Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 40

Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 40
38 taka verður tillit til, og um fjöl- marga aðra þætti, sem snerta fram- kvæmdaáætlun okkar. Tölvan reikn- ar allt þetta út, vegur og metur, og við getum síðan breytt líkaninu í samræmi við niðurstöður tölvunn- ar, baétt við hlutum, tekið burt hluti, breytt sumum og mælt og metið áhrifin'af breytingum þessum jafnóðum og einnig kostnaðinn. Við erum þannig að líkja eftir því, sem gæti gerzt, til þess að hitta á bezta valið og verða færir um að taku heppilegustu ákvörðunina. Við höf- um þannig fengið í hendur splunku- nýja möguleika, nýja hæfni og getu til þess að framkvæma ýmislegt, sem var óframkvæmanlegt áður, og til þess að kanna óendanlega marga möguleika og velja þá beztu hverju sinni.“ Fjölbreytni slíkra eftirlíkingar- starfa, sem framkvæmd eru með hjálp tölvu, er nú orðin geysileg og slík notkun mjög útbreidd. Með hjálp tölvu fylgjast vísindamenn í Connecticutfylki með útbreiðslu tó- matamyglu í eftirlíkingu af tómata- akri. Jarðfræðingur við Michigan- háskóla líkir eftir uppblæstri og j arðvegseyðingu með hjálp upplýs- inga um steinajarðlög. Síðan sýnir hann hverjar niðurstöður tölvunnar af annarri og getur þannig sýnt, hvernig Coloradofljótið gróf Miklu- gjá (Grand Canyon). f Læknadeild Suður-Kaliforníuháskóla er notaður „gervisjúklingur" við kennsluna, þ. e. mannbrúða í fullri líkamsstærð og líkamslíkingu. Og mannbrúða þessi sýnir • greinanleg viðbrögð, er læknanemar æfa kunnáttu sína á ÚRVAL henni. Það gengur jafnvel svo langt, að hún deyr stundum. Hvað geymir framtíðin í skauti sínu á þessu sviði? „Til dæmis alls konar einstaklingsbundna fram- leiðslu og þjónustu, sem tölvan get- ur eins auðveldlega séð um og væri um fjöldaframleiðslu og ópersónu- lega þjónustu að ræða,“ segir Jos- eph Weizenbaum, prófessor við Tæknistof nun Ma ssachusettsf ylkis. „ÍÉg á við fjöldaframleiðsluaðferðir, sem beitt er við einstaklingsbundna framleiðslu og þjónustu, þ. e. til þess að framleiða vissan hlut eftir pöntun, þ. e. í samræmi við einstakl- ingsbundinn smekk og þarfir. Hef- urðu áhuga á skíðaíþróttinni eða ef til vill myntsöfnun? Vikulega tíma- ritið þitt mun þá flytja þér persónu- lega heilmikið efni um skíðaíþrótt- ina og myntsöfnun auk almennra frétta. En í sömu viku mun sama tölublaðið af sama tímaritinu flytja nágranna þínum ýmislegt efni, sem er ekki að finna í þínu tímariti, til dæmis um frímerkjasöfnun og veið- ar, ef hann hefur áhuga á slíku. Þetta verður ekki mikið vandamál fyrir tölvuna. í bifreiðaiðnaðinum má þegar sjá upphaf þess, sem ég hef verið að lýsa . . .“ Jú, það er rétt. f samsetningar- verksmiðju Oldsmobile í Lansing í Michiganfylki eru bifreiðirnar alls ekki hver annarri líkar, þar sem þær koma streymandi eftir færi- böndunum, heldur hver með sínu móti. Þarna kemur tveggja dyra bifreið með málmþaki, þarna yfir- byggingarlaus undirvagn af líkvagni og svo bifreiðir í ýmsum litum, pálmagrænum, gylltum, heiðbláum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.