Úrval - 01.03.1967, Síða 125

Úrval - 01.03.1967, Síða 125
FUNDUR HELLAMÁLVERKANNA 123 og andköf af undrun litlu stúlkunn- ar og hún hendist til hans um þver- an hellinn, og kallar í ákafri geðs- ræringu: „Pabbi, pabbi, sjáðu mál- uðu bolana!“ „Hvar á ég að sjá þá?“ svarar hann með hægð, því hann hélt að ljósið sem flökti um veggina hefði skapað henni einhverjar mis- sýningar sem minntu á myndir af nautum. Án þess að segja orð benti hún upp fyrir sig, en þegar hann leit upp í loftið, ætlaði hann varla að trúa augum sínum. Hellisloftið, þar sem hann hafði hvað eftir annað skriðið og gengið undir og lotið þar höfði, en aldrei horft neitt á, var eins og það lagði sig sett myndum af hyrndum skepnum, líkustum nautum, sem allar voru málaðar með brúnum, svörtum og rauðum litum og í daufri glætunni frá ljós- kerinu virtust þær kalla fram full- komið dýptarskyn eða þrívíddar- skyn, þar sem þær stóðu á fleti loftsins. Þegar hann beindi ljósinu að loft- inu, sá hann, að þetta var engin missýning. Það var ekki um að vill- ast, þetta voru fjarvíddarmyndir. Bergið í hellisloftinu var eins og hnúðótt og stöllótt að gerð, en þessa missmíði hafði tekizt að láta falla inn í myndirnar, af hinni furðu- legustu kunnáttusemi. Fyrir augum landeigandans, sem var bæði nátt- úruskoðari og veiðimaður blasti þarna við hið furðulegasta safn villtra veiðidýra, sem hann hafði séð. En hitt sá hann vel, að þarna hafði verið að verki lista- maður sem vél hafði þekkt og séð dýrin, þessi dýr sem horfin voru af sléttum og fjöllum Spánar fyrir tug- um eða hundruðum alda. Eftir því sem hann renndi aug- unum um loftið og virti vandlega fyrir sér hverja myndina eftir aðra, óx undrun hans, svo að hann var nær frá sér numinn. Hvarvetna var loftið þakið myndum, en rétt inn undan dyrunum mátti sjá geysi- mikið myndasafn á einum stað, eða yfir tuttugu dýr í fullri stærð og með ágætum litum, auðsjáan- lega ein heild og eftir sama lista- manninn. Að þremur myndum und- anteknum, af gráum villigelti í á- rásarhug, af villihesti og af stóru dádýri, voru allar af vísundum. Þetta voru „bolar“ Maríu litlu, vís- undar í ólíkustu stellingum, sofandi, standandi, hlaupandi eða bítandi. Litirnir voru eins skýrir og þetta hefði verið málað daginn áður, og nutu sín bezt, ef Ijósið féll ekki beint á þá. De Sautuola lagðist á bakið á gólfinu til þess að sjá sem mest í einu, en þegar hann skyggði á Ijósið með hendinni var eins og allar myndirnar vöknuðu til lífs, og þegar gasloginn flökti til sýndust myndirnar fara á hreyfingu, svo honum fannst hann vera staddur mitt á meðal þessara dýra, sem voru reyndar útdauð fyrir æva- löngu. Þegar feðginin stigu af hestum sínum um kvöldið í San Miguel,, voru þau gagntekin af áhrifum þess sem þau höfðu séð, og þau lifðu eins og í annarlegum draumi. En daginn eftir lagði Don Marcelino af stað til Madrid til að segja Villanova fréttirnar. Jarðfræðipró- fessorinn ætlaði í fyrstu ekki að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.