Úrval - 01.03.1967, Síða 125
FUNDUR HELLAMÁLVERKANNA
123
og andköf af undrun litlu stúlkunn-
ar og hún hendist til hans um þver-
an hellinn, og kallar í ákafri geðs-
ræringu: „Pabbi, pabbi, sjáðu mál-
uðu bolana!“ „Hvar á ég að sjá þá?“
svarar hann með hægð, því hann
hélt að ljósið sem flökti um veggina
hefði skapað henni einhverjar mis-
sýningar sem minntu á myndir af
nautum. Án þess að segja orð benti
hún upp fyrir sig, en þegar hann
leit upp í loftið, ætlaði hann varla
að trúa augum sínum. Hellisloftið,
þar sem hann hafði hvað eftir annað
skriðið og gengið undir og lotið þar
höfði, en aldrei horft neitt á, var
eins og það lagði sig sett myndum
af hyrndum skepnum, líkustum
nautum, sem allar voru málaðar
með brúnum, svörtum og rauðum
litum og í daufri glætunni frá ljós-
kerinu virtust þær kalla fram full-
komið dýptarskyn eða þrívíddar-
skyn, þar sem þær stóðu á fleti
loftsins.
Þegar hann beindi ljósinu að loft-
inu, sá hann, að þetta var engin
missýning. Það var ekki um að vill-
ast, þetta voru fjarvíddarmyndir.
Bergið í hellisloftinu var eins og
hnúðótt og stöllótt að gerð, en þessa
missmíði hafði tekizt að láta falla
inn í myndirnar, af hinni furðu-
legustu kunnáttusemi. Fyrir augum
landeigandans, sem var bæði nátt-
úruskoðari og veiðimaður blasti
þarna við hið furðulegasta safn
villtra veiðidýra, sem hann hafði
séð. En hitt sá hann vel, að
þarna hafði verið að verki lista-
maður sem vél hafði þekkt og séð
dýrin, þessi dýr sem horfin voru af
sléttum og fjöllum Spánar fyrir tug-
um eða hundruðum alda.
Eftir því sem hann renndi aug-
unum um loftið og virti vandlega
fyrir sér hverja myndina eftir aðra,
óx undrun hans, svo að hann var
nær frá sér numinn. Hvarvetna var
loftið þakið myndum, en rétt inn
undan dyrunum mátti sjá geysi-
mikið myndasafn á einum stað,
eða yfir tuttugu dýr í fullri stærð
og með ágætum litum, auðsjáan-
lega ein heild og eftir sama lista-
manninn. Að þremur myndum und-
anteknum, af gráum villigelti í á-
rásarhug, af villihesti og af stóru
dádýri, voru allar af vísundum.
Þetta voru „bolar“ Maríu litlu, vís-
undar í ólíkustu stellingum, sofandi,
standandi, hlaupandi eða bítandi.
Litirnir voru eins skýrir og þetta
hefði verið málað daginn áður, og
nutu sín bezt, ef Ijósið féll ekki
beint á þá. De Sautuola lagðist á
bakið á gólfinu til þess að sjá sem
mest í einu, en þegar hann skyggði
á Ijósið með hendinni var eins og
allar myndirnar vöknuðu til lífs, og
þegar gasloginn flökti til sýndust
myndirnar fara á hreyfingu, svo
honum fannst hann vera staddur
mitt á meðal þessara dýra, sem
voru reyndar útdauð fyrir æva-
löngu.
Þegar feðginin stigu af hestum
sínum um kvöldið í San Miguel,,
voru þau gagntekin af áhrifum þess
sem þau höfðu séð, og þau lifðu
eins og í annarlegum draumi. En
daginn eftir lagði Don Marcelino
af stað til Madrid til að segja
Villanova fréttirnar. Jarðfræðipró-
fessorinn ætlaði í fyrstu ekki að