Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 110

Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL ir áheyrendum. Hún var feimin og vandræðaleg. Og þegar henni tókst ekki að koma upp nokkru orði, gaf hún Frank merki um að koma upp á pallinn sér til hjálpar. En þá gerð- ist það, sem aldrei gerðist. Frank varð svo hissa og ruglaður af gleði, að hann varð alveg orðlaus. „Herra Gilbreth," sagði kynnir- inn, þegar þau Frank og Lillie voru komin til sæta sinna á ný, „þetta er í fyrsta skipti, að ég hef orðið vitni að bví, að þér hafið ekki notað tæki- færi til þess að tala um hreyfingar- rannsóknir. Langar yður ekki til þess að segja okkur frá því, hvern- ig þér vinnið fyrir yður?“ Frank var nú búinn að ná sér nægilega mikið til þess, að hann gat risið upp og borgað fyrir sig á fyndinn hátt: „Ja, héðan í frá ætla ég nú bara að lifa á sveita frúarinn- ar minnar." BRAUTRYBJANDI OG FELAGI Þrátt fyrir aðvaranir læknanna hélt Frank áfram að halda 3 til 4 ræður og fyrirlestra á viku hverri og var alltaf á sífelldu ferðalagi bæði hér í Bandaríkjunum og er- lendis. Þjóðverjar og Frakkar höfðu báðir notfært sér rannsóknir og til- raunir Gilbrethshiónanna til þess að hjálpa ýmsum fötluðum fórnardýr- um stríðsins. Og forstöðumenn evr- ópskra iðnfyrirtækja virtust á marg- an hátt verða fyrri til þess að gera sér grein fyrir mikilvægi. hreyfing- arrannsóknanna en bandarískir starfsbræður þeirra. Tomas Masaryk, forseti Tékkó- slóvakíu, valdi Frank til þess að biálfa forstöðumenn í ýmsum iðn- greinum, sem voru þá að spretta upp í hinu nýja lýðveldi, í vísinda- legri verkstjórnun. Sú kennsla og þjálfun bar glæsilegan árangur. Og þegar Frank sneri aftur til New Yorkborgar, stakk hann upp á því, að Bandarískt félag vélaverkfræð- inga gerðist frumkvöðull að alþjóð- legri ráðstefnu í Prag í viðurkenn- ingarskyni við framfarirnar í Tékkó- slóvakíu. Þessi hugmynd var prýði- leg, og samþykkt var, að þessa ráð- stefnu skyldi halda sumarið 1924. Frank átti að halda þar aðalræð- una. En hann komst aldrei til Prag aftur. Fjórum dögum áður en hann átti að sigla af stað, datt hann niður örendur í símaklefa á járnbrautar- stöðinni í Montclair. Hann var þá að tala við Lillie í símanum, og þegar hann hætti skyndilega að tala, hélt hún, að hann hefði kannske hætt, vegna þess að hann hefði ver- ið í bann veginn að missa af lest. Um 15 mínútum síðar hringdi ná- grannakona ein dyrabjöllunni og sagði, að lögregluþj ónn hefði beðið sig um að flytja henni þessar sorg- arfréttir. Þetta var í síðasta sinn að ég sá mömmu gráta. Frank var klæddur í majorsein- kennisbúninginn sinn, er hann var kistulagður. Síðan var hann brennd- ur, og Lillie tók lítinn bát á leigu og fór í honum út á Hudsonfljótið. Svo reis hún upp í stefni bátsins og flutti bæn, um leið og hún dreifði ösk- unni vfir fljótið. I frásögn minni hef ég lagt áherzlu á ofsafengna gamansemi Franks Gil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.