíðar-
innar frá núlíma göngugörpum.
„Þetta kann að þykja nokkuð löng
skíðaferð", sagði hann í ávarpi sínu“.
en þannig á hún að vera, svo að hún
geti sýnt nokkuð, hvað í manninum
býr til að reyna sig við erfiðleika“.
Öllum leizt vel á hugmynd Pers.
íþróttafélagið í Mora tók að sér að
standa fyrir keppninni. Stokkhólms-
blaðið Dagens Nyheter gaf 1500 s.
krónur til að standa straurn af út-
gjöldum, konungur gaf keppnisbik-
ar, og fyrsta gangan hófst 19. marz
1922, og hefur hún verið haldin ár-
lega síðan. 1948 tóku útlendir skíða-
göngumenn í fyrsta sinn þátt í henni
og voru það þrír Finnar. En nú
koma árlega keppendur frá ýmsum
þjóðum.
Vasagöngunefndin hefur sett
ströng skilyrði fyrir þátttöku. Kepp-
endur mega ekki vera yngri en 22
ára, verða að vera í íþróttafélagi og
vera nægjanlega sterkbyggðir.
„Skilyrðið er að hafa verið í góðri
þjálfun um langan tíma“, segir yf-
irlæknir við Karolínska sjúkrahús-
ið í Stokkhólmi. ,,Það þýðir ekki að
fara í Vasagönguna án þess að vera
búinn að æfa sig vel og lengi“, seg-
ir hann.
Og þó er æfingin ekki einhlít. Til
dæmis má nefna, að sykurmagnið
í blóði göngumanns minnkar mjög
ört meðan á keppninni stendur, því
að líkaminn brennir þriggja daga
forða á tíu stundum, vegna hinnar
miklu áreynslu. Til þess að ráða
bót á þessu orkutapi, hefur því verið
komið svo fyrir, að keppendur eigi
kost á sætri bláberjasúpu, sem
stendur í bollum á sérstökum rauð-
dúkuðum borðum meðfram göngu-
leiðinni frá Sálen til Mora. Upp á
síðkastið hafa margir fljótustu
göngumennirnir farið að drekka
blöndu af sykurefni, vatni og
sítrónusafa. Þeir sem lengi eru á
leiðinni, kallaðir ,.b)áberin“ eftir
gömlu bláberjasúpunni, þurfa meiri
undirstöðumat. 1966 gleyptu skíða-
mennirnir í sig samtals 17.000 app-
elsínur og 2100 lítra af mjólk.
Helgi Henriksson, 46 ára gamall
póstmaður í Gautaborg, er vissu-
lega enginn slíkur methafi sem
Janne Stefansson, og gerir sér engar
tálvonir um að verða fyrstur í göng-
unni. En hann er einn þeirra 1.500.
000 Svía sem vegna aldurs og ann-
arra skilyrða geta átt kost á að fara
í gönguna, og hann tók sér viku frí
frá störfum í marz í fyrra til þess
að taka þátt í henni.
Morguninn sem keppnin byrjar,
er hinn grannvaxni Helgi kominn á
endastaðinn vel tímanlega. Nú þeg-
ar úrin tifa á síðustu sekúndunum
fyrir göngumerkið, er hann heldur
órólegur að bíða og axlar nýsmurð
skíðin sín til þess að snjórinn fest-
ist ekki við þau.
,.Hvaða smurningu notar þú“,
spyrja menn hver annan í sambandi
við Vasagönguna. Helgi notar
þekkta smumingu, sem víða er seld,
en sumir keppendur blanda sjálfir
sína smurningu og láta engan vita
um uppskrift sína eða blöndunar-
hlutföll. En nú getur smurning, sem
er góð þegar gangan hefst, verið
orðin óhentug síðar, ef hitastigið
breyfist og snjórinn. Þá verða þeir